Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 60
36 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Lust, Caution Ang Lee er aftur kominn til Kína og birtist nú með erótískan njósn- atrylli. Hópur leikara ákveður að koma embættismanni fyrir kattar- nef en ákveðið vandamál kemur upp í hópnum þegar ein leikkonan fellur fyrir fórnarlambinu. Myndin fékk aðalverðlaunin í Feneyjum en var ekki gjaldgeng í flokknum besta erlenda myndin hjá Akademíunni. Leikstjóri: Ang Lee Aðalhlutverk: Tony Leung Chiu Wai og Joan Chen. IMDB: 8,1/10 The Mist Bækur og smásögur Stephens King hafa oftar en ekki ratað með einum eða öðrum hætti á hvíta tjaldið. Að þessu sinni er það hrollvekjan The Mist sem verður fyrir valinu en hún hefur hlotið prýðilega dóma. Myndin segir frá dularfullri þoku sem leggst yfir smábæ í Banda- ríkjunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Leikstjóri: Frank Darabont Aðalhlutverk: Thomas Jane og Marcia Gay Harden IMDB: 7,8/10 Frönsk kvikmyndahátíð í vik- unni: Persepolis: Frönsk teiknimynd fyrir alla aldurshópa. Lögmaður hryðjuverkanna: Sláandi og ögrandi mynd um lögfræðinginn sem ver alla verstu skúrka heims. Lofaðu mér: Emir Kusturica mætir til leiks með nýja kvikmynd sem sló í gegn á Cannes. 2 dagar í París: Leikstjórnarfrum- raun frönsku leikkonunnar Julie Delpy. FRUMSÝNDAR UM HELGINA Sean Penn, Paul Thomas Anderson og Coen- bræður virðast líklegastir til að hreppa til- nefningu til Óskarsverðlauna en þær verða kunngjörðar í lok janúar. Samtök leikstjóra í Bandaríkjunum tilkynntu nýlega hvaða fimm myndir hefðu verið þeim mest að skapi á árinu sem var að líða og voru það góðkunningjar fagverðlauna sem hrepptu hnossið. Auk Penn, Anderson og Coen- bræðranna fékk Julian Schnabel tilnefningu frá starfsbræðrum sínum fyrir Le Scaphand- re et le papillon og Tony Gilroy fyrir Michael Clayton. Kvikmyndin Into the Wild hefur augljós- lega heillað marga en hún segir frá náms- manninum Christopher McCandless sem gefur aleigu sína til góðgerðamála og ákveð- ur að setjast að í óbyggðum Alaska. Ólík- indatólið Sean Penn stimplar sig rækilega inn sem einn eftirtektarverðasti leikstjór- inn í dag. There Will Be Blood skartar Daniel Day Lewis í aðalhlutverki en Paul Thomas And- erson hefur jafnan sýnt að hann kann þá list ákaflega vel að segja sögu. Myndin fjallar um olíubaróninn Daniel Plainview á upp- hafsárum olíuvinnslu í Texas þar sem græðgi og trú sameinast í eitt. Að endingu er það síðan Coen-myndin No Country for Old Men með Javier Bardem og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. Talið er nokkuð víst að slagurinn um Óskarinn standi á milli hennar og Anderson-myndarinnar en No Country for Old Men segir frá manni sem finnur skjalatösku fulla af peningum, slatta af heróíni og nokkur lík. - fgg Enn aukast líkurnar hjá Sean Penn PENN Stimplar sig rækilega inn sem einn af eftir- tektarverðustu leikstjórunum í dag. Fátt var um fína drætti í kvikmyndahúsum á ár- inu sem var að líða. 2008 lofar hins vegar góðu þar sem leikstjórar á borð við Michael Gondy, Spike Jonze og David Fincher skjóta upp kollinum. Bloggsíðan Splash-films.com valdi 55 kvikmyndir sem áhuga- menn um kvikmyndir ættu að bíða spenntir eftir. Árið hér á landi hefst að sjálf- sögðu með Óskarsvænum kvik- myndum. Into the Wild, kvikmynd Seans Penn, There Will be Blood eftir Paul Thomas Anderson og Coen-myndin No Country for Old Men, eiga allar eftir að rata á hvíta tjaldið í byrjun ársins og verður forvitnilegt að sjá hvers vegna hin fjölbreyttu stéttarfélög kvik- myndagerðarmanna í Bandaríkj- unum hafa tilnefnt þessar þrjár til sinna verðlauna. En síðan hefst fjörið. Spennandi stórsmellir Varla var hægt að hrópa húrra yfir stórsmellum síðasta árs, þar sem tæknibrellusafnið Transformers og fjórða Die Hard-myndin stóðu upp úr. En 2008 lofar góðu hvað gróðavonina varðar í Hollywood. Cloverfield-útspil Lost-höfundar- ins J.J. Abrams hefur verið mikið æði á netinu að undanförnu og slík markaðssetning hefur oftar en ekki skilað sér margfalt tilbaka. Indiana Jones snýr aftur í fjórðu myndinni um fornleifafræðinginn, orðinn nokkuð grár í vöngum og nýtur nú aðstoðar sonar síns sem leikinn er af Shia Labeouf. Spiel- berg heldur um stjórnartaumana og því má fastlega