Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 3
FRETTIR FRA BASUM Nýársfagnaður. Félagafjölgun. Frá ísafirði er allt gott að frétta, undirbúningur fyrir komandi umdæmisþing gengur vel og er í góðum höndum þing- nefndar. Búið er að ganga frá öllu því húsnæði sem til þarf. Verið er að setja saman dag- skrá galakvölds og þings. Klúbbar eru hvattir til að senda kjörbréf sem fyrst. Af klúbbstarfsemi er það að frétta að skötuverkun gekk vel og sala var framar vonum. en ekki fer neinum sögum af innheimtum. I ársbyrjun héldum við nýárs- fagnað eldri borgara, þar buðum við upp á veitingar og dans á eftir. í byrjun febrúar tóku félagar sig til og hreinsuðu dúka af gólfum í húsnæði klúbbsins, réttu af gólfhalla og lögðu nýtt parkett á gólfið. Auk þess sem loft og veggir voru málaðir. Verkið var svo fullkomnað með uppsetningu á nýju hljóðkerfi sem minningar- sjóður gaf klúbbnum í minn- ingu látina félaga. Ólafur Prebensson Fjölmiðla- fulltrúi Bása Umdæmisstjóri og Kristján forseti. FRÉTTIR FRÁ KIWANISKLÚBBNUM DRANGEY Ný stjórn tók við á stjórna- skiptafundi 30. september. Nýr forseti Jón Ingi Sigurðs- son, tók við af Eyþóri Einars- syni sem gegnt hafði starfinu. Starfið í Drangey hefur verið með hefðbundnum hætti í vetur. Vegna lélegs mætinga- hlutfalls á síðasta starfsári var ákveðið í byrjun vetrar að taka þá félaga af skrá sem ekki höfðu tekið þátt í starfi klúbbsins undanfarin ár. Fækkaði félögum við þetta um fjóra. A móti hafa tveir nýir félagar gengið í klúbbinn. Þrír félagar voru með 100% mætingu á síðasta vetri og voru þeim afhentar viður- kenningar í október. Voru það Gunnar Pétursson, Leó Viðar Leósson og Pálmi Ragnarsson. í nóvember var farið í heim- sókn til verksmiðju FISK- Seafood hf. á Sauðárkróki, en það er ein fullkomnasta fiskvinnsla á landinu. Leiddu þeir Jón Eðvald Friðriksson forstjóri og Tómas H. Ardal yfirverkstjóri Drangeyjarfélaga um verksmiðjuna. I lok skoðunarferðarinnar var boðið upp á fiskrétti sem unnir voru úr hráefni úr skipum félagsins. Jón Eðvald fræddi síðan félaga um fyrirtækið, sögu þess og starfsemi. I desember var Kiwanishús Drangeyjarfélaga málað að innan. Var tækifærið nýtt til að dytta að ýmsu öðru smálegu í leiðinni. Stefnt er að því að mála húsnæðið að utan í vor eða sumar. A jólafundi í desember var Jón A. Baldvinsson vígslubiskup að Hólum ræðumaður. Einnig sagði Björn Magnússon ferða- sögu frá hreindýraveiðum á Lapplandi Skötuveisla var haldin að venju og mættu 40 manns. í febrúar fóru félagar til Akureyrar og sáu leikritið Fullkomið brúðkaup, sem hefur slegið öll aðsóknarmet hjá Leikfélagi Akureyrar. Þorrafundur var í byrjun febrúar og var Hilmir Jóhannesson ræðumaður. Á döfinni er að Drangeyjar- félagar aðstoði við Boccia mót Grósku, íþróttafélags fatlaðra á Sauðárkróki og að koma út Þjónustu- og viðskiptaskrá Skagafjarðar sem verið hefur ein helsta tekjulind klúbbsins undanfarin ár. Mæting hefur verið með besta móti í vetur, og er greinilegt að sú nýbreytni sem tekin var upp á síðasta vetri um að færa fundi frá föstudögum fram á miðvikudaga hefur gefist vel. Með Kiwaniskveðju ]ón Ingi Sigurðsson, forseti Magnús Helgason, ritari 3

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.