Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 2

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 2
RITSTJÓRAPISTILL Ágætu Kiwanisfélagar Senn líður að Umdæmisþingi okkar, sem haldið verður að þessu sinni á Isafirði. Það verður að öllu líkindum vel sótt enda gott að sækja Isfirðinga heim. Þingið verður okkur vonandi lyftistöng til betra starfs á vetri komandi. Á þessu þingi verða tveir fram- bærilegir menn í framboði til Umdæmisstjóra og er hægt að lesa um þá báða hérna aftar í blaðinu. Eg veit að það verður erfitt að kjósa á milli þeirra, sérstaklega þar sem um svona góða menn er að ræða, og vil ég óska þeim báðum gæfu og gengis í kosningunni. Þetta blað sem nú er að koma út er mikið mynda-blað og hef ég aldei á ritstjórnarferli mínum fengið eins mikið myndefni í hendurnar og nú, verð ég því miður að draga mörk þar að lútandi - hefði í raun getað haft eingöngu stórt og myndarlegt myndablað en við viljum líka getað lesið fréttir frá klúbbunum. En ég vil þakka öllum þeim sem sent hafa mér efni kærlega fyrir - og eins ég hef alltaf sagt ef þið sendið ekki inn efnið - þá er ekkert blað. Nú er komið að leiðar- lokum hjá mér með blaðið. Nýr ritstjóri tekur við stjórnar- taumunum frá og með 1. október nk. Þetta er búið að vera miklu lengri ritstjórnar- ferill en ég ætlaði mér og ugglaust allir orðnir þreyttir á þessum ritstjóra sem sí og æ er kvabbandi um greinar og myndir. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim Um- dæmisstjórum sem ég hef starfað með sem ritstjóri í gegnum tíðina, fyrir gott og farsælt samstarf, en þar bar aldrei skugga á. Vini mínum og meðhjálpara Ragnari Erni Péturssyni vil ég sérstaklega fá að þakka fyrir alla snúningana og hjálpin sem hann hefur veitt mér. Þá vil ég einnig fá að þakka Sigurbergi Baldurssyni fyrir mikinn og góðan stuðning í gengum árin og síðast en ekki síst ykkur öllum sem hafið verið svo dugleg að senda mér greinar og myndir og verið þolinmóð við öllum símtölum mínum og tölvupóstum - hafið öll bestu þakkir fyrir - án ykkar er ekkert blað. Að lokum við ég óska Hildisif Bjögvinsdóttur allra heilla sem nýr ritstjóri megi gæfan fylgi henni og nýrri umdæmistjórn á nýju starfsári. Hafið þökk fyrir allt Þyrí Marta Baldursdóttir ritstjóri. KIWANISKLÚBBURINN MOSFELL 12. ágúst afhenti Kiwanisklúbburinn Mosfell sumardvalarheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsdal baðbekk að verðmæti um kr. 380.000-, en Mosfell hefur áður styrkt Reykjadalsheimilið. Myndin er af forseta Mosfells Erlend Fjeldsted afhenda forstöðukonu heimilisins Öldu Róbertsdóttur gjafabréfið. Þá afhenti Mosfell mikið fötluðum einstaklingi 100.000- kr. í ferðastyrk þar sem þessi einstaklingur þurfti tvo aðstoðamenn með sér í ferð erlendis. Með Kiwaniskveðjum Jón M. Gunnarsson Kiwanis 35. árg. • 3. tbl. • Ágúst 2006 Útgefandi: Ábyrgðarmaður: Ritstjóri: Forsíðumynd: Ritstjórn: Prentvinnsla: Kiwanisumbæmið íslandi - Færeyjar Guðmundur Baldursson, umdæmistjóri Þyrí Marta Baldursdóttir Isafjarðarkirkja, ljósm. Kristján Sigurðsson Ragnar Örn Pétursson Prentsmiðjan Viðey ehf. 2

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.