Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 18
KIWANISKLUBBURINN SETBERG OPNAR FYRSTA INTERNET HAPPDRÆTTIÐ Kiwanisklúbburinn Setberg opnar fyrsta Internet happ- drættið. Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ varð 30 ára á síðasta starfsári. I því tilefni hefur klúbburinn skoðað möguleika á að stokka upp fjáröflunar- aðferðir sínar. A undanförnum mánuðum hefur klúbburinn unnið að því í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Cofus ehf að hefja fjáröflun með rafrænum hætti. Setberg mun með þessu samstarfi verða fyrstur Kiwanisklúbba til að nýta nýja fullkomna rafræna fjáröflunarlausn fyrir góð- gerðafélög sem Cofus ehf hefur þróað. Lausnin byggir á tækni og þjónustu Cofus ehf, sem mun annast allan rekstur, tæknilega útfærslu og ráðgjöf. Hannaður hefur verið rafrænn happdrættisleikur, "Milljóna- tombólan", sem leikinn verður á Netinu, en hægt verður að kaupa miða eða inneignir bæði á Netinu og í verslunum, auk þess sem fyrirtæki geta keypt inneignir sem auglýsingavöru í stærra magni, til að gefa viðskiptavinum sínum mögu- leika á að freista gæfunnar með því að spila í happ- drættinu. Milljónatombólan er byggð upp sem hlutaveltuleikur, þar sem í boði verða glæsilegir vinningar, þ.á m. 1 milljón í fyrsta vinning og allt að 1,2 milljónir í lukkupotti, sem dreginn verður út þegar ákveðið hlutfall miða hefur selst. Vinningar verða greidd- ir út í rafrænum gjafabréfum og geta vinningshafar skipt vinningum sínum niður á gjafabréf frá mörgum versl- unum. I fyrstu verða 9 verslanir samstarfsaðilar en hugsanlegt að þeim fjölgi þegar fram dregur. Dómsmálaráðuneytið veitti leyfi fyrir happdrætti þessu með bréfi dags. 5. desember sl. og er þetta fyrsta leyfið sem gefið er út á íslandi vegna happdrættis sem eingöngu er spilað á Internetinu. Kiwanisklúbburinn Setberg ríður á vaðið með þessa nýju aðferð í fjáröflun, en áhugi er á að færa út kvíarnar og gefa öðrum Kiwanisklúbbum innan umdæmisins færi á að gerast aðilar að starfinu í næstu áföngum. Ekkert er því til fyrirstöðu að fleiri félög tengist starfinu, en sem dæmi munu nokkur félagsamtök um taugasjúkdóma verða í samstarfi við Setberg þar sem allur ágóði af fyrstu umferð Milljónatombólunnar mun renna til styrktar málefnum tengdum fólki sem stríðir við taugasjúkdóma. Félögin sem um ræðir eru MND-félag íslands, MS-félag íslands, MG-félag Islands, Parkinson- samtökin á Islandi, LAUF og Heilaheill. "Við trúum því að hér sé um byltingu að ræða í fjáröflunar- starfi fyrir góðgerðafélög. Með því að beita nýjustu tækni til hins ítrasta eins og lausn Cofus gerir kleift, sparast miklir fjármunir og fyrirhöfnin verður allt önnur. Nú getum við einblínt á það sem við erum bestir í og gert það enn betur, þ.e. að virkja sambönd félagsmanna. Með þessari fjáröflunaraðferð hefur Cofus gert okkur kleift að þurfa ekki lengur að ganga bónleið til fyrirtækja til að taka þátt í starfinu með okkur, því eins og þessu er stillt upp, þá er það bæði ábatasamt og eftirsóknanvert fyrir fyrir- tækin að eiga hlut að þessu samstarfi", sagði Matthías G. Pétursson, formaður fjár- öflunarnefndar Kiwanis- klúbbsins Setbergs. "Kiwanis er alþjóðleg þjón- ustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. I samstarfi fá menn áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Þessi hluta- veltuleikur getur opnað nýja víddir hvað þetta varðar, ekki aðeins fyrir Setberg því það er von okkar að fleiri klúbbar muni koma að þessu samstarfi í framtíðinni og þannig gert Kiwanishreyfinguna enn meira gildandi varðandi mannúðar- og framfaramál samfélagsins", sagði Garðar Sverrisson forseti Kiwanis- klúbbsins Setbergs. Milljónatombólan er vistuð á vefslóðinni: www.cofus.is/kiwanis-setberg og er aðgengileg fyrir 18 ára og eldri. 18

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.