Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 17
Vinnuframlag Skjálfandafélaga: Undirbúningur, útsend erindi, safna gögnum ofl. áætlað 10 klst Nefndarfundir, yfirferð, mat og úrskurður (3 fundir). áætlað 30 klst Frágangur greinagerða, verðlauna ofl. áætlað 40 klst Vinna klúbbfélaga við val "íþróttamaður Húsavíkur"samtals 80 klst. Kostnaður klúbbsins, verðlaun og auglýsingar, um kr. 80.000,- 3. Afhending styrkja og kynning á Kiwanisstarfinu. Akveðið var á stjórnarfundi við undirbúnings fundarins, að nota þetta tækifæri til að kynna Kiwanis og hvað Skjálfandi væri að gera, þegar fjöldi fólks væri mætt á fund hjá okkur vegna mótsins og til að vera við afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks. Forseti Skjálfanda Sigurgeir Aðalgeirsson stýrði afhendingu styrkveitinga ásamt fulltrúum úr styrktarnefnd. Fram kom í stuttu máli Sigurgeirs það helsta sem Kiwanishreyfingin og Skjálfandi standa fyrir og hvað við erum að gera hér í samfélaginu. Tilkynnt var um styrktarverkefni og áherslur sem ákveðið hefur verið að Skjálfandi taki þátt í eða vinni að á næstunni. • Eitt af markmiðum stjórnar Skjálfanda fyrir þetta starfsár er að undirbúa og vinna að verkefni sem nefnt er "Unga fólkið og forvarnir". Verkefnið er ekki fullmótað en gert er ráð fyrir að kalla m.a. til fyrirlesara og vinna með öðrum hætti að þessu mikilvæga viðfangsefni, í samstarfi við fleiri aðila. • Hjálparsveit skáta í Hveragerði fékk nýlega afhenta tækjagjöf vegna áfalla sem sveitin varð fyrir um áramótin. • Björgunarsveitin Garðar hefur lengi notið stuðnings hjá klúbbnum enda mjög mikilvægt að til staðar sé öflug björgunarsveit sem er vel tækjum búin. Við þetta tilefni fékk björgunarsveitin afhent gjafabréf upp á veglega tækjagjöf. • Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit fær formlega afhenta tækjagjöf á Heimaréttarkvöldi í Mývatnssveit síðar í mars. • Boccidaeild IFV var afhentur styrkur til rekstrar og kaupa á æfinga- og keppnisbúningum fyrir félaga deildarinnar. • Framlag klúbbsins til kaupa á verðlaunagripum, viður- kenningum ofl., vegna kjör á Iþróttamanni Húsavíkur. • Umsjón og framkvæmd á árlegu bingó á Dvalarheimilinu Hvammi. Þegar allt þetta er lagt saman er upphæðin sem Kiwanisklúbburinn Skjálfandi er að leggja til mikilvægra verkefna að þessu sinni rúmlega 1,2 milljón. Segja má að athöfnin hafi verið hátíðleg, vel sótt og klúbbnum til sóma. Fleira ekki fært til bókar, fundi lauk um kl. 18:00. Skráð af blaðafulltrúa/og ritara klúbbsins, Egill Olgeirsson/ Gunnar Jóhannesson Dr. Karl Ægir Karlsson var ræðumaður febrúarmánaðar hjá Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshöfn. Karl lauk B.A. gráðu í sálfræði frá H.í. og meistara og doktorsgráðum í taugavísindum frá sálfræðideild University of Iowa. I doktorsnámi sínu lagði Karl áherslu á rannsóknir í taugalífeðlisfræði svefns og starfaði við rannsóknir á því sviði við University of California í Los Angeles að námi loknu. Karl flutti mjög áhugavert erindi um svefn á Kiwanisfundinum og er óhætt að segja að hann hafi haldið öllum glaðvakandi. Karl er fæddur og alinn upp í Þorlákshöfn sonur Karls Sigmars Karlssonar og Guðrúnar S. Sigurðardóttur. Á myndinni sjáum við þrjá ættliði, ræðumanninn, pabbann og afann Karl Karlsson fyrrum skipsstjóra. Þeir Karl Sigmar og Karl Karlsson eru báðir félagar í Kiwanisklúbbnum Ölver. ...........fimleikadeild Þórs fékk einnig styrk fyrir unglingastarfið. Styrkurinn var afhentur á jólamóti fimleikadeildarinnar í desember. Hér afhendir Jón Páll Kristófersson forseti kiwanisklúbbsins Jóhönnu Hjartardóttur formanni fimleikadeildarinnar styrkinn. Nýlega útdeildi Kiwanisklúbburinn Ölver í Þorlákshöfn úr styrktarsjóði sínum og komu styrkirnir í hlut unglingastarfs knattspyrnufélagsins Ægis í Þorlákshöfn og unglingastarfs körfuknattleiksstarfs Þórs í Þorálshöfn. Á myndinni sjást fulltrúar deildanna þeir Kristinn Kristinsson frá Þór (t.v.) og Sveinn Jónsson (í miðið) frá Ægi taka við styrknum úr hendi Jóns Páls Kristóferssonar forseta Kiwanisklúbbsins Ölver. Hins og við vitum byggir Kiwanishreyfingin stafsemi sína á því að styðja við bakið á börnum og unglingum heimafyrir og í fátækari löndum heims. 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.