Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 13
MDÆMISTJORA Ágæti kiwanisfélagi Ég heiti Hlynur Árnason og hef ég ákveðið að bjóða mig fram til embættis kjörum- dæmisstjóra 2007-2008. Ég er fæddur í Reykjavík 10. júlí 1951. Olst upp í vesturbænum gekk í Melaskóla og síðan Hagaskóla og gerðist gagn- fræðingur vorið 1968. Eftir það lagði ég stund á nám í bifvélavirkjun og útskrifaðist sem meistari árið 1978. Á árunum 1980-1994 starfaði ég sem sölustjóri nýrra og notaðra bíla hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Eftir það hef ég stundað sjálfstæðan atvinnurekstur. Árið 1972 kvæntist ég Sigríði Jónu Friðriksdóttur rekstrar- og viðskiptafræðing og eigum við tvö börn, Kristínu Rós sem er austurasíu markaðsfræðingur og sérhæfir sig í kínverskum markaði og Árna Þór endurskoðanda, framkvæmdastjóra Skatts og bókhalds ehf. Barnabörnin eru orðin 6 á aldrinum 2ja til 16 ára. Ég kynntist Kiwanishreyfing- unni fyrst árið 1984 en þá var mér boðið á kynningarfundi hjá Kiwanisklúbbnum Geysi í Mosfellsbæ og kom síðan á nokkra fundi hjá þeim. Þar kynntist ég því frábæra starfi sem klúbburinn hefur gert í gegnum árin. Ekkert varð þó af inngöngu þá í hreyfinguna vegna anna. Nokkrum árum síðar fluttist ég til Reykjavík og árið 1994 gekk ég í Kiwanisklúbbinn Höfða. Ég hafði kynnst Höfðafélögum nokkrum árum áður er ég hélt 6 kvölda ræðunámskeið og námskeið í fundarstjórn og fundarsköpum árið 1992. I Höfða hef ég gengt flestum þeim embættum sem klúbbur- inn hefur upp á að bjóða og var forseti klúbbsins starfsárið 1999- 2000. Ég hef starfað í Svæðis- stjórn Eddusvæðis sem Svæðisritari starfsárið 1996- 1997. Umdæmisgjaldkeri hef ég verið tvö starfsár, starsárin 2000- 2001 og 2002-2003. Ég hef mikla reynslu að félagsstörfum, gerðist stofn- félagi í JC Mosfellssveit árið 1974 og starfaði í JC hreyf- ingunni nær óslitið í tuttugu ár og starfaði meðal annars sem Landsforseti hreyfingarinnar. Árið 1981 var ég útnefndur ævifélagi JC. Á árunum 1983 til 1986 starfaði ég sem formaður aðalstjórnar Ungmennafélags- ins Aftureldingar í Mosfells- bæ. Ég á mér þann draum að verða umdæmisstjóri Kiwanis- hreyfingarinnar ísland Færeyj- ar til að getað þjónað þessari frábæru hreyfingu. Hreyfingin stendur á erfiðum tímamótum og ég er svo sannarlega tilbúin að leggja mitt af mörkum og starfskröftum til að gera hag hennar sem bestan. Ég starfa í eigin fjölskyldufyrirtæki, sem heitir Skattur og bókhald ehf. og hef fullan stuðning fjölskyldunnar til þess að takast á við þetta verkefni. Ég á mér þann draum að sjá veg hreyfingarinnar sem bestan á komandi árum og hef hug á að gera ýmsar breytingar sem ég tel hreyfingunni til hagsbóta. Eitt verðum við að hafa í huga að undirstaða þessara hreyf- ingar eru klúbbarnir. Á erfiðleikatímum verður um- dæmið og þeir sem vilja aðstoða veika klúbba að leggjast á eitt til aðstoðar. Ég tel að umdæmisstjórnin þurfi að vera í mun meiri tengslum við klúbbanna og að um- dæmisstjóri eigi að mæta í alla klúbbana á starfsári sínu. Við verðum að vera í stöðugri stefnumótun þar sem að sem flestir taka þátt í. Ég mun fylgjast grannt með fræðslu stjórnarmanna í klúbbunum sem fram fer á ísafirði en með því að efla fræðslu auðveldar það undir- búning og stjórnarstörf í klúbbunum. Til þess að efla megi hreyfinguna þurfum við metnaðarfulla einstaklinga sem starfa vilja að vexti og framgangi hreyfingarinnar. Við þurfum að skapa nýjum mönnum svigrúm til þess að takast á við ábyrðarmeiri og krefjandi verkefni. Eldri og reyndari kiwanisfélagar verða að gefa þeim tækifæri sem vilja spreyta sig á störfum fyrir hreyfinguna. Ég ætla mér að vera í góðum tengslum við kjörforseta klúbbanna og verðandi svæðisstjóra til þess að undirbúa starfsárið sem best. Mínar bestu baráttukveðjur færi ég öllum Kiwanisfélögum með von um góða kosningu á komandi þingi og ánægjulegt samstarf á komandi árum. 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.