Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 68
44 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is 7 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA HANDBOLTI Nýir menn tóku við stjórnartaumunum í dómaranefnd HSÍ fyrir tímabilið og þeir hafa unnið markvisst að því að bæta dómaramenninguna í heild sinni. Framganga nefndarinnar hefur vakið athygli. „Þetta starf hefur rúllað í gegn- um árin en það hefur ekki verið tekið á ákveðnum hlutum og við erum að reyna að breyta því núna á margvíslegan hátt. Meðal ann- ars með því að samræma dóm- gæsluna við alþjóðadómgæsluna enda ekki eins dæmt hér heima og úti. Svo erum við að breyta eftir- litsþættinum mikið og erum að reyna að vera meira áberandi auk þess sem við höfum boðist til að taka á okkur helmingslaunalækk- un svo félögin vilji fá okkur á fleiri leiki,“ sagði Guðjón sem er ánægður með hvernig starfið hefur gengið. Dómaranefndin gaf út áherslur í dómgæslunni fyrir tímabilið og hefur nú sent frá sér skýrslu um hvað var í lagi og hvað var ekki í lagi í þeim efnum. Samkvæmt skýrslunni eru dómararnir á réttri leið með flest áhersluatriðin en einn hlutur hefur ekki gengið sem skyldi og hann varðar aukið frjáls- ræði á skiptimannasvæðinu sem hvorki dómarar né þjálfarar virð- ast hafa ráðið við. „Menn ná ekki að höndla þetta og það hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Hvorki þjálfarar né dómarar hafa náð að vinna saman í þessu máli og það er of mikið ósamræmi hjá dómurunum hvar eigi að draga línuna þarna. Þess vegna höfum við hert reglurnar þannig að aðeins einn maður má nú standa á bekknum í einu og annað. Þegar menn ná svo tökum á því reynum við að taka aftur skref fram á við,“ sagði Guðjón. „Menn eru misvel uppaldir á bekknum. Sumum þjálfurum blöskrar hegðun sumra kolleg- anna og það er vont að grípa til þessara aðgerða því margir hverj- ir eru með sín mál í lagi. Því miður eru enn til menn sem ráða ekki við sjálfa sig eða bekkinn og því verð- ur eitt yfir alla að ganga,“ sagði Guðjón sem auglýsir eftir konum. „Ég lagði mikla áherslu á að fá konur inn í nefndina. Þar er fyrir ein kona og það er einn stóll auður sem ég vil fá konu í. Einnig vantar konur í dómgæslu en það mætti ein á námskeið um daginn. Von- andi koma fleiri í kjölfarið.“ - hbg Dómaranefnd HSÍ hefur verið mjög áberandi í vetur og ætlar að halda góðu starfi sínu áfram: Vantar fleiri konur í dómarahreyfinguna HASAR Það hefur oft verið mikill hasar í kringum ritaraborðið í vetur. Hér sendir Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, Helgu Magnúsdóttur eftirlitsmanni tóninn en hin reynda Helga lætur sér fátt um finnast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Miðasala hafin á Tékkaleikina Síðustu landsleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir EM í Noregi fara fram á sunnudag og mánudag gegn Tékkum. Íslenska liðið heldur svo utan á þriðjudaginn en fyrsti leikur liðsins á EM er gegn Svíum á fimmtudag. Miðasala á landsleikina tvo gegn Tékkum er hafin á vef- síðunni midi.is. Miðaverð er 1.200 kr. en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll- inni. Landsmenn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana ræki- lega fyrir átökin í Noregi. EM-HÓPUR ALFREÐS Eftirfarandi leikmenn hafa þegar tryggt sér farmiða til Noregs: Birkir Ívar Guðmundsson Hreiðar Levý Guðmundsson Roland