Fréttablaðið - 23.11.2015, Qupperneq 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900
Falleg glös gleðja augað
Á síðustu tveimur mánuðum hafa hryðjuverkasam-tökin sem kenna sig við íslamskt ríki, Daish, lýst ábyrgð á nokkrum stórum hryðjuverkaárásum.
Þetta eru sprengjutilræði í Ankara, Beirút, fjöldamorð
í Túnis, tortíming rússneskrar farþegaþotu og nú síðast
fjöldamorð í París. Eru þá ótalin öll ódæðisverk þeirra í
Sýrlandi og Írak. Þótt tala fallinna í árásunum sé skelfileg
er hún dropi í haf mannfallsins í styrjöldum sem geisað
hafa í Miðausturlöndum og hafa með beinum og
óbeinum hætti leitt til þessara hryðjuverkaárása.
Innrásin í Írak 2003 er einhver stærstu mistök í sögu
vestrænnar utanríkisstefnu. Upplausnin sem af því
leiddi gat af sér þessi illræmdu hryðjuverkasamtök og
ýtti undir borgarastríðið í Sýrlandi. Út úr því öngstræti
átaka ólíkra vígahópa verður ekki komist nema með
pólitískum leiðum. Öll stórveldi á svæðinu verða tafar-
laust að hætta að hugsa fyrst og fremst um að ná fram
eigin markmiðum og láta af því að vígbúa stríðandi
fylkingar.
Hryðjuverkaárásirnar í París mega ekki verða til
þess að stríðshrjáð og landflótta fólk verði fyrir aðkasti
í Evrópu eða að stjórnvöld noti þau sem átyllu til að
skjóta sér undan sammannlegri ábyrgð sinni á að hjálpa
fólki í neyð. Samfélög Vestur-Evrópu verða jafnframt
að vera meðvituð um þá hættu sem það hefur í för með
sér ef einstakir þjóðfélagshópar eru jaðarsettir og eiga
minni möguleika en aðrir, t.d. til menntunar og atvinnu,
vegna fordóma og bágrar félagslegrar stöðu.
Raddir þeirra sem nota hryðjuverk og ótta til að
réttlæta aðskilnað og sundurgreiningu hópa sem búa
saman í samfélagi mega ekki verða ofan á. Með því að
taka undir slíkan málflutning er í raun verið að fallast
á sjónarmið ofstækismanna, hvaða nöfnum sem þeir
nefnast. Sigurinn í baráttu gegn hryðjuverkum vinnst
ekki með hernaði. Hann vinnst ekki heldur með víg-
væðingu lögreglunnar, víðtækum njósnum um borgar-
ana eða hertu landamæraeftirliti. Hann vinnst með því
að styrkja menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarkerfi
og tryggja öllum þjóðfélagshópum þátttöku í lýðræðis-
legu samfélagi.
Þorum að velja frið
Steinunn Þóra
Árnadóttir
alþingismaður
Vinstri hreyfing-
arinnar – græns
framboðs
Sigurinn í
baráttu gegn
hryðju-
verkum
vinnst ekki
með hernaði.
Frá degi til dags
Blessunarlega þekkja margir Íslend-ingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kyn-slóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum
og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðins-
árin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim
sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri.
Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki
hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með
reisn og við sómasamleg kjör.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags
eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum
blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjár-
hagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri
borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri
borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að
almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt
þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á
einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir ein-
hleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk
greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og
klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar sam-
göngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar.
Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda
hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja
aðra.
Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í
íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur
ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri
borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar
fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild.
Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálf-
sprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem
hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur
þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og með-
vitaðra ákvarðana.
Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu
verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú
ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til
þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir
hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir
heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var
aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um
bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem
boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í
raun engu breyta um aðstæður þessa fólks.
Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú
skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunar-
beiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk
einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið
frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því
virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart
lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti
ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum
efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt
þeim að skammast sín.
Smánarblettur
Alþingi
Íslendinga og
ríkisstjórnir
fyrr og nú
skulda eldri
borgurum í
landinu bæði
afsökunar-
beiðni og
leiðréttingu.
Allir búnir að gleyma
Stoltenberg?
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sagði meðal annars í
útvarpsviðtali í gær að: „Hvort
sem að frjálslyndum öflum svo
kölluðum líkar það betur eða ver,
þá er það núna orðið viðfangsefni
kjörinna fulltrúa víða í Evrópu,
að koma í veg fyrir að venjulegt
fólk sé drepið.“ Hugsanlega er
hann með þessu genginn í raðir
stjórnmálamanna á borð við Hol
lande og Cameron sem boða lítið
annað en vopnaskak. Orð Jens
Stoltenberg eftir árás öfgamanns
á þjóð hans virðast fallin í
gleymsku: „Svarið við árásunum
er meira lýðræði og opnara sam
félag.“
Að hætti kerlinga 8. áratugarins
Sigríður Á. Andersen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein
í Moggann um atriði Hagaskóla
í Skrekk. Hún segir það flott en
þó sé það „gegnsýrt af staðal
ímyndum kvenréttindabaráttu
8. áratugarins“. Sigríði finnst ekki
mikið koma til skilaboða stúlkn
anna og segir að textinn virðist
frekar hafa oltið upp úr kerlingum
á hennar aldri en 15 ára stúlkum.
Atriði stúlknanna var vafalaust
innblásið af umræðu um bága
meðferð kynferðisbrota á landinu
undanfarnar vikur. Sigríði má mis
líka boðskapur grunnskólanem
anna en vonandi er hún sammála
því að jafnréttisbaráttan á langt í
land innan réttarkerfisins.
stefanrafn@frettabladid.is
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN