Alþýðublaðið - 27.04.1925, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.04.1925, Blaðsíða 1
Reykjavík 21. upríl 1925. Félagi! Verktýðsfétögin hér í Reykjavík hafa ákveðið að halda 1. Maí hátíðlegan, eins og alþýðan nú gerir um allan heim, til pess að bera fram kröfur sínar um þjóðskipulagsbreytingar og mótmœli gegn ofríki og rangsleytni hinnar ráðandi stéttar. Þenna dag sýnir alþýðan andstœðingum sínum herafla sinn og gerir um leið liðkönnun. Ríður því á miklu að allir alþýðumenn og alþýðukonur og allir, sem þeim fylgja að málum, gangi í fylkinguna. Að þessu sinni hefir íslenzk alþýða auk þess alveg sérslaka ástœðu iil alvarlegra mótmœla gegn athœfi yfirráðastéttarinnar, íhaldsins og landsstjórnar þess. Nægir í því eýni að benda á ríkislögreglumálið, gerðardómsmátið, einka- sölu- og skatiamálin og meðferð alþingis á fátœkra- og tryggingarmálunum, frumvarpi um iakmórkun næturvinnu og öllum hagsbótamálum alþýðunnar. Það eru því alvarleg tilmœli okkar fyrir hönd verklýðsfélaganna, að hver einasti félagsmaður og félagskona leggi niður vinnu og taki þátt í funda- höldum og kröfugöngu alþýðunnar 1. Maí og taki með sér skyldulið silt og kunningja. Alþýðan á að ráða lögum í landi voru og um allan heim. Hún er hin síarfandi stétt og langmestur hluti landsbúa. Aðeins samtakaleysi hennar hindrar hana í að taka völdin í sínar hendur nú þegar. Alþýðumenn og alþýðukonur! Sameinist! Komið saman 1. Maí, berið fram, öll sem einn, kröfur ykkar og mótmœli. Sameinaðir stöndum vér. Tilhögun hátíðahaldanna verður auglýst i Alþýðublaðinu. Með félagskveðju. í 1. Maí nefnd Felix Guðmundsson. Björn J. Blöndal. Jóhanna Egilsdóttir. ólafur Friðriksson. Guðmundur Oddsson. Sigurjón Á. Ólafsson. Jónína Jónatansdóttir. Haraldur Guðmundsson. Magnús V. Jóhannesson. Héðinn Valdemarsson. Jón Back. Guðmundur Einarsson. Guðrún Runólfsdóttir. Guðrún Sigurðardóttir. Þjóðbförg Jónsdóttir. Þorkell Gíslason. Jónbjörn Gíslason. Rósenkranz ívarsson. Sigurður Pálmason. Vilhfálmur S. Vigfússon. Sigurgeir Björnsson. Guðjón Benediktsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.