Valur Eradze Guðjón Valur Sigurðsson Logi Geirsson Arnór Atlason Jaliesky Garcia Padron Snorri Steinn Guðjónsson Ólafur Stefánsson Einar Hólmgeirsson Alexander Petersson Ásgeir Örn Hallgrímsson Róbert Gunnarsson Vignir Svavarsson Sverre Andreas Jakobsson Eftirfarandi leikmenn berjast um síðustu tvö sætin: Sigfús Sigurðsson Hannes Jón Jónsson Bjarni Fritzson HANDBOLTI Evrópumótið í handknattleik hefst eftir nákvæmlega eina viku en þá mæta Íslend- ingar frændum vorum Svíum í fyrsta leik. Und- irbúningur landsliðsins er á fullu þessa dagana og síðustu tveir æfinga- leikirnir eru gegn Tékkum á sunnu- dag og mánudag. Alfreð hefur þegar valið 15 leikmenn til þess að fara á EM en ætlar utan með 17 manna hóp. Þeir þrír sem berjast um síðustu tvö sætin eru Sigfús Sig- urðsson, Hannes Jón Jónsson og Bjarni Fritzson. „Ég mun velja endanlegan hóp eftir síðari Tékkaleikinn á mánudag. Ég fer með 17 manna hóp með mér út og þar með höfum við fleiri möguleika en ella. Ég mun taka alla þrjá markverðina sem hafa verið að æfa en ég er búinn að fylla nú þegar í 15 sæti með fyrirvara um að Sverre verði orðinn heill heilsu sem ég vonast til. Þá fer hann klárlega með okkur út. Ég var þegar búinn að tilkynna Sigur- bergi Sveinssyni að hann komi ekki með og þá standa 18 eftir. Þeir sem eru enn að berjast um sæti eru þá Sigfús, Hannes og Bjarni,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær en bæði Sigfús og Hannes fóru með B- liðinu til Noregs þar sem það leik- ur á Posten Cup um helgina. Alfreð talaði um tíma um að taka hugsanlega annan hrein- ræktaðan vinstri horna- mann með til Noregs þar sem ástandið á Guðjóni Val væri tæpt og var Baldvin Þorsteins- son þá helst nefnd- ur í því samhengi. Það er dottið upp fyrir enda hefur bati Guðjóns verið mjög góður og hann í fínu standi. „Ég hef svo Loga til að leysa hann af ef á þarf að halda. Ef Hannes fer með þá gæti hann líka leyst þá stöðu. Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Logi leysir Guðjón af ef hann meiðist. Hvað varðar Bjarna þá kemur hann sterklega til greina þar sem Alexander er eini hreintæktaði hægri hornamaðurinn hjá okkur og er meiddur. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann þolir allt álagið eftir að hafa verið lengi meiddur á ökklanum,“ sagði Alfreð en Alexander hefur verið í stífri meðferð og hvílt þess á milli. Hann mun því ekkert æfa með liðinu fyrr en á föstudag. Endurhæfing hans gengur vel að sögn Alfreðs. Sverre hefur verið mjög veikur síðustu daga og þurft að leggjast inn á spítala. Alfreð segir það væntanlega skýrast um helgina hvort hann eigi möguleika að koma með til Þrándheims. „Hann er allur að koma til en svo er spurning hvað hann getur hreyft sig mikið um helgina og hvað hann verður lengi að ná sínum fyrri styrk aftur eftir þessi miklu veikindi. Ef hann getur ekki gengið eða hreyft sig þá er ástand- ið ekki bjart með hann og ég hef verið að æfa vörnina síðustu daga til að bregðast við verði hann ekki með,“ sagði Alfreð en hann útilok- ar ekki að kalla á Húsvíkinginn Guðlaug Arn- arsson, leikmann Malmö, komist Sverre ekki með. „Það er möguleiki. Gulli þekkir líka hvað ég er að gera síðan hann var hjá mér í Þýska- landi. Hann þekkir þetta allt og stendur sig mjög vel með B-liðinu,“ sagði Alfreð Gíslason. henry@frettabladid.is Þrír menn berjast um tvö laus sæti Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari