Fréttablaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 2
Suðvestan og vestan 15-23 m/s, hvassast syðst á landinu, víða skúrir eða slydduél, en hægara og bjart með köflum fyrir austan. Kólnandi veður þegar líður á daginn, fyrst norðvestantil og fara þá skúrirnir yfir í él. Sjá Síðu 18 Veður félagSmál Lýðheilsusetrið Ljós- brot er nýtt fyrirtæki sem býður ungu fólki á aldrinum 18 til 25 ára dagsmeðferð eða endurhæfingu. Prógrammið byggir á HOLOS-kerf- inu sem lítur til manneskjunnar í heild sinni. Mikill áhugi er á því að sögn Elísabetar Gísladóttur, fram- kvæmdastjóra Lýðheilsusetursins, bæði af hálfu ungs fólks sem vantar aðstoð og fagfólks sem vill hjálpa. Elísabet stofnaði Lýðheilsusetrið ásamt Ölmu Rut Lindudóttur  og Kolbrúnu Ingibergsdóttur, allar höfðu þær unnið í Götusmiðjunni. Hugmyndin að prógramminu spratt upp þegar þeim varð ljóst að ekkert tæki við krökkum að vímuefnameð- ferð lokinni. „Þau eru full af von og langar að takast á við lífið. Oft á tíðum eru þetta krakkar sem eru af annarri og þriðju kynslóð svokallaðra „kerfis- fræðinga“, sem þekkja ekki mikið annað heldur en að þurfa á félags- hjálp að halda,“ segir Elísabet. Markmiðið með prógramminu er að brjóta vítahringinn. Lýðheilsusetrið er til húsa í Síðu- múla og býður upp á  þrjár átta vikna lotur sem eru miskrefjandi. „Við sækjum þau á morgnana, og þau fara í prógramm þar sem þau fá bæði sálgæslu, áfallahjálp og með- ferð við fíkn. Síðan styðjum við þau með áherslu á næringu, hreyfingu, líðan og lífsstíl sem fylgir lýðheilsu- legu markmiði,“ segir Elísabet. Þátttakendum  er meðal annars boðið upp á fjármálalæsi, líkams- rækt, listþerapíu, og náms- og starfs- ráðgjöf sem metur áhugasvið þeirra. „Það er markmið okkar að þau verði sjálfbær eftir að þau koma frá okkur,“ segir Elísabet. Hún bætir við að þátttakendur hafi áhrif á að móta prógrammið. „Það eru margir sem koma að þessum pakka til að gera hann heilan og hann verður alltaf í þróun til að mæta nýjum kröfum.“ Þjónustan er ekki einungis í boði fyrir ungt fólk með vímuefnavanda, heldur einnig fyrir krakka sem hafa til dæmis dottið út úr framhaldsskóla. „Þjónustan er formlega að fara af stað um þessar mundir, en nú þegar eru fimm einstaklingar á fjórðu viku í lotunni,“ segir Elísabet. Yfir þrjátíu sjálfboðaliðar, meðal annars læknar, áfengisfræðingar og félagsráðgjafar koma að starfsem- inni. Lýðheilsusetrið er fjármagnað af styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Næsta skref er að kynna starfsemina fyrir sveitarfélögum og ríkinu og leita til samninga við þau. saeunn@frettabladid.is Götusmiðjukonur gera unga í vanda sjálfbæra Þrír fyrrverandi starfsmenn Götusmiðjunnar hafa komið á fót úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Byggt er á kerfi sem lítur til manneskjunnar í heild. Í boði er meðal annars áfallahjálp, meðferð við fíkn og leiðsögn í fjármálalæsi  Hellisbúinn selur hangilæri Stærsti matarmarkaður landsins, Matarmarkaður Búrsins, fór fram í Hörpu um helgina. Eiður E. Kristinsson var staddur á markaðnum og seldi kjötvörur úr búi sínu undir merkinu Hellisbúinn Hrólfsstaðahelli. Meðal þess sem hann var að selja var hangilæri. Fréttablaðið/SteFán Varnarmál David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, hyggst leggja tillögu fyrir breska þingið á næstu dögum um loftárásir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi. Áætlað er að árásirnar hefjist fyrir jól samkvæmt heim- ildum Telegraph. Í frétt á vef blaðsins kemur fram að Cameron muni fara til Parísar í dag til að ræða hernaðaráætlunina við François Hollande Frakklands- forseta. Þá mun Vladimir Pútín Rússlandsforseti fara til Íran til að ræða ástandið við yfirvöld þar. Í kjölfarið mun Hollande svo halda til fundar við Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington til að ræða hertar aðgerðir Banda- ríkjanna gegn ISIS. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti einróma í vikunni að stórefla aðgerðir gegn ISIS eftir hryðjuverkaárásirnar í París. Þá hélt Obama Bandaríkjafor- seti blaðamannafund í Malasíu í gær þar sem hann sagði að alþjóð- legt bandalag gegn ISIS myndi ekki gefast upp fyrr en samtökin hefðu verið upprætt. Þá ítrekaði  hann afstöðu sína um að Bandaríkin tækju við Sýr- lenskum flóttamönnum og minnti á að þeir væru einfaldlega venju- legt fólk í leit að öruggu skjóli.  - sg, srs Bretar ætla að hefja loftárásir fyrir jól David Cameron leggur tillögu fyrir breska þingið á næstu dögum um loft- árásir gegn iSiS. nOrDiCPHOtOS/aFP menning Bæjarráð Hveragerðis- bæjar samþykkti á fimmtudag- inn að úthluta lóðinni Austur- mörk 6, 8 og 10 til umráða undir safn um íslenska hestinn. „Mjög flott hugmynd sem ég efast ekki um að verður vinsæl á meðal ferðamanna, íslenskra sem erlendra,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri Hvera- gerðisbæjar, á bloggsíðu sinni. Áður voru uppi áform um að byggja björgunarmiðstöð á lóð- inni á Austurmörk en ekki verður af því. Bæjarráð samþykkti því að úthluta Sigurbirni Viktorssyni og Viktori Sveinssyni lóðinni þegar formleg umsókn og tilskilin gögn liggja fyrir sem á að vera í síðasta lagi 1. desember. - sg Íslenskir hestar fá sitt eigið safn í Hveragerði lýðheilsusetrið ljósbrot býður ungu fólki sem glímir við margs konar vanda náms- og starfsráðgjöf. Fréttablaðið/VilHelm Oft á tíðum eru þetta krakkar sem eru af annarri og þriðju kynslóð svokallaðra „kerfis- fræðinga“, sem þekkja ekki mikið annað heldur en að þurfa á félags- hjálp að halda. Elísabet Gísladóttir, framkvæmdastjóri Lýðheilsusetursins. 2 3 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.