Fréttablaðið - 16.02.2015, Side 4

Fréttablaðið - 16.02.2015, Side 4
16. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LÖGREGLUMÁL Maður barði konu Maður á fimmtugsaldri lagði hendur á fyrrverandi sambýliskonu sína á fertugsaldri í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var farinn af vett- vangi þegar lögreglu bar að og meiðsli konunnar ekki sögð þess eðlis að hún hafi þurft að leita læknis. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort mað- urinn hafi verið handtekinn. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Lyfjaval.is • sími 577 1160 20% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í febrúar. Lyfjaauglýsing SAMFÉLAG Fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða, Út að borða fyrir börnin, fór af stað í fimmta sinn í gær og stendur til 15. mars. Veitingastaðirnir sem styðja átakið gera það með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Í fréttatilkynningu frá stjórn Barnaheilla kemur fram að aldrei hafi fleiri veitingastaðir tekið þátt í átakinu, en þeir séu 25 í ár. - ngy Gegn ofbeldi í fimmta sinn: Út að borða fyrir börnin Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ÁFRAM KAFLASKIPT Í dag má búast við SV-átt og éljum sunnan- og vestantil og kólnandi veðri. Lægir í kvöld en hvessir af suðaustri með úrkomu eftir hádegi á morgun. Úrkomulítið verður norðaustanlands næstu daga. Hlýnar á miðvikudag. -3° 8 m/s -3° 5 m/s -2° 9 m/s 1° 16 m/s Hægur vindur í fyrstu en hvessir af suðaustri er líður á daginn. Víða 3-10 m/s, hvass ast A-til. Gildistími korta er um hádegi -7° 22° 0° 8° 17° -1° 7° 2° 2° 20° 9° 14° 20° 10° 8° 4° 2° 5° -2° 9 m/s -1° 13 m/s -2° 12 m/s -1° 11 m/s -2° 8 m/s -1° 9 m/s -10° 12 m/s -1° 4° -2° 1° -3° 3° -4° 1° -3° 2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í Hafnar firði aðfaranótt sunnu- dags eftir að hafa ráðist á son sinn á unglingsaldri. Unglingspilturinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en hann var skorinn á höndum. Fleiri börn voru á heimilinu en lögregla flokkar málið sem heim- ilisofbeldi. Faðirinn varði nótt- inni í fangageymslum og beið yfirheyrslu þar til „ástand hans“ gæfi tilefni til. Honum var sleppt úr haldi í gær, en félagsþjónusta Hafnarfjarðar metur hvort hafa þurfi frekari afskipti af fjölskyld- unni. - ktd, bo Handtekinn í Hafnarfirði: Faðir skar son á unglingsaldri 21,3 prósent kvenna á vinnumarkaði störfuðu árið 2014 hjá stofnunum eða fyrirtækjum tengdum kennslu- eða fræðslustarfsemi, en aðeins 5,9 prósent karla á vinnumarkaði störfuðu í þessum geira atvinnu- lífsins. Árið 1999 unnu tæplega 9 prósent kvenna á vinnumarkaði við þessi störf en tæplega 5 prósent karla. LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið Týr kom til hafnar í Augusta á Sikiley með 284 flóttamenn um borð um kvöldmatarleytið í gær. Skipverjar á Tý björguðu 184 flóttamönnum úr tveimur gúmmíbátum djúpt norður af Líbíu laugardagskvöld. Þá voru teknir um borð til aðhlynningar 100 flóttamenn sem ítalskt varð- skip hafði bjargað. Á meðan skipverjar Týs unnu við að bjarga 71 karli, tveim konum og einu barni úr fyrri gúmmíbátnum, barst neyðarkall frá öðrum litlum gúmmíbát. Þar voru um borð 92 karlar og 18 konur, þar af ein barnshafandi. Landhelgisgæslan segir alla flóttamennina 284 hafa verið íi góðu skjóli innandyra um borð í Tý, en fólkið hafi verið skelkað eftir að hafa siglt á þessu erfiða hafsvæði á litlum opnum bátum. Einar Heiðar Valsson, skipherra á Tý, sagði í samtali við fréttastofu að verkefnið væri mikil reynsla fyrir áhöfnina. ,,Þetta er yfirleitt ekki enskumælandi fólk og samskiptin því erfið en það hefur þó gengið tiltölulega vel,“ sagði Einar um samskipti áhafnarinnar við flóttafólkið. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar hefur fjölda fólks hafa verið bjargað á svæðinu síð- ustu daga. Svo virðist sem mikið flæði flótta- fólks sé nú frá Líbíu áleiðis til Ítalíu. - ngy KONU HJÁLPAÐ UM BORÐ Varðskipið Týr verður áfram við björgunar- störf á næstunni. MYND/LHG Varðskipið Týr sinnti björgunaraðgerðum djúpt norður af Líbíu og bjargaði hundruðum flóttamanna: Flóttamönnum bjargað við strendur Líbíu LÖGREGLUMÁL Kona, sem grun- uð er um að hafa banað sambýlis- manni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugar- dag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæslu- varðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögregl- unni barst tilkynning um manns- lát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkis- borgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkra- bílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist upplýsing- ar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skær- um eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýr- ir rannsókninni, hefur lögregl- an ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rann- sókn málsins er á frumstigi. Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í sam- tali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lok- inni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurð- ur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um mann- dráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmál- ið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eigin- kona hans fannst látin á heim- ili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli. andri@frettabladid.is / thorbjorn@frettabladid.is LEIDD FYRIR DÓMARA Kona sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana um helgina var færð fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness klukkan þrjú í gærdag þar sem kveðinn var upp yfir henni gæsluvarðhaldsúrskurður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kona á sextugsaldri í gæslu- varðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með egg- vopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. Konan var á staðnum þegar lögregla mætti á laugardag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.