Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 10. janúar 2008 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Íslenski draumurinn hefur lík- lega aldrei verið eins villtur og fyrir þessi jól ef marka má versl- un, þrátt fyrir 20 prósenta hækk- un skulda heimilanna á árinu. Ég lenti inni í í Kringlunni nokkrum dögum fyrir jól og leið dálítið eins og ég væri lentur á annarri plánetu svo breytt er gamla Frón þar sem Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir las áður jólakveðjur á Þor- láksmessu: „Elsku Palli, Stína og Baddý, gleðileg jól, takk innilega fyrir samfylgdina í sumar...,“ þetta var svo ómissandi. Á þriðja degi jóla er svo allt fína dótið orðið verðlaust þar sem búðirnar gengisfella milli hátíða. Hér í Frakklandi hófust útsölur í gær og var að vanda líf í tuskun- um í orðsins fyllstu merkingu. Sumir opnuðu eldsnemma og voru biðraðir fyrir framan stóru magasínin. En útsölur hafa misst verðgildi sitt síðustu árin. Meðal annars vegna þess að allt árið um kring eru í gangi ýmiss konar til- boð og afsláttur og því skipta útsölurnar minna máli fyrir almenning en áður. Efnahagur er hér sömuleiðis heldur bágborinn og því eyðir almenningur minna í föt og skó. Kaupmenn eru því heldur uggandi um verslun næstu vikna. Svo eru þeir sem svindla eins og ein verslunarkeðjan sem bauð viðskiptavinum sínum góðan afslátt í síðustu viku, sjö dögum fyrir leyfilegar útsölur, eftirlits- nefnd um ólöglega viðskiptahætti til lítillar hrifningar því hér áttu útsölur ekki að hefjast fyrr en 9. janúar og því er bitist um orðalag „tilboð“ eða „útsölur“. Hjá þotuliðinu er mikið að gera, ekki fyrr er komið heim úr jóla- leyfi í sólinni eða á skíðum en það neyðist til að fara á flakk að nýju því það nýjasta í útsölubransan- um laðar að sér „útsöluferða- menn“ og nú blandar París sér í baráttuna við Lundúnir og New York. Það verður þó að segjast eins og er að tískuborgin er aðeins á eftir í þessu kapphlaupi og býður nú aðeins í annað sinn upp á „Soldes by Paris“, átak til að laða að útlendinga á útsölurnar hér. Það eru ferðamálayfirvöld og borgin, með kaupmönnum og hótelrekendum sem standa að átakinu með Inès de la Fressange sem sendiherra átaksins en hún var lengi aðalfyrirsæta og andlit Chanel. 2.000 verslanir og 350 hótel taka þátt í átakinu, nærri tvöfalt fleiri en í fyrra. Hótelin bjóða upp á allt að helmingsaf- slátt á gistingu, ferðamönnum eru afhentir bæklingar þar sem skipulagðar eru mismunandi verslunarleiðir í mismunandi hverfi borgarinnar. Hægt er að fara í lúxusverslunarferð í fínu tískuhúsin, þræða búðir nýstár- legra hönnuða eða stefna á fræg- asta flóamarkað borgarinnar við „Porte de Clingancourt“. Því hvað er flottara en að skella sér í útsöluferð til Parísar? bergb75@free.fr Útsöluferðir í tískuborgina Þeir sem berjast við aukakíló hafa fengið nýtt vopn í barátt- unni. Það er krem sem á að draga úr matarlöngun og heitir Hoodia. Krem sem á að draga úr hungur til- finningu er komið fram á sjónar- sviðið. Það heitir Hoodia og er ætlað að hjálpa fólki í hinni eilífu baráttu við ofþyngd. Hoodia er nafn á kaktusplöntu sem vex í Kalahari-eyðimörkinni. Frumbyggjarnir þar fundu út að ef þeir lögðu sér til munns bita af henni fundu þeir hvorki fyrir hungri né þorsta sem kom sér vel í löngum ferðum þar sem lítið var um mat og vatn. Nú hefur virka efnið í Hoodia verið unnið í krem sem borið er í ákveðnu magni á húð einu sinni á dag. Það dregur að sögn úr matar- lyst án aukaverkana. Það fæst í Apóteki Vesturlands á Akranesi og Versluninni Kristý í Borgar- nesi. - gun Til varnar aukakílóum Hoodia-megrunarkremið er borið á húðina. Vivienne Westwood hannar hempur fyrir breska útskriftar- nema. Tískuhönnuðurinn Vivienne West- wood hefur undanfarið hannað nýja útskriftarbúninga fyrir King’s Coll- ege í London í samvinnu við Ede & Ravenscroft. Fyrirtækið var stofn- að 1689 og er því eitt elsta sauma- fyrirtækið í London sem sérhæfir sig í skikkjum og hempum og hefur auk þess saumað hárkollur fyrir lögfræðistéttina í yfir 300 ár. Allt síðastliðið ár hefur farið í þessa vinnu hjá Vivienne Westwood og munu búningarnir líta dagsins ljós með vorinu 2008. Beðið er eftir útkomunni með talsverðri eftir- væntingu þar sem Westwood er þekkt fyrir afar frumlega hönnun og að fara ótroðnar slóðir. Því verð- ur spennandi að sjá hverju þetta samstarf hennar og gamalgróins saumafyrirtækis skilar. - rt Westwood hannar skólahempur Vivienne Westwood er þekkt fyrir frumleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.