Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 7
FÉLAGAR í KIWANISKLÚBBNUM SETBERGI HEIÐRAÐIR Allflestir félagsmenn sáu um suðu og framreiðslu matarins af mikilli fagmennsku. Umdæmisstjóri Kiwanisum- dæmis Island - Færeyjar, Guðmundur Baldursson kom í heimsókn á fund hjá Kiwanis- klúbbnum Setbergi 16. febrúar sl. Sagði hann frá því helsta sem hefur verið að gerast í umdæminu frá því í haust og hvað væri framundan. A fundinn fengum við góða gesti, þeirra á meðal nokkra félaga úr Kiwanisklúbbnum Smyrli í Borgarnesi og að auki tvo Heklufélaga sem jafnframt höfðu átt sæti í umdæmis- þingnefnd 2005. Eins og menn muna var umdæmisþing Kiwanis 2005 haldið í Garðabæ á síðasta hausti. Fimm af sjö þingnefndar- mönnum voru félagar úr Setbergi auk þess sem margir fleiri félagar komu að undir- búningi þingsins. Þakkaði umdæmisstjóri þingnefndar- mönnum og klúbbfélögum fyrir vel undirbúið þing og eftirminnilegt, sem hefði í alla staði tekist vel. A fundinn kom einnig Oskar Guðjónsson, erlendur ritari Kiwanisumdæmisins og fræddi hann fundarmenn um upp- byggingu ungliðaklúbba innan Kiwanis og var það mjög áhugavert erindi. A fundinum afhenti um- dæmisstjóri þremur Setbergs- félögum Hixon orðu, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er Kiwanisfélaga, fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins og hreyfingarinnar. Þessir félagar eru þeir Sigurður Ingibergsson og Þorleifur Markússon sem báðir fengu Hixson orðu og Matthías Guðm. Pétursson sem fékk Hixson orðu með demanti þar sem hann hafði áður fengið Hixson orðu. Þessir félagar eru allir stofnfélagar í Setbergi og hafa því starfað í Kiwanis- hreyfingunni í yfir 30 ár. Setbergsfélagar fjölmenntu á fundinn til að heiðra félaga sína. Á myndinni er Guðmundur Baldursson umdæmisstjóri Kiwanis , Matthías Guðm. Pétursson, Sigurður Ingibergsson, Þorleifur Markússon og Garðar Sverrisson forset Setbergs Nú í ár var Þorrablótið það fjölmennasta sem verið hefur eða um 160 manns. HEKLA OG VIÐEY SAMEINAST Þegar það fréttis að klúbbarnir Hekla og Viðey hafi sameinast aftur sögðu margir innan hreyfingarinnar lítið en hugsuðu "AFTUR". Hjá okkur í þessum klúbbum var ekki horft í baksýnisspegilinn nema til að læra af því, heldur framávið og þá staðreynd að mikil og góð samvinna var með þessum klúbbum síðast- liðin ár. Það var síðan ákveðið að sameina Heklu og Viðey frá áramótum 2006 og að klúbburinn myndi starfa undir nafni og númeri Heklu. Þetta hefur gengið eftir og stillt hefur verið upp í stjórn og nefndir eftir sameiningu. I dag eru félagar 35, fundarsókn og félagsstarf hefur verið gott. Nýja stjórn, nefndir og félagatal er að finna á heimasíðu klúbbsins. www.kiwanis.is/hekla Guðm Oddgeir Indriðason Forseti Heklu 7

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.