Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 10. janúar 2008 29 UMRÆÐAN Byggðamál Frá því að ný ríkis-stjórn tók við völdum hefur umræða um byggðamál verið í lág- marki. Það er að sumu leyti gott vegna þess að upphlaup eins og þau sem stjórnarandstaðan tamdi sér í valdatíð fyrri ríkis- stjórnar eru mjög skaðleg fyrir landsbyggðina. Það sem hins vegar er ekki gott er að ríkis- stjórnin virðist mjög úrræðalaus í byggðamálum og hinar svoköll- uðu mótvægisaðgerðir vegna nið- urskurðar í þorskkvóta hafa ekki fengið góðar viðtökur hjá þeim sem hlut eiga að því máli. Framsóknarflokkurinn fór með byggðamál tvö síðustu kjörtíma- bil, þar af undirrituð í tæp sjö ár. Áður hafði þessi málaflokkur til- heyrt forsætisráðuneytinu. Á þessum tíma náðist mikill og góður árangur í byggðamálum. Fólk varð jákvæðara gagnvart því að búa úti á landi og áhersla var lögð á að virkja þann kraft sem býr í fólkinu sjálfu, m.a. með gerð vaxtasamninga, sem var nýjung hér á landi. Hafa verður í huga að byggðamál eru ekki afmarkaður málaflokkur sem heyrir undir eitt ráðuneyti. Byggðamál snerta öll ráðuneyti en í því samhengi má nefna að eftir að ég tók við utanríkisráðu- neytinu flutti ég hluta Þýðingar- miðstöðvar ráðuneytisins til Akureyrar. Sem vissulega má segja að sé aðgerð til þess að styrkja byggð. Í Fréttablaðinu um helgina er fjallað um byggðamál. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í borginni spyr hvort rík- isstjórnin standi vaktina í byggða- málum. Illugi Gunnarsson er til andsvara. Ég sé ekki betur en að Svandís sé að undirbúa innkomu í lands- málin með klisjukenndri yfirlýsingu sem því miður er ekki einsdæmi á þeim bænum en þar segir hún: „Byggðastefnan á Íslandi hefur undanfarin ár verið tilviljanakennd, ómark- viss og á köflum krampa- kennd“. Aðgerðir stjórnvalda Alþingi samþykkir byggðaáætlun sem lögð er til grundvallar vinnu- brögðum ríkisstjórna hverju sinni. Sú tillaga að byggðaáætlun sem nú er við lýði var lögð fram af undirritaðri og samþykkt af öllum flokkum. Þar er mikil áhersla lögð á menntamál, sam- göngumál og nýsköpun og að öllum þessum málaflokkum hefur ötullega verið unnið. Þekkingar- setur hafa verið stofnsett, háskólastigið stóreflt og fjár- magn til samgöngumála aukið. Sérstakur sjóður, Fjarskiptasjóð- ur, var stofnaður í þeim tilgangi að bæta fjarskipti en því miður hefur hann ekki staðið undir væntingum. Hvað nýsköpun varðar hefði ég viljað gera betur og til að svo mætti verða lagði ég fram frum- varp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Frumvarpinu var breytt þannig í meðförum þingsins að ný stofnun gagnast ekki landsbyggð- inni með sama hætti og ég hafði gert ráð fyrir. Tillögur mínar gerðu ráð fyrir sameiningu þriggja stofnana sem heyra undir iðnaðarráðuneytið. Niðurstaðan varð sú að Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins voru sameinaðar en Byggðastofnun skilin frá. Hún starfar því áfram óbreytt sem þýðir að nýsköpun á landsbyggð- inni er aðgreind frá nýsköpun almennt. Var það m.a. vegna and- stöðu Vinstri grænna sem svo fór. Reyndar sýndi Sjálfstæðisflokk- urinn hálfvelgju í málinu allan tímann þar sem þar á bæ þykir gott að hafa þingmenn í því hlut- verki að útdeila fjármagni. Nefndir forsætisráðherra Nú berast fréttir af því að forsæt- isráðherra hafi skipað nefndir sem eigi að leita leiða til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norður- landi vestra og á ákveðnum svæð- um á Norðurlandi eystra og Aust- urlandi. Nefndaskipanin er augljóslega til þess að vinna tíma þar sem stjórnarflokkarnir eru mjög ósammála í atvinnumálum. Það sem einnig vekur athygli er að forsætisráðherra skipar nefndirn- ar en ekki sá ráðherra sem fer með byggðamál og sárvantar verkefni í sitt hálfa ráðuneyti miðað við það sem áður var. Það er því ljóst að ekki virðist áhugi