Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 16
Nú voru góð ráð dýr, send var út bifreið til að smala á nærliggjandi hótelum áfengi svo Islendingar gætu haldið áfram að fagna lýðveldinu. Allt fór þetta vel, en hótelhaldarar verða viðbúnir næstu innrás Islendinga. Nú var komið að heimferð. Lagt var snemma af stað 19 júní, um kl. 07:00 og ekið sem leið lá til Italíu. Viti menn, í smábæ þar sem eru þröngar götur og bílar geta ekki mæst, stoppar ein rúta okkar. Hvað nú? það er stífluð olíusía og engin verkfæri til að laga. Um síðir komst rútan á bensínstöð og var hægt að laga þetta og eftir það gekk ferðin vel. Um hádegisbilið voru við komin nálægt Gardavatni og þar sem okkur hafði miðað vel áfram var ákveðið að koma við í Sirmione og borða há- degisverð. Þetta var mjög vel til fundið og held ég að allir hafi notið þess, þó svo að heitt hafi verið og rakt 37 stiga hiti. Síðan gekk ferðin snuðrulaust á flugvöllinn í Mílanó og heimferðin einnig. Mér er það Ijúft og skylt að geta þeirra sem gerðu þessa ferð eins ánægjulega og góða sem raun var á. Það eru þeir sem voru í ferðanefndinni, Björn Baldvinsson í Mosfelli, Diðrik Haraldsson í Búrfelli og Ævar Breiðfjörð í Jörfa. Þessir menn gerðu mér og öðrum þessa ferð ógleyman- lega og hafið þökk fyrir. Einnig er mér ljúft að þakka leiðsögumönnum okkar þeim Oskari, Guðnýju Mar- gréti og Jóhönnu og ekki síst bifreiðastjórunum, sem komu okkur heilum í gegnum þessa miklu umferð sem er á Italíu Samferðafólki mínu þakka ég og konan mín góð kynni og ánægjulega ferð í von um frekari ferðir og kynni. Með Kiwaniskveðjum Jón M. Gunnarsson Mosfelli 16

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.