Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 38
 10. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar & námskeið Nýtt spennandi meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun hefst við Há- skólasetur Vestfjarða á hausti kom- anda. „Í framtíðarsýn Háskólasetursins er gert ráð fyrir að skólinn einbeiti sér að málefn- um hafsins og hafsvæða í víðasta skiln- ingi. Nálægð við hafið og mikil þekking á málefnum hafs og strandar finnst í ríkum mæli á Ísafirði; hvort sem litið er til hins al- menna samfélags, fyrirtækja í sjávarút- vegi eða ýmissa rannsóknarstofnana sem starfa á svæðinu. Matís, Hafrannsóknastofn- un, Veðurstofa Íslands, Náttúrustofa Vest- fjarða og fleiri aðilar styrkja allar umhverfi námsins,“ segir Ingi Björn Guðnason, verk- efnastjóri við Háskólasetur Vestfjarða á Ísa- firði. Námið er alþjóðlegt og kennt á ensku, og mun því höfða jafnt til íslenskra og er- lendra stúdenta. „Nám af þessu tagi hefur vantað á Ís- landi. Nú er í fyrsta sinn boðið upp á auð- lindastjórnunarnám sem er sérhæft í mál- efnum hafs og strandar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að bæði haf og strönd eru mikilvæg Íslendingum, sem flestir búa á strandsvæðum. Auðlindir sjávar eru okkur afar mikilvægar og ekki síður nýting þeirra, sem alltaf er að breytast og verða fjölbreytt- ari,“ segir Ingi Björn um hið nýja meistara- nám sem fram fer á Ísafirði í samstarfi við Háskólann á Akureyri. „Námið er þverfaglegt og byggir einkum á þremur fræðigreinum; vistfræði, hagfræði og stjórnmálafræði. Eins og annað meistara- nám er haf- og strandsvæðastjórnun krefj- andi rannsóknarnám, en virkilega spennandi og skemmtilegt. Námið er 120 ETCS-eining- ar, sem jafngildir 60 einingum í gamla ís- lenska kerfinu, en námsefni verður kennt í fimm þriggja vikna lotum á önn, þar sem einn sex eininga kúrs er kenndur í hverri lotu. Það býður upp á marga möguleika, eins og sveigjanleika í endurmenntun fyrir þá sem ekki ætla að ljúka meistaragráðu, og auðveldar okkur að fá kennara sem víðast að; hér heima og að utan,“ segir Ingi Björn, og hægt er að ljúka námi á einu og hálfu ári því boðið er upp á sumarönn fyrir nemend- ur í fullu námi. „Þeir sem útskrifast munu nýtast op- inberum aðilum, sveitarfélögum, ríki og fyrirtækjum sem umgangast auðlindir hafs- ins. Meistarapróf nýtist alls staðar á vinnu- markaði og námið tekur á málefnum sem eru afar knýjandi bæði nú og í framtíðinni,“ segir Ingi Björn og bætir við að starfsmenn Háskólaseturs séu til þjónustu reiðubúnir að leggja námsmönnum lið við húsnæðisleit, almenna innkomu í samfélagið og leik- og grunnskólamál. - þlg Meistarar við ysta haf Hér stendur Ingi Björn Guðnason, verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða, með Vestfjarðakjálkann í baksýn, en í haust verður hægt að stunda nýtt og spennandi meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun í hinum heillandi Ísafjarðarbæ sem umlukinn er stórbrotinni náttúrufegurð, friðsæld og fallegu mannlífi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Háskólanám af ýmsum toga er mjög vinsælt á Íslandi. Frétta- blaðið fýsti að vita hvaða nám hefði flesta nemendur í hverj- um skóla. Hér er niðurstaða óformlegrar könnunar meðal nokkurra háskóla. Háskólinn á Akureyri: Viðskipta- og raunvísinda- deild Kennaradeild Heilbrigðisdeild Félagsvísinda- og lagadeild Háskóli Íslands: Félagsvísindadeild Viðskipta- og hagfræðideild Lagadeild Verkfræðideild Læknadeild Háskólinn í Reykjavík: Viðskiptadeild Tækni- og verkfræðideild Lagadeild Tölvunarfræðideild Háskólinn á Bifröst: Viðskiptadeild Lagadeild Félagsvísindadeild Frumgreinadeild Vinsælasta námið Innritun í fjarnám Iðnskólans stendur yfir á netinu: www.ir.is (Námsframboð – Fjarnám) Innritun lýkur 20. janúarog kennsla hefst miðvikudaginn 23. janúar. Fjarnám Iðnskólans í Reykjavík – vorönn 2008 Netkerfi: CNA 103, 403 Netstjórnun: 103, 203, 213 Forritun: FOR 103, 203, 303 Gagnasafnsfræði: GSF 103, 203 Tölvufræði í fjarnámi 12 vikur - 40 mínútna tímar - 1 sinni í viku Einkatímar: kr. 47.000- Geisladiskur með upptöku nemanda í lok námskeiðs. Hóptímar fyrir 6-9 ára: kr. 35.000- Gítarskólinn er aðili að frístundakorti Í.T.R. www.itr.is Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag ! Gítarskóli Íslands • Síðumúla 29 • Sími 581-1281 • gitarskoli@gitarskoli.is • www.gitarskoli.is Gítarnámskeið Hefst 21. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.