Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 10. janúar 2008 45 Söngnám fyrir alla! VORNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Sponsored Digidesign School Barna- og unglinganámskeið sem er undirbúningur að skemmtiþætti fyrir sjónvarp Þetta námskeið vakti mikla lukku hjá okkur á síðustu önn og verður afraksturinn í sjónvarpinu fljótlega á þessu ári. Nú hafa Tónvinnsluskóli Þorvaldar Bjarna og Dansskóli Birnu Björnsdóttur tekið höndum saman um framhald á þessu stórskemmtilega námskeiði. Nemendur fá að syngja, dansa og leika í mörgum mismunandi atriðum undir handleiðslu krafmikilla leiðbeinanda í 10 vikur. Þegar atriðin eru fullæfð er farið í myndver og gerður sjónvarps- þáttur upp úr afrakstrinum og allir fá að vera með. Birgitta Haukdal verður umsjónarmaður þáttarins. * Einnig kennt í Lækjarskóla í Hafnarfirði Söngur og framkoma Þetta er í 7. sinn sem þetta skemmtilega námskeið er haldið, enda eru kennararnir ekki af verri kantinum þær Selma Björnsdóttir og Margrét Eir, landsfrægar leik- og söngkonur. Námskeiðið er tvískipt; annars vegar eru grunnþættir söngs og sviðsframkomu kenndir og hins vegar söngur í hljóðveri. Námskeiðið miðar að því að búa upprennandi söngvara undir þær kröfur sem gerðar eru til skemmtikrafta innan tónlistarbransans. Námskeiðinu lýkur með upptökum í hljóðveri Reykjavik Music Productions þar sem þáttakendur munu fá hljóðritaðan söng sinn á lagi að eigin vali. Þeir sem hafa lokið Söng- og framkomunámskeiði áður geta skráð sig á framhaldsnámskeið af þessu tagi hjá Selmu og Margréti Eir. Lengd námskeiðs: 10 vikur (1 klst. á viku) Aldur: 14 ára og eldri Námskeið fyrir lengra komna, söngvara, leikara og fyrirlesara Síðastliðið sumar útskrifaðist Margrét sem Linklater kennari í New York. Kristin Linklater sem tæknin er kennd við er ein af virtustu raddkennurum í Banda- ríkjunum. Bókin hennar Freeing the Natural Voice er notuð allstaðar í kennslu í háskólum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Aðferðin byggist upp á geta notað röddina án nokkurra hafta svo sem spennu í hálsi, kjálka eða tungu, vöðvaspennu, kvíða eða þar eftir götunum. Öndun, og líkamsliðkun er mikilvægur þáttur til að geta haft greiðari aðgang að tilfinningalega túlkun, og opnað fyrir ímyndunaraflið. Margrét mun kenna notkun þessarar tækni. Farið verður í gegnum æfingar, upphitanir til að styrkja röddin. Öndum, líkamsæfingar, túlkun, framkoma, og textameðferð er hlutir sem farið verður í. Þetta er námskeið fyrir þá sem þurfa að reiða sig á röddina í starfi og leik. T.d. Lögmenn, kennarar, fjölmiðlafólk, söngvarar og leikarar. Lengd námskeiðs: 10 vikur (2 klst. á viku) Aldur: 16 ára og eldri *Nánari upplýsingar á www.itr.is um möguleika Frístundakortsins 25.000 kr. niður- greiðsla fyrir þá sem geta notað Frístundakort ÍTR* Námskeiðin hefjast í febrúar. Kennt verður í Kópavogi og Grafarvogi í Snælands- og Foldaskóla eftir að venjulegum skólatíma líkur.* Skráningar á heimasíðunni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 534 9090 Leiðbeinendur á námskeiðum eru: Birgitta Haukdal, Birna Björnsdóttir, Margrét Eir, Selma Björnsdóttir og Erna Hrönn Ólafsdóttir. Selma Margrét Eir Erna Hrönn KÖRFUBOLTI Það verður stórleikur í DHL-Höllinni í kvöld þegar KR, liðið í 2. sæti, tekur á móti, Grinda- vík, liðinu í 3. sæti, í einum af úrslitaleikjum Iceland Express deildarinnar í vetur. Ef marka má fyrri leiki liðanna í vetur þá er vona á hröðum og skemmtilegum leik þar sem boðið verður upp á spennu fram á síð- ustu