Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 11
LÍF LIGGUR VIÐ Miklu veldur sá er upphafinu veldur. Tvær ungar konur, Alma Geirdal og Edda Yrr Einarsdóttir eru af eigin frumkvæði að koma af stað hreyfingu þeirra sem eiga við átröskun að stríða. Við þekkjum kjörorðið "styðjum sjúka til sjálfsbjargar". Þannig vinna þær en án bakstuðnings og án fjármagns. Þær heimsóttu fund í Kiwanisklúbbnum Jörfa þann 9. janúar 2006. Eftir fundinn var skotið á fundi Styrkt- arnefndar og strax á eftir fundi stjórnar að viðstöddum almennum fundarmönnum klúbbsins. Þar var ákveðið að styðja starf þeirra með ráðum og dáð. Fyrsti sýnilegi votturinn var 100.000 kr. fjárframlag Þessum peningum var ætlað að létta þeim byrjunina. Ekki mun af veita. Þær hafa ekki fastan samastað. Það hefði verið táknrænt að afhenda þeim peningana úti í skafli til að sýna aðstöðuleysið. Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur boðist til að vera bakhjarl þeirra eftir efnum og ástæð- um. Þær eru ævinlega vel- komnar með sín mál hvernig sem klúbbnum tekst svo að aðstoða þær. Vonandi tekst að fá fleiri og öflugri aðila til að styðja þær og þetta málefni. Það var ánægjulegt að sjá í blöðunum að þeim var veitt viðurkenning Fréttablaðsins, 1.000.000 kr. sem þær tóku við úr hönd forseta Islands. Því miður ná svona styrkveitingar bara svo skammt. Það þarf húsnæði, og aðra aðstöðu og straum fjármuna til að halda verkinu gangandi svo ná megi til þeirra þúsunda sem geta ekki hjálpað sér sjálfar án samstöðu og faglegrar að- stoðar. Kiwanis er sterkt net sem getur breytt ásýnd og við- horfum þjóðfélags. Það sannaðist þegar ferðamögu- leikum fatlaðra var komið á legg. Það er líka hægt í þessu máli. Líf liggja við. Mörg líf. Jörfi hefur lagt til að Eddusvæðið geri það að átaksverkefni að þoka málum þeirra áleiðis. Kiwanishreyf- ingin getur ef til vill gert starfi þeirra mest gagn með því að nota tengsl við þá sem vel eru settir í þjóðfélaginu svo þeir geti komið fótunum undir starfsemina með raunhæfum hætti. Framtak Fréttablaðsins er fagnaðarefni. Megi þeim endast áhugi til að koma þessu máli áfram meðal fjármála- manna og ráðamanna. Miklu veldur sá er upphafinu veldur. Kiwanis getur enn og aftur stutt upphaf góðra verka. 7. mars 2006 Guðm. Helgi Guðjónsson Blaðafulltrúi Jörfa MINNING UM MERKILEGT FRAMTAK Hann er kannski ekki glæsi- legur, dálítið þreytulegur og greinilega vannærður og illa hirtur. Hann líkst nú samt fyrsta bílinum sem gerður var sérstaklega út til að gera fötluðum kleift að komast leiðar sinnar eins og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þá var hann glæsilegur, einstakur og óþreytandi í að þjóta um borg og bý. Þetta er Kiwanisbíllinn. Bíll sem var sérbyggður og fluttur inn sem slíkur árið 1977 til þess að annast akstur með fatlaða um höfuðborgar- svæðið. Bíll sem Kiwanis- félagar klúbbanna í Reykjavík keyptu gerðu út og óku sjálfir í sjálfboðavinnu uns lögboðin yfirvöld tóku við rekstrinum. Þar með var ísinn brotinn. Það er ekki að undra þótt hann sé ræfilslegur fyrst hann var ísbrjótur í upphafi. Síðan er orðin stórfelld breyting í ferlimálum fatlaðra. Nú þeysa margir sérútbúnir bílar um göturnar og veita þá þjónustu sem Kötlufélagar hrundu af stokkunum með því að ráðast í kaupin á bílnum. Ef bjarga á þessum bíl frá endanlegri eyðileggingu og förgun verður að vinda bug að því hið bráðasta. Að því verða allir klúbbarnir sem að málinu komu á sínum tíma að koma á nýjan leik. Bíllinn er nægjanlega heillegur til þess að gerlegt er að gera við hann. Margir bílasmiðir geta komið að svona máli. Hreyfibúnaðurinn er sjálfsagt orðinn stirður eða fastur svo bifvélavirkjar geta líka fengið að koma að málinu. Bólstrun og innri búnaður er þannig að þar verður nóg að gera. Það er bráðnauðsynlegt að koma bílnum í skjól. Verið er að leita að þurru og góðu húsnæði sem hægt er að vista hann í uns verkáætlun liggur fyrir og hafist verður handa um viðgerðina. Þeir sem ekki koma beint að verkinu geta sem hægast leitað fjármuna til verksins, til kaupa á varahlutum og efni og þeim þáttum sem enginn er tilbúinn að leggja fram í sjálfboðavinnu Þeir sem komu að uppruna- legum kaupum og rekstri bílsins þurfa að skrifa söguna, allt frá upphafi þar til aðrir yfirtóku starfsemina. Þetta þarf að setja á vegleg plaköt með merkjum Kiwanis í bak og fyrir. Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur fengið heimild til að taka bílinn að sér, koma honum í stand og vista hann til sýnis til dæmis á Samgöngusafninu í Skógum eða þar sem Kiwanis- félagar koma sér saman um. Mynda þarf framkvæmda- nefnd sem í verði fulltrúar allra þeirra klúbba sem vilja koma að málinu. Kiwanisbílinn á svo að draga fram á tyllidögum og aka honum með í hópferðum til dæmis á 17. júní Kiwanis á Islandi til vegs og dýrðar en kannski þó fyrst og fremst til að stappa stálinu í menn sem vilja koma góðum málum fram en vex verkið í augum. Þetta er hægt. Það sést best á stöðunni í dag í ferðaþjónustu fatlaðra. 7. mars 2006 Guðm. Helgi Guðjónsson Blaðafulltrúi Jörfa 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.