er búinn að velja 15 manna hóp sem fer á EM í Noregi. Alfreð ætlar utan með 17 manna hóp og þeir Sigfús Sigurðsson, Hannes Jón Jónsson og Bjarni Fritzson berjast um tvö síðustu sætin. Alfreð setur fyrirvara við Sverre Andreas Jakobsson verði hann enn fárveikur um helgina. SIGFÚS OG KJÚKLING- ARNIR Reynsluboltinn Sigfús Sig- urðsson etur kappi við hina ungu og lítt reyndu Hannes Jón Jónsson og Bjarna Fritzson um tvö laus sæti í EM-hópi Alfreðs Gíslasonar. Sverre Andreas Jakobsson, leikmaður íslenska landsliðs- ins í handbolta, fékk slæma vírussýkingu á LK-mótinu í Danmörku um síðustu helgi og gat ekki leikið síðasta leik Íslands í mótinu gegn Danmörku. „Þetta eru búnir að vera svakalegir dagar og ég held ég hafi bara aldrei lent í öðru eins,“ sagði Sverre sem byrjaði að finna fyrir óþægindunum fyrir leik Íslands og Noregs á laugardeginum. „Ég fann að ég var eitthvað að veikjast fyrir leikinn gegn Norðmönnum en lét mig hafa það að spila leikinn og hélt að þetta væri nú ekkert stórmál. Mig grunaði helst að allir þessir próteindrykkir og vítamín sem við erum búnir að vera að borða hafi farið eitthvað illa í mig, en „partíið“ byrjaði svo á laugardagskvöldið. Ég svaf lítið næstu nætur á eftir og gat ekki haldið neinu niðri,“ sagði Sverre sem hefur mikið til verið á sjúkrahúsi síðan hann kom aftur heim til Íslands á sunnudagskvöld. „Það var svo strax reynt að koma einhverjum mat og vökva í mig og ég hef verið í meðferð á sjúkrahúsi síðan á sunnudagskvöld þar sem ég fæ vökvanæringu í æð. Ég var enn mjög slappur á mánu- daginn en leið strax betur á þriðjudeginum og ældi ekki í ein- hverja tíu tíma sem var mikil framför,“ sagði Sverre í léttum dúr og leið að sögn enn betur í gær. „Það er kannski merki um að mér sé farið að líða betur að ég get grínast með þetta og get hlegið að sjálfum mér, en mér var ekki hlátur í huga um helgina og á mánudag- inn,“ sagði Sverre sem stefnir ótrauður að því að vera með á Evrópumótinu sem hefst 17. janúar næstkomandi. „Ég ætla að taka því rólega og reyna ná mér sæmileg- um á næstu dögum fram að helgi og svo vonandi get ég farið að gera eitthvað með landsliðinu fljótlega. Það hefur allavega enginn afskrifað það að ég taki þátt í Evrópumótinu enn þannig að ég sé enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á að geta verið með í mótinu,“ sagði Sverre sem var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær, en fer aftur til skoðunar á morgun. SVERRE ANDREAS JAKOBSSON: FÉKK VÍRUSSÝKINGU OG ER Í KAPPHLAUPI VIÐ AÐ NÁ FULLRI HEILSU FYRIR EM Ég held ég hafi bara aldrei lent í öðru eins HANDBOLTI Marcus Ahlm, einn besti línumaður heims og lykilmaður í sænska landsliðinu, varð fyrir því óhappi á dögunum að skera sig í puttann þegar hann var að reyna fyrir sér í eldhúsinu. Ahlm, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, var að skera niður avókadó-ávöxt þegar að hann skar sig í vísifingurinn. Ahlm hefur þó engar áhyggjur af því að missa af fyrsta leiknum á EM sem verður gegn Íslandi 17. janúar en það er þó ljóst að það er ekki gott fyrir línumann, sem reiðir sig á að grípa hvaða bolta sem er ef hann er með sár á fingrinum. - óój Svíar sjálfum sér verstir: Marcus Ahlm skar sig á putta KLAUFI Marcus Ahlm var nærri því búinn að skera af sér vísifingurinn. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.