Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 18
ÓSKAR GUÐJÓNSSON UMDÆMISRITARI 2006-2007 Ágætu Kiwanisfélagar Eftir setu sem erlendur ritari í síðustu tveimur umdæmis- stjórnum tekst ég nú á við embætti umdæmisritara í stjórn Andrésar Hjaltasonar. Starf erlends ritara er mikilvægt innan umdæmisstjórnar, felst m.a. í því að setja sig inní og upplýsa umdæmisstjórn um það sem helst er á baugi á alþjóðavettvangi hreyfingarinnar hverju sinni og halda uppi tengslum umdæmisins á því sviði. Þó að þar komi margt annað til, tel ég starf erlends ritara vera afbragðsgóðan undirbúning fyrir umdæmisritarastarfið, og sé því svo sem ekkert til fyrirstöðu að sameina megi störfin undir vissum kringumstæðum. Eg tel mig og vera vel inní þeim málum er borið hefur á borð hreyfingarinnar á þessum tíma, auk þess sem ég hef beitt mér sem ungliðaráðgjafi og gagnagrunns- tengiliður og tekið þátt í fræðslu embættismanna og stefnumótun hreyfingarinnar. Einnig hef ég átt nána samvinnu við frábæra fyrirrennara mína í starfi þau Dröfn og Arnald. Vonandi kemst ég með tærnar þar sem þau voru með hælana. Auk 15 ára Kiwanisstarfs er þetta því sú reynsla er ég legg í starf umdæmisritara 2006-2007. Með góðri samvinnu við Kiwanisfélaga og umdæmisstjórnarfólk, vonast ég til að það gangi stóráfallalaust. Kiwanishreyfingin stendur á tímamótum. Nútímavæðing á starfsháttum, markaðssetningu og kynningu hefur hafið innreið sína. Gildin hafa fengið nýjar og breyttar áherslur og hreyfingin er alþjóðlegir en nokkru sinni fyrr. Hlutverkið er á hreinu og stefnan er skýr. Markmiðin hafa verið sett og leiðir að þeim kortlagðar. Tekist er á við stöðnun og værukærð fyrri tíma á markvissan hátt sem vonandi leiðir til nýs yfirbragðs á hreyfingunni og fjölgunar í náinni framtíð. Orðræðu fyrri ára hefur verið breytt í markvissar athafnir. Kiwanis stefnir í að vera 1 milljón félagar á 100 ára afmæli hreyfingarinnar árið 2015. Umdæmi um allan heim eru að aðlaga sig þessu átaki, hvert á sinn hátt. í dag á því að vera spennandi að vera í Kiwanis. Eg hlakka til að starfa með umdæmisklúbbum og -félögum að takast á við þessar breytingar með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Með Kiwaniskveðju Oskar Guðjónsson Embætti: Umdæmisféhirðir Nafn: Arnar Ingólfsson Maki: Anna Birna Árnadóttir Börn: 3 Starf: Raflagnahönnuður Kiwanisklúbbur: Keilir Félagi síðan: 1994 Áhugamál: Fjölskyldan, veiði, gönguferðir, njóta lífsins. Eitthvað um starfið framundan og væntingar af því: Það blasir við hjá verðandi Umdæmisféhirði að halda áfram því góða starfi sem hefur verið í unnið í fjármálum Kiwanisumdæmisins. Eg vona að eiga sem góð samskipti við sem flesta og allir Kiwansiklúbbar landsins hafi fjármálin í góðu standi, þá verður Umdæmisféhirðirinn nokkuð kátur. KYNNINGÁ UMDÆMISFÉHIRÐI 2006-2007 Thai Koon Austurlenskur veitingastaður í verslunarmiðstöðinni Neista á ísafirði. Austurlenskur matur eins og hann gerist bestur. Hafnarstræti 9-13, 400 ísafjörður sími 456-0123 • Brúðkaup • Afmæli • Fermingar • Smáréttir • Fundir • Ráðstefnur • Veisluþjónusta • Erfidrykkjur Verið velkomin! Hótel ísafirði • Silfurtorgi 2 Sími 456-3360 • Fax: 456-3370 www.skg.is • skg@skg.is 18

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.