sekúndu. Liðin hafa þegar mæst tvisvar í vetur, Grindavík vann deildarleik liðanna í Grinda- vík, 109-100 en KR-ingar höfðu betur 104-103 í 16 liða úrslitum bikarsins en þá var spilað í DHL- Höllinni líkt og í kvöld. Í báðum þessum leikjum tóku liðin saman rétt tæplega fjögur skot á hverri spilaðri mínútu og það má því búast við hröðum leik og miklu stigaskori í kvöld. Jeremiah Sola er mættur í Vest- urbæinn og spilar sinn fyrsta leik í KR-búningnum síðan að hann skoraði 24 stig, tók 15 fráköst og gaf 5 stoðsendingar þegar KR- ingar tryggðu sér Íslandsmeist- aratitilinn í fyrravor. Sola kom í staðinn fyrir Jovan Zdravevski sem leikur jafnframt sinn fyrsta leik með Stjörnunni sem tekur á móti Fjölni á sama tíma í kvöld. Þetta verður þriðji leikur Jov- ans gegn Fjölnismönnum í vetur en hann var með 11,5 stig á 19,5 mínútum í hinum tveimur. Hann mun nú spila aftur með Dimitar Karadzovski en saman áttu þeir sextán 40 stiga leiki í deildar- keppninni þau tvö tímabil sem þeir léku saman með Skallagrími. Aðrir leikir kvöldsins verða í Hveragerði þar sem Hamar tekur á móti Skallagrími og í Njarðvík þar sem Þórsarar eru í heimsókn. Þetta verður fjórði útileikur Akur- eyringa í röð sem hafa ekki spila deildarleik á Akureyri síðan 18. nóvember. - óój Von er á mörgum stigum og spennu í toppslag Iceland Express-deildarinnar: Sola byrjar á stóru prófi með KR FAGNAÐI SÍÐAST Jeremiah Sola fagnaði Íslandsmeistaratitlin- um eftir síðasta leik sinn í KR- búningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FÓTBOLTI Newcastle ákvað í gær að reka stjórann Sam Allardyce úr starfi eftir aðeins átta mánuði við stjórnvölinn. Samkvæmt tilkynningu komust félagið og Allardyce að sameiginlegri niðurstöðu. „Ég er svekktur að yfirgefa félagið en ég óska félaginu alls hins besta,“ sagði Allardyce í yfirlýsingu en hann stýrði Newcastle í aðeins 24 leikjum en liðið er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Nigel Pearson, þjálfari aðalliðsins, mun stýra liðinu tímabundið þar til nýr stjóri finnst. Alan Shearer, fyrrum fyrirliði félagsins, er sterklega orðaður við stöðuna. - hbg Tíðindi hjá Newcastle: Sam Allardyce rekinn SAM ALLARDYCE Náði engu flugi með Newcastle og var rekinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Enski deildarbikarinn: Arsenal-Tottenham 1-1 0-1 Jermaine Jenas (37.), 1-1 Theo Walcott (79.). Iceland Express-deild kvk: Fjölnir-Grindavík 68-79 Stig Fjölnis: Slavica Dimovska 26, Gréta Grétars- dóttir 19, Eva Emilsdóttir 10, Erla Kristinsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 5, Efemía Sigurbjörnsd. 2. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 23, Joanna Skiba 17, Petrúnella Skúladóttir 12, Jovana Stef- ánsdóttir 10, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Ólöf Páls- dóttir 4, Íris Sverrisdóttir 4, Alma Garðarsdóttir 3. Hamar-Haukar 69-73 ÚRSLIT FÓTBOLTI Arsenal tók á móti Tottenham á Emirates-vellinum í gær en viðureignin var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Ungt lið Arsenal hefur verið að gera góða hluti í keppninni og Spurs þorði því ekki öðru en að stilla upp sínu sterkasta liði gegn Arsenal-guttunum. Jermaine Jenas kom Spurs yfir í fyrri hálfleik en Theo Walcott jafnaði með skrautlegu marki ellefu mínútum fyrir leikslok. Fleiri mörk voru ekki skoruð og því stefnir í spennandi seinni leik hjá liðunum. - hbg Enski deildarbikarinn: Jafnt hjá Spurs og Arsenal MAR Jermaine Jenas fagnar hér marki sínu með Aaron Lennon. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.