Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 10. janúar 2008 35 TÓNLEIKAHÚSIÐ SALURINN Stendur fyrir hinni vel heppnuðu tónleikaröð Tíbrá. Hinir árlegu nýárstónleikar Tíbrár, tónleikaröð Kópavogs í Salnum, verða haldnir á laugar- dag og hefjast kl. 17. Þetta er fimmta árið í röð sem Salonhljóm- sveit Sigurðar Ingva Snorrasonar fagnar nýju ári með glæsilegum Vínartónleikum í Salnum. Að þessu sinni hefur þetta einvalalið hljóðfæraleikara fengið til liðs við sig sópransöngkonuna Huldu Björk Garðarsdóttur og gefst tón- listarunnendum nú einstakt tæki- færi til að heyra þessa frábæru söngkonu spreyta sig á Vínartón- list. Á efnisskránni eru að vanda ljúfustu söngvar, svellandi vals- ar, spriklandi polkar og önnur gleðitónlist úr gnægtabrunni Vín- artónlistarinnar. Því miður er uppselt á tónleik- ana í Salnum en vegna mikillar eftirspurnar verða tónleikarnir endurfluttir daginn eftir, sunnu- dag, á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í Listasafni Reykjanesbæjar. Hefjast þessir aukatónleikar kl. 15. Sala aðgöngumiða fer fram í Lista- safni Reykjanesbæjar í DUUS húsum á opnunartíma safnsins sem er alla daga frá kl. 13 til 17. Einnig verða seldir miðar við inn- ganginn og því þurfa unnendur Vínartónlistar ekki að líða skort nú um helgina heldur geta dembt sér á skemmtilega tónleika í Reykjanesbæ. - vþ Nýárstónleikar í Tíbrá LEIKLIST Pálmi Gestsson í Svörtum fugli. Kvenfélagið Garpur er að leggja upp í sína fyrstu leikför með sýningu sína Svartan fugl. Leikendur í verkinu eru Pálmi Gestsson og Sólveig Guð- mundsdóttir. Verkið var frumsýnt í haust í Hafnar- fjarðarleikhúsinu en næstu vikur verður það leikið á þremur stöðum, Egilsstöðum, Ísafirði og í Eyjum. Sýndar verða tvær sýningar á hverjum stað: um næstu helgi í Sláturhúsinu-Menningarsetri ehf. á Egilsstöðum 12. og 13. janúar kl. 20.00. Helgina þar á eftir, 19. og 20. janúar kl. 20.00, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, og þann 26. og 27. janúar kl. 20.00 í Leikhúsinu Vestmanna- eyjum. Það verða tvær leiksýningar í boði á Ísafirði í næstu viku en Þjóðleikhúsið er einnig með farandsýningu sína Norway/Today þar á ferð. Boðið er upp á pakkaferðir á vegum Flugfélags Íslands á þessa staði sem einungis er hægt að bóka hjá hópadeild í síma 570 3075 eða á netfanginu hópadeild@flugfelag.is. Gildir einungis þær helgar sem verið er að sýna leikritið á hverjum stað. Heimamönnum er bent á að miðasala fer fram á www. midi.is og við innganginn en þar einungis gegn reiðufé, kort eru ekki tekin við inngang. - pbb Svartur fugl í leikför Soffía Karlsdóttir Söngkona/Kennari Agnar Jón Egilsson Leikstjóri/Leiklist hjá Leynileikhúsinu. nánarar á leynileikhusid.is Söngkona/Kennari Emilía Björg Söngkona/Kennari Jónsi Söngvari/Kennari Ágústa Ósk Söngkona/Kennari María Björk Skólastjóri/Söngkona Regína Ósk Yfirkennari/Söngkona Söngkona/Kennari SÖNGNÁMSKEIÐ Skráning og upplýsingar: Sími: 588 1111 & 897 7922 poppskolinn@poppskolinn.is MARÍU BJARKAR Fákafeni 11 • www.poppskolinn.is • Sími 588 1111 Söngvaborg kemur í heimsókn til yngstu krakkana. Á vorönn verður boðið upp á: 5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Aldursskiptir hópar. Haldnir verða tónleikar á námskeiðinu og nemendur fá upptöku með söng sínum á geisladiski í lok námskeiðs. Markmið söngkennslunnar er að þjálfa nemendur í túlkun, raddbeitingu, sjálfsstyrkingu og framkomu. Skólinn leitast við að veita nemendum sínum tækifæri til að koma fram opinberlega, svo sem við hljóðritanir, framkomur í sjónvarpi og á öðrum vettvangi. Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað starfslið sem eru atvinnumenn hver á sínu sviði. VORÖNNIN ER AÐ HEFJAST Söngskólinn er alltaf í leit að hæfileikaríku fólki Fullorðins- og unglinga námskeiðin hefjast um miðjan jan úar PÁLL ÓSKAR GESTUR Á NÁMSKEIÐI ERUM E E BESTA VE 13 ÁRA REYNSLA Forskóli! Við bjóðum upp á forskóla fyrir 3-5 ára krakka Síðust u forv öð að skrá s ig! ÖRFÁ PLÁSS LAUS ! ERUM VIÐ S ÍMAN N NÚ NA! LAU 12. JANÚAR KL. 17 TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT SIS UPPSELT MÁN 14. JANÚAR KL. 20 UNGIR TÓNSNILLINGAR VÍKINGUR, ELFA, ARI. MARGRÉT, HELGA o.fl . Miðaverð 2500kr MIÐ 16. JANÚAR KL. 20 TÍBRÁ: STJÖRNUTÓNLEIKAR FRANSKI FIÐLUSNILLINGURINN LAURENT KORCIA OG C.HADLAND Miðaverð 2000/1600kr GEFÐU UPPLIFUN ! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT OG MARGIR FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Í BOÐI !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.