Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 32
 10. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar & námskeið Ökukennaranám, viðbótarnám fyrir grunnskólakennara, nám- skeið um bætt samskipti og hegðun í skólum, námskeið fyrir íþróttakennara sem kenna blind- um nemendum og útgáfa á bók um almenningsfræðslu á Íslandi í 200 ár, eru meðal verkefna SRR – Símenntun Rannsóknir Ráð- gjöf – hjá Kennaraháskóla Ís- lands á vorönn 2008. SRR veitir þjónustu á fræða- sviði uppeldis, menntunar og þjálfunar. Stofnunin miðlar þekkingu starfsmanna KHÍ til þeirra sem starfa á vettvangi uppeldis og menntunar, náms og kennslu með námskeiðum, fræðslufundum og fyrirlestr- um fyrir skóla, stofnanir, félaga- samtök og einstaklinga. SRR vinnur einnig mats- verkefni og úttektir fyrir skóla og sveitarfélög og veitir ráð- gjöf um þróunarstarf, símennt- un og nýjungar á sviði uppeld- is, menntunar og þjálfunar. SRR skipuleggur og skapar tækifæri til að koma á framfæri þróunar- verkefnum og nýjungum. Einn- ig gefur stofnunin út prentuð og rafræn fagtímarit sem varða fræðslu-, uppeldis- og mennta- mál sem og rannsóknar- og mats- skýrslur um fræðslu-, uppeldis- og menntamál. Nánari upplýsingar um starf- semina er á http://srr.khi.is. Bætt samskipti og íþróttakennsla blindra Boðið er upp á nokkur námskeið hjá SRR í Kennaraháskóla Íslands á vorönn. Nám og námskeiðaframboð í endurmenntun við Há- skóla Íslands er að venju fjölbreytt við upphaf nýs árs. Undir liðnum Fólk og færni er til að mynda kennt námskeiðið Sjálfsstyrking og samskipti fyrir konur. Markmiðið með námskeiðinu er að byggja upp auk- inn sjálfsstyrk í einkalífi og starfi með hjálp árang- ursríkra aðferða í samskiptum, eins og segir í lýs- ingu á námskeiðinu. Þar er áhersla lögð á að auka sveigjanleika og sjálfsöryggi í samskiptum. Þátttak- endur fá persónulegt mat um stöðu sína í lok nám- skeiðs. Námskeiðið Guðir, hetjur og menn er á meðal þess sem er í boði undir liðnum Menning, land og saga. Þar verður leitast við að kanna goðsagnaheim Forn-Grikkja, kviður Hómers og grískir harmleikir hafðir til hliðsjónar ásamt fræðiritum úr samtíman- um, sem verða nýtt til að rýna í þennan heim. Markþjálfun er af sumum talin vera stjórnenda- stíll nýrrar aldar en farið verður í aðferðafræði hennar með verklegum æfingumog fyrirlestrum og umræðum á námskeiðinu Coaching – fyrir stjórn- endur nýrrar aldar. Þetta námskeið fellur undir Stjórnun og starfsþróun á vorönn 2008. Er þó aðeins um að ræða brot af því námi sem kennt verður á vorönn við endurmenntun Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar um námið á www.endurmenntun.hi.is. Markþjálfun og sjálfsstyrking Við endurmenntun Háskóla Íslands verður boðið upp á fjölbreytt námskeið sem endranær. Kennsluskrá Listaháskóla Íslands er fjölbreytt og metn- aðarfull og eru námskeiðin í stöðugri endurnýjun. „Núna um áramótin er í fyrsta sinn verið að taka inn í kennaranám- ið á miðjum vetri svo nú er hægt að taka það nám á einu ári, einu og hálfu eða tveimur árum en þetta er nýbreytni frá því sem áður var,“ segir Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Ís- lands. Sem dæmi um skemmtileg námskeið sem hafa verið í boði hjá skólanum nefnir hún námskeið í skóhönnun í hönnunardeildinni sem haldið var síðastliðið haust en Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri kenndi þar að búa til skó við mikl- ar vinsældir. Hún segir fleiri breytingar hafa orðið á kennsluskrá skólans en meðal annars er búið að lengja dansnámið við skólann í þrjú ár og í vor verður í fyrsta sinn útskrifað úr námsbrautinni „Fræði og fram- kvæmd“ af leiklistarsviði. Einnig er að fara af stað nýtt námskeið fyrir alla nemendur skól- ans á öðru ári og fyrsta árs nema í myndlist, auk þriðja árs nema í tónlist. „Námskeiðið er sameigin- legt námskeið allra deilda Listahá- skóla Íslands, þar sem nemendur starfa í hópum út frá hugmyndinni um „Karnival,“ segir hún. „Nem- endur skiptast í níu hópa og tveir leiðbeinendur sjá um hvern hóp. Á tímabilinu vinna hóparnir að sam- setningu hvers konar verka, atriða, gjörninga eða uppákoma þar sem samþætting ólíkra hugmynda og aðferða er höfð að leiðarljósi,“ út- skýrir Álfrún. Í kennslunni fara fram umræður og fyrirlestrar sem tengjast námsefninu, og leiðbein- endur hvers hóps leggja línurn- ar um úrvinnslu og framsetningu verkefna. „Eitt af markmiðum námskeiðs- ins er að nemendur mismunandi deilda kynnist og leiti leiða til að vinna saman út frá ólíkum for- sendum þannig að hver nemandi nýti sína menntun inn í námskeið- ið,“ segir Álfrún. Leiðbeinend- ur á námskeiðinu koma úr ólík- um áttum en þar má nefna Harald Jónsson myndlistarmann, Jón Pál Eyjólfsson leikstjóra, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur vöruhönnuð, Brynhildi Pálsdóttur vöruhönn- uð og Völu Þórsdóttur, leikkonu og skáld. Námskeiðinu lýkur með uppskeruhátíð 25. janúar. Listaháskólinn býður einnig upp á opna fyrirlestra í samvinnu við myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild, um fjölbreytt efni á vegum Opna Listaháskólans fram í apríl. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og öllum opnir og fara jafnan fram klukkan 12.30 á mánudögum í hús- næði myndlistardeildar í Laug- arnesi og á þriðjudögum klukkan 17.00 í húsnæði hönnunar- og arki- tektúrdeildar í Skipholti 1. - rt Nemendur starfa út frá hugmyndinni Karnival Myndir frá skóhönnunarnámskeiði sem Lárus Gunnsteinsson kenndi í vetur við Lista- háskólann. MYND/LHI Nemendur Listaháskóla Íslands læra skóhönnun. MYND/LHI Námskeið í Listaháskóla Íslands eru í stöðugri þróun, að sögn Álfrúnar G. Guðrúnar- dóttur, kynningarstjóra Listaháskóla íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Almennt um námið Námið tekur eina önn og veitir svæðisleiðsöguréttindi. Kennt er þrjú kvöld í viku frá mánudegi til miðviku- dags, auk æfingaferða um helgar. Inntökuskilyrði Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Æskilegt er að hafa gott vald á einu erlendu tungumáli. Nánari upplýsingar á www.mk.is, í síma: 594 4025 eða á netfanginu: lsk@mk.is F A B R IK A N Leiðsöguskólinn býður upp á spennandi nám á vorönn 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.