Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 10
KIWANISKLÚBBURINN EMBLA Sendum ykkur kveðjur með myndasögu frá Fjölskylduhátíð Oðinssvæðis 2006. Þar sem Júlía B. Björnsdóttir svæðisstjóri kemur úr Kiwanisklúbbnum Emblu kom það í hlut klúbbsins að sjá um fjölskylduhátíðina í sumar. Var hátíðin haldið að Melgerðismelum í Eyjafirði síðustu helgina í júní. Kalt og fremur hvasst var á föstudagskvöld en svo rættist úr veðrinu og var sól og besta veður um helgina eins og sjá má. Var þetta því hin besta skemmtun í mjög góðu veðri. Farið var í leiki með börnunum á laugardeginum, Makasínmenn (eiginmenn Emblufélaga) grilluðu matinn að vanda og eiga þeir þakkir skyldar fyrir hjálpina. Bikarinn góði sem fer til þeirra sem flestir eru á hátíðinni fór aftur til Kiwansiklúbbsins Öskju í Vopnafirði en þó munaði aðeins einum á þeim og félögum úr Kiwanisklúbbnum Kaldbak. Sigurgeir Aðalgeirsson Skjálfanda, Sveinbjörn Árnason Súlum, Erla Kr. Bjarnadóttir eiginkona Sigurgeirs og Ragna Björgvinsdóttir eiginkona Sveinbjörns bóndi Kaldbak í leik. Áhorfendur í fífilbrekku að horfa á leik barnanna í góða veðrinu Júlía B. Björnsdóttir svæðisstjóri að horfa á leikvanginn Makasínmönnum (eiginmenn Emblufélaga) þakkað fyrir brábæran grillmat en þeir sáu um grillið að vanda. Birgir Steingrímsson kjörsvæðisstjóri horfir á þegar Júlía B. Björnsdóttir svæðisstjóri afhendir Eyjólfi Sigurðssyni Kiwanisklúbbnum Öskju bikarinn fyrir þátttöku á hátíðinni. Hann fór aftur til Vopnafjarðar en nú munaði litlu eða aðeins einum þátttakanda. 10

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.