gera ráð fyrir að sérhvert mannsbarn verði söng- landi stef Johns Williams í byrjun sumarsins. En það eru fleiri sem setja sig í stellingar á nýjan leik. End- urkomu Leðurblöku- mannsins í leikstjórn Chris Nolan var ákaft fagnað eftir að Holly- wood-maskínan hafði nánast gengið af riddara næturinnar dauðum. Christian Bale klæðist að sjálfsögðu skikkjunni og fær að kljást við kol klikk- aðan Heath Ledger í hlutverki Jókersins. Mánuði fyrir jól kemur svo Bond keyr- andi á hvíta tjaldið í 22. myndinni um leyni- þjónustu- manninn kvensama. Daniel Craig mátti þola mikla gagnrýni áður en nokkur hafði séð hann í hlutverki James en svaraði henni með glæsi- brag í Casino Royal. Þetta verður í fyrsta skipti sem Bond-kvikmynd tekur upp þráðinn frá þeirri síð- ustu sem ætti að verða forvitni- legt. Athyglisvert góðgæti En Hollywood þykir líka skemmtilegt að búa til svokallaðar „gæðamyndir“. Michael Gondy ríður fyrstur á vaðið með Be Kind Rewind þar sem Jack Black leikur mann sem eyðileggur allar myndir á myndbandaleigu vinar síns. Framhaldið er síðan bæði kostu- legt og forvitnilegt. Einnig verður athyglisvert að sjá hvernig hinum stórkostlega handritshöfundi Charlie Kauffman gengur að leik- stýra sinni fyrstu kvikmynd, Syn- eodochne, New York, en hann nýtur aðstoðar gæðaleikarans Philips Seymour Hoffman. Peter Jackson mætir síðan um sumarið með fremur litla mynd á hans mælikvarða en The Lovely Bones fjallar um stúlku sem fylg- ist með leit að líki sínu eftir að hún er drepin af nágranna sínum. Jafn- framt verður spennandi að sjá kvikmynd Jons Avnet, Righteous Kill, en leikarahópurinn sam- anstendur af Robert De Niro, Al Pacino og Martin Scorsese. M. Night Shyamalan verður einnig með í pottinum en handritið að kvikmyndinni The Happening þykir jafn gott og Sixth Sense. Hinn aldni höfðingi Clint Eastwood leikstýrir síðan The Changeling með Angelinu Jolie í aðalhlutverki en eiginmaður hennar Brad Pitt stelur væntanlega senunni af spúsu sinni þegar The Curios Case of Benjamin Button eftir David Fincher verður frumsýnd í lok árs- ins. Spurningarmerkin Að sjálfsögðu eru það síðan vafa- atriðin sem geta fallið á hvorn veg- inn sem er. Ironman með Robert Downey fellur undir þennan flokk auk stórmyndar Rol- ands Emmerich, 10.000 BC, sem gæti orðið næsti smell- ur eða hreinlega dýrasta og versta fjárfesting síðari tíma. Hins vegar er erfitt að sjá hvernig saga um mamm- úta-veiðimann á hvíta tjald- inu geti klikkað. Emmerich verð- ur vonandi í Independ- ence-stuði og Godzilla- áhrif eru síður en svo æski- leg. Val- kyrja Toms Cruise er einn- ig undir sömu sök seld, ef smávaxni leikarinn talar ensku með þýsk- um hreim er fjandinn laus en leikstjórinn Bryan Singer ætti að geta haldið stór- stjörnunni í skefjum. Englum og djöflum eftir bók Dans Brown hefur verið frestað með jöfnu millibili og ekki útséð með að myndin verði frumsýnd á þessu ári eins og Splash Films heldur fram. Imdb greinir meira að segja frá því að hún verði frumsýnd í maí á næsta ári en yfirmennirnir í Hollywood eru mikil ólíkindatól. Vonandi hefur þó Ron Howard lært af reynslunni, sent Tom Hanks í klippingu og þá gæti hann orðið trúverðugur sem táknfræðingur- inn Robert Langdon. Af öðrum stórum spurningar- merkjum má nefna Wachowski- myndina Speed Racer sem byggð er á japönskum teiknimyndaþátt- um og svo Star Trek í leikstjórn J.J. Abrams enda byggir velgengni hennar á því að myndin nái að höfða út fyrir hinn þrönga hóp Trekkara. - fgg Spennandi ár fram undan 22 Daniel Craig sýndi og sannaði í Casino Royale að hann er verðugur arftaki James Bond. ÓVINUR NÚMER EITT Jókerinn snýr aftur í nýjustu Batman-mynd Chris Nolan en Heath Ledger þykir ekki gefa Jack Nicholson neitt eftir. GRÁR Í VÖNGUM Harrison Ford snýr aftur sem Indiana Jones og ætti væntanlega að geta halað inn nokkrum krónum í kassann með svipuna eina að vopni. > SPIELBERG FRESTAÐ Steven Spielberg verður að bíða í eitt ár eftir heiðursverðlaunum Golden Globe. Þetta var ákveðið af aðstandendum hátíðarinnar eftir að ljóst varð að ekki yrði sýnt frá afhendingu gullhnattarins. Ekki þótti sæmandi að enginn yrði viðstaddur þegar sjálfur gullkálfurinn fengi klapp á bakið fyrir vel unnin störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.