Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 17
SKILABOÐ NELSON TUCKER, KJÖR- HEIMSFORSETA TIL ÞINGFULLTRÚA Á KI-EF ÞINGI í RÓM Aldrei í nærri 100 ára sögu Kiwanis hefur þörfin fyrir Kiwanis verið meira að- kallandi. Börn þjást um allan heim. Kiwanis beitir sér af krafti fyrir því að minnka sárindi þeirra. Mig dreymdi eitt sinn að hungur heyrði sögunni til, fátækt var ekki lengur til, styrjaldir voru ekki lengur háðar og glæpum hafði verið útrýmt. Það hryggði mig óneitanlega að ekki væri lengur þörf fyrir samtökum eins og Kiwanis. En þetta var bara draumur. Þegar ég vaknaði gerði ég mér grein fyrir því að fátæktin var átakanlegri en nokkru sinni fyrr, hungursneyðir, veik börn og styrjaldir hrjáðu mannkynið sem aldrei fyrr og glæpum hafði fjölgaði ógnvænlega. Þó að það sé hryggilegt til þess að vita þá er þörfin fyrir Kiwanis aldrei meiri en einmitt núna. En á sama tíma má segja að framtíð Kiwanis hafi aldrei verið bjartari. Vinirnir sem við kynnumst og eignumst, sú gleði sem við sameinumst í þegar við glæðum líf annarra vonarneista, fullnægjan sem við fáum útúr því að vera félagar í alþjóðlegum þjón- ustusamtökum, getur ekki annað en styrkt vináttu- og sameiningarbönd Kiwanis- félaga um allan heim. Þannig að hvar sem við komum saman í nafni Kiwanis skulum við treysta vinabönd okkar hvort sem er f umdæmum, svæðum eða klúbbum. Stefnum sameigin- lega að því að gera heiminn betri í krafti verka okkar. I öllu sem við gerum megum við þó ekki gleyma því að, "Einn getur skipt máli" - Þið skiptið öll máli!!! (Þýtt og staðfært af Óskar Guðjónssyni) VEITINGASTAÐUR í MIÐBÆ ÍSAFJARÐAR Pizzur - Fiskur Pasta - Steikur Samlokur - Hamborgarar Austurvegi 1, 400 ísafjörður, 456-5001 www.fernandos.is0 JERNANDO'S resfaurant 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.