Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 3
KIWANISSTARFIÐ \ / Ágætu Kiwanisfélagar Það er von mín nú þegar sumri er tekið að halla og starf klúbbanna að hefjast á ný, að við komum tvíefld til starfa, notum þessa daga sem eftir eru af starfsárinu til að ná þeim markmiðum sem við settum okkur. Þegar litið er til baka þá er ljóst að margt hefur verið gert og margt hefur áunnist á starfsárinu, en vitaskuld hefði maður stundum viljað sjá meiri kraft og meiri árangur. Oll erum við að vinna vel en við getum ávallt gert örlítið betur. I starfi mínu sem um- dæmisstjóri hef ég notið þeirra forréttinda að fá að heimsækja marga klúbba, fá að sjá og kynnast starfi þeirra. Það hefur verið virkilega gaman að fara í þessar heimsóknir hitta allt þetta góða fólk sem er að starfa í klúbbunum, fá að vera með því í leik og starfi. Við erum alltaf að tala um fjölgun og víst er að við þurfum að fá fleiri félaga til liðs við okkur. Það má segja að við höfum haldið sjó á árinu, félagafjöldinn nánast sá sami nú og í upphafi árs. Verið er að leggja grunninn að frekari fjölgun, og verður stofnun nýrra klúbba vonandi að veruleika fljótlega. Við erum að vinna sem ein heild og ætlum að halda áfram þó að það komi nýtt starfsár með nýjum stjórnendum. Við verðum að taka tillit til þess að það eru breyttir tímar og við þurfum að aðlaga okkur þeim. Það er svo margt í boði, mikil afþreying á öllum sviðum, þjóðfélags- munstrið orðið allt annað en það var fyrir tólf til fimmtán árum. Hjálmaverkefnið er eina styrktaverkefnið sem við fórum í á árinu á landsvísu og tókst það mjög vel. Að afhenda öllum börnum í fyrsta bekk í grunnskólum landsins Kiw- anishjálm er eitt af því sem við getum verið virkilega stolt af, og vonandi verður þetta árvisst á næstu árum. Ánægjulegt var að í ár voru fyrstu hjálmarnir afhentir í Engjaskóla, en í þeim skóla er einmitt Kiwanis krakka- klúbbur (Byggjendaklúbbur Engjaskóla) og nutum við m.a. aðstoðar krakkanna í þeim klúbbi við afhendinguna. Eimskip er aðal styrktaraðili þessa verkefnis, þeir og allir aðrir sem styrktu okkur og aðstoðuðu við þetta verkefni, eiga skilið hinar bestu þakkir fyrir. Ferð á Evrópuþing í byrjun júní er ferð sem lengi verður í mynnum höfð. Ferðin var frá upphafi til enda mjög vel heppnuð, skipulag allt og fararstjórn eins og best verður á kosið. Að fara í svona ferð, með öllum þessum frábæru ferðafélögum er alveg ó- gleymanlegt. Við hjónin þökkum öllu samferðafólki okkar ánægjuleg kynni og skemmtilega ferð. Framundan er 36. umdæmis- þing Kiwanis umdæmisins Island-Færeyjar og verður það haldið á ísafirði 15. til 17. september n.k. Þingnefndin ásamt mörgum öðrum vinnur nú hörðum höndum að því að gera umdæmisþingið sem best úr garði. Vænti ég þess að við komum til með að eiga góðar stundir og gott og málefnalegt þing á Isafirði. Ágætu Kiwanisfélagar, ég vil þakka ykkur ánægjulegt og gott samstarf á árinu, um leið og ég óska ykkur öllum velfarnaðar í Kiwanisstarfinu sem framundan er. Kraftmikið Kiwanisstarf - Látum verkin tala. Guðmundur Baldursson Umdæmisstjóri Kiwanisklúbburinn Setberg ásamt Sinawik í Garðabæ héldu Þorrablót fyrir eldri borgara Garðabæjar þann 19. janúar sl. Þessi siður hefur haldist í áratugi. Nú í ár var Þorrablótið það fjölmennasta sem verið hefur eða um 160 manns. Garðar Sverrisson forseti setti blótið með ávarpi og bað Sigurð Axelsson að taka að sér veislustjórn. Allflestir félagsmenn sáu um suðu og framreiðslu matarins af mikilli fagmennsku. Gestir okkar gerðu góðan róm af veitingunum og skemmtu sér vel, enda sögðu þeir að alltaf væri beðið eftir þessum árlega viðburði. Hljómsveitin " í góðum gír" lék fyrir fjöldasöng. Hrafnhildur Kristinsdóttir og Sigurður Axelsson fluttu minni kvenna og karla í bundnu máli. Dregið var í happdrætti með góðum vinningum, síðan var dansað af miklu fjöri við undirleik hljómsveitarinnar " I góðum gír". Það voru glaðir og þakklátir gestir sem kvöddu klúbbfélaga að lokum. Með Kiwaniskveðju, Sigurður Axelsson formaður Styrktarnefndar. 3

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.