Fréttablaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.11.2015, Blaðsíða 4
Enn snjallara heyrnartæki heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Nýja Beltone Legend heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Pantaðu ókeypis heyrnarmælingu í síma 568 7777 og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýriker. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypisheyrnarmælingsíðan 2004 Kjaramál Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. Aðalágreiningsefnið er að sögn Ólafs Teits Guðnasonar, talsmanns Rio Tinto Alcan, að álverið í Straums- vík sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki á Íslandi, varðandi mögu- leika til þess að bjóða út hluta starf- seminnar, eins og mötuneyti og þvottahús. Það  sé samkvæmt sér- stökum ákvæðum í kjarasamningum sem eru síðan 1972, og engin önnur fyrirtæki á Íslandi búi við.  Ef ekki tekst að semja byrja þeir að slökkva á fyrsta kerinu í álverinu strax annan desember. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar stéttarfélaga í álverinu, segir að ekkert hafi gerst á fundinum  síðasta þriðjudag, en vonast til að samningar náist á fund- inum á morgun. „Ég horfi til þess að það verði samið við launþega fyrir Straumsvík eins og annars staðar í samfélaginu,“ segir Gylfi. Gylfi segir að útboð þjónustu verði ekki tekið fyrir á fundinum á þriðjudaginn. „Við höfum hafnað því alfarið. Við höfum samningsréttinn fyrir öll þessi störf. Eins og er verið að semja um í samfélaginu í dag, og þetta SALEK samkomulag og svo framvegis gerir ekki ráð fyrir því að starfsmenn þurfi að semja einhvern hluta af sinni starfsemi fyrir lægri kjör. Þannig að við erum ekki að ræða það.“ - sg Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Álverið í Straumsvík er með 480 ker. Fréttablaðið/birgir ÍSleiFur náttúra Rannsóknarniðurstöður sýna að hafið við Ísland er mikilvægt beitarsvæði fyrir Atlantshafslaxinn, sérstaklega fyrir lax frá Bretlands- eyjum og suðurhluta Evrópu. Nýlega kom út grein í vísinda- ritinu ICES Journal of Marine Science um uppruna og lífssögu 186 laxa sem veiddust á Íslandsmiðum sem meðafli í makrílveiðum í íslenskri fiskveiði- lögsögu árin 2007 til 2010. Nýttur var gagnagrunnur um erfðir laxastofna í 284 evrópskum ám til að greina með erfðatækni uppruna laxa í veiðinni. Í ljós kom að 68 prósent sýnanna voru rakin til suðursvæðis Evrópu (meginlands Evrópu og Bretlands- eyja), 30 prósent voru frá norðurhluta Evrópu (Skandinavíu og Rússlandi) en einungis tvö prósent laxanna voru frá Íslandi. Niðurstöðurnar benda til þess að hafsvæðin suður og austur af Íslandi séu mikilvæg beitarsvæði fyrir Atlantshafslaxinn, sérstaklega fyrir lax frá Bretlandseyjum og suðurhluta Evrópu. Lágt hlutfall laxa af íslenskum uppruna kom á óvart og bendir til að íslenskur lax noti önnur beitarsvæði, en einnig eru íslenskir laxastofnar ekki stórir í samanburði við allan laxastofninn í Norður Atlantshafi. Greinina rituðu vísindamenn á Veiðimálastofnun, Matís og Haf- rannsóknastofnun. Fyrsti höfundur er Kristinn Ólafsson en greinin er hluti af doktorsverkefni hans en frá Veiðimálastofnun tóku Sigurður Már Einarsson og Sigurður Guðjónsson þátt í verkefninu.  - shá Hafið við Ísland beitarland fyrir lax hvaðanæva að lax sem veiddist með makríl var úr útlendum ám. mynd/naSF Heilbrigðismál „Ef versta mögu- lega niðurstaðan kemur út úr þessu máli og hjúkrunarfræð- ingurinn á gjörgæslunni verður fundinn sekur um manndráp af gáleysi þá er ég fullviss um að það verði til þess að mistök á spítal- anum verði þögguð niður,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga á Landspítalanum. „Starfsfólkið hefur sagt það við okkur beint.“ Síðustu þrjú ár hafa stjórn- endur spítalans unnið að eflingu öryggismenningar og tekið upp rótargreiningu á atvikum. Þar er treyst á að starfsfólk tilkynni öll mistök og atvik til þess að læra megi af þeim. Í ár hafa tíu rótar- greiningar verið gerðar á alvar- legum atvikum á spítalanum sem er mikil fjölgun frá síðustu tveimur árum. Umræða um dóms- mál hjúkrunarfræðingsins hefur því greinilega ekki enn haft áhrif á fjölda tilkynninga þótt starfsfólk sé uggandi. Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar, segir ástæðu fjölgunar vera að rótar- greining hafi sannað gildi sitt. Starfsfólk sé hreinlega farið að óska eftir því að mál séu rann- sökuð. Ef fangelsisdómur verði að nýjum veruleika heilbrigðisstarfs- fólks muni það líklega breytast. „Fólk er ekki bara að hugsa um sjálft sig. Það mun einnig þagga niður mistök annarra þar sem enginn vill bera ábyrgð á að koma samstarfsfélaga inn í réttarsal,“ segir Sigríður. Ólafur og Sigríður segja öryggis- menningu spítalans ekki ganga út á að finna sökudólga. Það stangist aftur á móti við vinnulag lögreglu og lagaumhverfi. Til þess að hægt sé að bæta spítalann og koma í veg fyrir þöggun þurfi að verða breyting þar á. Þau nefna samstarf lögreglu við Embætti landlæknis við rannsókn mála til að nauðsynleg sérfræði- þekking sé til staðar. Einnig að skerpa þurfi á lagarammanum utan um rannsókn mála svo skýrt sé hvaða mál beri að tilkynna til lögreglu. Að mati Sigríðar er þó mikilvægast að hegningarlögum verði breytt þannig að hægt sé að ákæra út frá sameiginlegri refsi- ábyrgð. „Niðurstaða okkar á öllum rannsóknum atvika hefur verið sú að keðja atburða olli mistökum og að ekki sé hægt að benda á einn sem brást. En það er ekki heimild í lögum að lögsækja einfaldlega spítalann fyrir að hafa brugðist. Dómskerfið snýst um að finna sökudólg og eina leiðin til að fara af stað með dómsmál er að ákæra starfsmann,“ segir Sigríður en bendir jafnframt á að auðvitað sé heilbrigðisstarfsfólk ekki undan- þegið lögum en að ramminn þurfi að vera skýr. Ólafur kallar eftir auknum skilningi á mikilvægi þess að alvarleg atvik í heilbrigðisþjón- ustu verði ekki þögguð niður. Hann myndi vilja sjá sambærilega meðferð á þeim og samgönguslys- um og vísar þar til rannsóknar- nefndar samgönguslysa. Þar er sú stefna höfð að finna ekki sökudólg heldur greina mistökin nákvæm- lega. Menn geta talað við nefndar- menn í trúnaði án þess að vera dregnir til ábyrgðar og dómstólar hafa ekki aðgang að niðurstöðum nefndarinnar. „Spítalar eru hættulegir og þar verða mistök. Það er staðreynd. Hvað ætlum við að gera í því? Greina raunverulegar orsakir alvarlegra atvika. Það er for- senda þess að unnt sé að vinna að markvissum umbótum. Við óttumst að óskýr lagarammi í kringum öryggisvegferð okkar stefni henni í voða,“ segir Ólafur. erlabjorg@frettabladid.is Dragi frekar sjálfan spítalann fyrir dóm heldur en starfsfólk Starfsfólk Landspítalans segir þöggun um mistök óhjákvæmilega ef tilkynning um þau leiði til þess að fólk endi í réttarsal. Stjórnendur vilja lagaumhverfi sem styður öryggismenningu í stað þess að elta sökudólga. Sigríður og Ólafur segja sameiginlega refsiábyrgð eiga betur við mál hjúkrunar- fræðingsins, þar sem landspítalinn ætti frekar að vera dreginn fyrir dóm en að ein manneskja sé látin bera ábyrgð á mistökum margra. Fréttablaðið/gVa Fólk er ekki bara að hugsa um sjálft sig. Það mun einnig þagga niður mistök annarra þar sem enginn vill bera ábyrgð á að koma samstarfsfélaga inn í réttarsal. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Við óttumst að óskýr lagarammi í kringum öryggisvegferð okkar stefni henni í voða. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga. 20 alvarleg atvik hafa verið rannsökuð síðustu þrjú ár. Tíu á þessu ári. gjafir Jólagjöfin í ár er þráðlausir hátalarar eða heyrnartól. Þetta er niðurstaða jólagjafavalnefndar Rann- sóknarseturs verslunarinnar. Í rök- stuðningi segir að með þráðlausum hátölurum eða heyrnartólum sé hægt að njóta tónlistar, bókmennta eða kvikmynda í meiri gæðum en ella. Jólagjöfin í fyrra var nytjalist og þar áður lífsstílsbók. Rannsóknarsetur verslunarinnar segir heildarveltu í smásöluverslun nálgast óðum þær hæðir sem hún náði velmegunarárið 2007, þótt enn sé hún um 11 prósentum minni að raunvirði. Spáð er að velta í smásölu- verslun í nóvember og desember auk- ist um sjö prósent milli ára og verði um 89 milljarðar króna.  - jhh Spá þráðlausum jólagjöfum í ár Spáð er aukinni jólaverslun. mynd/getty DanmÖrK Þegar starfsmenn danska matvælaeftirlitsins brugðust við ábendingu um grunsamlegan lager á bak við gamla Carlsberg-verksmiðju í Valby rákust þeir á tvo unga Rúmena sem endurpökkuðu gömlu sælgæti og settu miða með nýjum endingartíma á glæra plastkassa sem þeir höfðu troðið sælgætinu í. Ljósmyndari Jótlandspóstsins var með í för og á mynd sem hann tók má sjá að gömlu kassarnir eru merktir með heitinu Katjes. Í frétt Jótlands- póstsins er haft eftir starfsmanni mat- vælaeftirlitsins að ungu mennirnir hafi kastað af sér þvagi í einn glæru kassanna. Ekki hafi verið möguleiki til að þvo sér um hendur. Í húsnæðinu voru 30 tonn af gömlu sælgæti. - ibs Gamalt sælgæti endurmerkt og pissað í plastílát 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m á n U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.