Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 10
VINNUM SAMAN Það hefur oft reynst erfitt fyrir klúbba að afla fjár í styrktar- sjóði en þegar allir leggjast á eitt þá finnast alltaf lausnir. Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur starfað í 30 ár og hefur margt áorkað í þeim efnum. Klúbbfélagar hafa farið í róður og selt aflann, selt varning í Kolaportinu, farið í eggja- tínslu, seldur fiskur, heimilis- pappír, jólapappír og sælgæti fyrir jólin. Unnið við húsbyggingar við að slá frá og skafa mótatimbur, moka gróðurmold í poka, taka upp tré og flytja þau milli staða, hreinsa gróðurhús, þrif á sumarbústöðum á vor- mánuðum og ýmislegt fleira. Jörfafélagar standa vel saman þegar ákveðið er að fara í styrktarverkefni og þá um leið er ráðist í fjáröflun til að standa undir kostnaði. Allt er þetta unnið með bros á vör og haft gaman af. Það var fyrir um tólf árum að einum félaga okkar Braga Stefánssyni datt það snjallræði í hug að selja okkur félögun- um blóm á konudaginn og aka þeim heim til okkar, gaf þetta vel af sér og hefur verið kjölfestan í fjáröflun Jörfa síðan Klúbburinn hefur verið að selja um 300 blómvendi og ekið þeim heim til viðkomandi á konudaginn. Félagarnir selja fyrirfram og fá greiðsluna við pöntun þannig að ekki þarf að innheimta eftirá heldur bara að sjá um að blómin komist til skila fyrir kl. 13 á konudag. Við þá iðju hefur ýmislegt komið uppá og hefur veð- ráttan spilað þar stórt. Það þarf ekki að taka það fram að mikil vinna er hjá undir- búningsnefnd fyrir þetta verkefni. En öll þessi verkefni tengja okkur félagana vel sama. Ég vil nota tækifærið, þakka kiwanisfélögum og öðrum fyrir að styðja við Jörfa með því að versla konudagsblómin hjá okkur. Að sjálfsögðu rennur allur hagnaður af blómasölu í styrktarsjóð Jörfa. Reykjavtk mars 2006 Guðm. Helgi Guðjónsson Blaðafulltrúi Jörfa Taka upp tré Blómin tilbúin til afhendingar. 10

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.