fyrir því að nýta þá þekkingu sem iðn- aðarráðuneytið býr yfir í byggða- málum í þeirri vinnu sem er fram- undan. „Klisjan“ Ég er sammála borgarfulltrúan- um um það að það þarf að gera betur í byggðamálum. Hvað það er sem Svandís Svavarsdóttir telur „krampakennda byggða- stefnu“ veit ég þó ekki. Ég læt mér helst detta í hug að það séu ákvarð- anir um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Ef svo er ráðlegg ég Svandísi Svavarsdóttur að heim- sækja Fjarðabyggð og líta eigin augum þá glæsilegu uppbyggingu sem þar á sér stað og upplifa af eigin raun kraftinn í samfélaginu eystra og tjá sig svo um byggða- mál. Höfundur er alþingismaður. Krampakennd byggðastefna? UMRÆÐAN Sundabraut Sundabraut hefur verið lengi í undirbúningi og margir kostir skoðaðir. Fljótlega í ferlinu var kost- unum fækkað þar til eftir stóðu tveir, ytri leið eða Leið I, þar sem hábrú var ein lausnin og svo innri leið, Leið III, þar sem eyjalausn var einn kostur af mörgum. Í upphafi var jarðgangalausn skoðuð en þá þótti hún ekki leysa umferðarmál- in nægilega vel auk þess sem hún væri einn af dýrari kostunum. Þegar umhverfisáhrif leiðanna tveggja höfðu verið metin taldi Vegagerðin innri leiðina betri kost þar sem umferðarmálin væru a.m.k. ekki lakari, leiðin væri ódýr- ari, auðveldari í útfærslu og rekstr- arkostnaður líklega minni. Fyrir um tveimur árum óskaði Reykjavíkurborg eftir því að jarð- gangalausnin væri aftur tekin til skoðunar. Vegagerðin taldi sjálf- sagt að verða við þeirri ósk enda mikilvægt að sem flestir kostir séu skoðaðir þegar verk af þessari stærðargráðu er undirbúið. Í fyrstu athugun var talið að kostnaður gæti orðið minni en fyrri athuganir bentu til, en yrði eigi að síður tölu- vert meiri en við eyjalausnina og yrði þar að auki lakari lausn varð- andi umferðina. Athugun er nú að fullu lokið og ljóst að jarðganga- gerðin er tæknilega möguleg en kostnaður er hins vegar mun meiri en áður var talið eða um 24 millj- arðar króna með vegtengingum. Jarðgangalausnin er þannig um 9 milljörðum króna dýrari kostur en eyjalausnin. Fyrir þennan mismun upp á 9 milljarða mætti gera mis- læg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, leggja Miklubraut í stokk vestur fyrir Lönguhlíð og Kringlu- mýrarbraut í stokk suður fyrir Listabraut. Til við- bótar er rekstrarkostnað- ur ganganna töluverður, mun meiri en t.d. af Hval- fjarðargöngum, þar sem í raun er um tvenn göng að ræða (2+2) og öryggis- kröfur yrðu ríkari í Sundagöngum vegna margfalt meiri umferðar. Giska má á að rekstur ganganna myndi kosta a.m.k. 200 milljónum króna meira á ári en rekstur lausn- ar á innri leið. Eyjalausnin felur ekki í sér að umferð verði aukin um Skeiðarvog en að sjálfsögðu mun Sundabrautin breyta umferðinni hvar sem hún kemur upp. Röskunin verður eigi að síður mun meiri með jarð- göngunum en eyjalausn þar sem gangamunnar verða fjórir, þar af þrír vestan megin, helmingur ganganna mun liggja undir borg- inni og byggja þarf veg út í sjó við Laugarnesið til að tengja göngin við Kringlumýrarbrautina. Niður- staða Vegagerðarinnar er að innri leiðin, eyjalausnin, er tæknilega, fjárhagslega og umferðarlega mun betri kostur en jarðgangaleiðin og gefur miklu meiri arðsemi af því fjármagni sem til framkvæmd- anna er varið. Vegagerðin getur því ekki mælt með að jarðganga- lausn verði valin. Ljóst er að komið er að ákvörðun um þessa framkvæmd. Undanfarin ár hafa ýmsir kostir verið skoðaðir að ósk Reykjavíkurborgar og ekki staðið á aðgerðum eða vilja sam- gönguyfirvalda. Afstaða Vegagerð- arinnar er alveg skýr og nú er komið að stjórnmálamönnum að taka af skarið og taka ákvörðun um lausn og hugsanlega kostnaðar- skiptingu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Komið að ákvörðun 45% 30% G. PÉTUR MATTHÍASSON VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.