Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 62
38 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Er eldhúsið tóm- legt? Jólagardínurnar eru farnar niður, mandarínurnar horfnar og jóla- skrautið farið. Af hverju ekki að splæsa á sig einum litlum blómvendi eða skreytingu? Gerir ótrúlegustu hluti bæði fyrir eldhúsið og skammdegisskapið. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég gæti síst verið án Vitaborgara, ég er fastagestur þar. Gleym-mér-ei borgari með beikoni á Vitabar, hann er bestur. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það var kampavínsleginn kalkúnn í trufflusveppasósu sem ég fékk á nýárs- dag 2001 í heimahúsi í Belgíu. Það var mjög gott. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Kavíar finnst mér vondur. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Kóríander í allan mat. Það virkar á allt. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég borða náttúrlega Vitaborgarann ansi oft til að láta mér líða betur á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til Bónus-appelsínusafa í flösku og rjómaost. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég myndi taka með mér ólífur og fetaost. Það er fínt. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það skrítnasta sem ég hef borðað er marglyttuslímsúpa með stórum tofúbitum í Kína síðasta sumar. Hún var mjög slepjuleg og með vægast sagt undarlegri áferð þar sem ekkert bersýnilegt bragð kom í ljós. MATGÆÐINGURINN HÖGNI EGILSSON TÓNLISTARMAÐUR Marglyttusúpa undarlegasta máltíðin Pítur hafa notið nokkurra vin- sælda hér á landi, og þá helst í félagsskap nautahakks eða annars kjötmetis, og pítusósunnar góðu. Þær er þó hægt að bera á borð í töluvert öðruvísi búningi. Utan- lands tíðkast til dæmis að hluta brauðið í sundur og skera í sneið- ar, krydda og baka í ofni til að búa til aðeins skemmtilegra snakk en það sem kemur upp úr brakandi pokum. Slíkar pítuflögur henta ljómandi vel með ýmiss konar ídýfum, sem og hummusi, sem á rætur sínar að rekja til sama svæðis og pítu- brauðin. Kryddtegundir fara svo eftir smekk heimilisfólks. Það má fara auðveldu leiðina og lífga bara upp á brauðið með sjávarsalti, eða krydda flögurnar eftir mexíkósk- um hefðum, með chili, kóríander og hvítlauk, ef svo ber undir. Salt, pipar og basilíka eru ekki verri kostur og svo mætti lengi telja. Berið ólívuolíu á flögurnar og bakið í ofni, á bökunarpappír, þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Pítur í flöguformi Kvöldskóli Kópavogs er einn þeirra sem bjóða upp á matreiðslu- námskeið fyrir almenning. Á vor- önninni eru þar nokkur spennandi námskeið í boði fyrir þá sem vilja aðstoð við að taka fyrstu skrefin í eldhúsinu, eða bæta við sig þekk- ingu. Á dagskránni er meðal annars námskeið í hollum suðrænum rétt- um frá Miðjarðarhafslöndunum, þar sem nemendur fá meðal ann- ars að kynnast réttum úr hinni víðfrægu frönsku matarhefð og matarmenningu Norður-Afríku. Áhugafólk um hráfæði fær tæki- færi til að kynna sér það nánar, og einnig er boðið upp á námskeið í bauna-, pasta- og grænmetisrétt- um. Kvöldskólinn heldur svo áfram með námskeiðin Matargerð fyrir karlmenn, bæði á grunn- og framhaldsstigi. Námskeið fyrir alla PÍTUFLÖGUR Búðu til þitt eigið snakk með því að baka niðurskorna pítu í ofni með uppáhaldskryddinu þínu. NORDICPHOTOS/GETTY FRÁ FRAKKLANDI TIL AFRÍKU Á meðal þess sem Kvöldskóli Kópavogs býður upp á í ár er námskeið í hollum réttum frá Miðjarðarhafslöndunum. NORDICPHOTOS/GETTY Vill hafa vesen í eldhúsinu Ástrós Gunnarsdóttir, dansari og danshöf- undur, vill helst verja löngum tíma í eld- húsinu. Hún býður þó upp á rétt í fljótlegri kantinum í þetta skiptið. „Þessi kjúklingaréttur er bæði þægilegur og léttur, en það er alls ekki vaninn á okkar heimili,“ segir Ástrós og hlær við, en hún deilir uppskrift að kjúklingi með ferskum chili með lesendum Frétta- blaðsins í þetta skipti. Þrátt fyrir mikið magn af salti og chili segir Ástrós hann síður en svo eldheit- an. „Það er yfirleitt meira tilstand í kringum matartím- ana hjá okkur, og mér finnst persónulega skemmti- legra að elda þegar það er meira vesen,“ segir Ástrós, sem kveðst vilja eyða löngum tíma bæði í að elda matinn og borða hann. „Allt sem heitir tilbúið, fljótlegt eða fljótlært er ekki mikið á mínum vogarskálum,“ bætir hún við. Ástrós segist skoða matreiðslubækur í törnum og vinna sig út frá uppskriftum í þeim. „Ég er reyndar svolítið meira í grófleika í eldhúsinu, en sambýlis- maður minn sér svo um franska eldhúsið. Það er fínt að skipta þessu upp,“ segir hún. Ástrós kennir pílates og er um þessar mundir að hefja ný námskeið. Þar að auki sér hún um dans og hreyfingar fyrir uppsetningu á Óþelló í Borgarleik- húsinu, sem afrakstur samstarfs leikhússins við Draumasmiðjuna. „Eftir það fer ég að vinna dansverkefni með Láru Stefánsdóttur sem við stefnum á að sýna í apríl eða maí, svo það er nóg að gera,“ útskýrir Ástrós. Chilikjúklingur 1 heill kjúklingur 4 rauð chili 2 bollar ólífuolía sjávarsalt 1 lime eða sítróna Grænmeti eftir smekk Skinnið tekið af kjúklingnum, og hann lagður á magann í eldfast mót. Vel af góðri ólífuolíu hellt yfir hann, Ástrós segist nota heilan bolla á hvora hlið. Kjúklingurinn þakinn með góðu sjávarsalti og helmingnum af ferska, saxaða chilipiparnum. Takið fræin ekki úr piparnum. Kjúklingnum snúið við og leikurinn endurtekinn. Bútið lime eða sítrónu í 2-3 hluta, setjið inn í kjúklinginn. Ástrós lætur grænmeti oft fljóta með í fatið. Hún mælir með tveimur stórum rauðlaukum og brokkólí- haus, eða sætum kartöflum, allt eftir smekk fólks. Dreypið ólífuolíu yfir það líka. Hitið ofninn í botn meðan á undirbúningi stendur. Setjið kjúklinginn inn með álpappír yfir og lækkið í 180 gráður. Hafið álpappírinn yfir í hálftíma, fjarlægið hann, en haldið áfram að elda kjúklinginn í þrjú kortér til klukkutíma. Ástrós mælir með því að bera kjúklinginn fram með kúskúsi eða hrísgrjónum og fersku salati. sunna@frettabladid.is FLJÓTLEGUR MATUR EKKI Í UPPÁHALDI Ástrós Gunnarsdóttir vill helst verja löngum tíma í eldhúsinu, bæði við matreiðslu og þegar sest er að borðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.