Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 23

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 23
Heimasíða Setja skýrar reglur um heimasíðu klúbbsins. 2004-2005 1. Endurskoða stefnumótun- ina, laga til og eða einfalda. 2. Meta þær áætlanir sem unnið hefur verið eftir t.d. fjáraflanir og fl. 3. Fræðsla. 2005-2006 1. Vinna áfram samkvæmt stefnumótuninni. 2. Endurskoða og leggja drög að nýrri stefnumótun sem byggði á þeim árangri sem hefur náðst. 3. Fræðsla. 4. Ljúka verkreglum varðandi heimasíðu klúbbsins 2006-2007 1. Ný stefnumótun endanlega kláruð og lögð fram til samþykktar vorið 2007. 2. Fræðsla. Sá sem hefur náð öllum sínum markmiðum, hefur sett þau of lágt, Verum jákvæð setjum okkur markmið sem við vinnum að. Verum órög að koma með breytingar ef á þarf að halda en ekki öðruvísi. FJÖLMENNIFRA ISLANDIA EVRÓPUÞINGIÐ Á myndinni er Don Canaday til vinstri, við hlið hans er Karsten Brunswik, kjörumd.stj. Noregi og lengst til hægri er Linda eiginkona Don. 39. Evrópuþingið var haldið í Róm á Italíu í byrjun júnímánaðar. 130 kiwanis- félagar og makar héldu af landi brott 6. júní til Rómar. Ferðanefndin hafði í marga mánuði skipulagt þessa ferð sem tókst í alla staði mjög vel og er nefndinni til mikils sóma. Þetta var ströng ferð og víða farið og margir fallegir staðir skoðaðir. Þetta er ein fjölmennasta ferð frá Islandi sem farin hefur verið á Evrópuþing. Á þinginu mættu fulltrúar frá 179 klúbbum og um 323 fulltrúar voru með atkvæðis- rétt. Viðtakandi Evrópuforseti heitir Jean Paul Ravasi, Itali en býr í Frakklandi. Evrópu- sambandið fagnar á næsta ári 40 ára afmæli og viðtakandi forseti vill að Umdæmin og klúbbar innan þeirra geri sig sýnilegri í tilefni þessara tímamóta. Helstu áherslur Evrópu- forseta næsta starfsár er fjölgun og framfylgja stefnu- mótun KI með að vera búin að ná einni milljón félaga árið 2015 en þá fagnar Kiwanis- hreyfingin 100 ára afmæli. Viðtakandi Evrópuforseti leggur einnig áherslu á eftirfarandi atriði: • Þjóna börnum heims • Kynna Kiwanis betur • Fjölga félögum í klúbbunum vegna þess að því fleiri sem við erum þá getum við þjónað þeim sem minna mega sín betur • Fjölga konum í Kiwanis • Stofna nýja klúbba með yngri félögum • Stofna klúbba í Austur- Evrópu Mottó verðandi Evrópuforseta er Kiwanis í gær, Kiwanis í dag, Kiwanis á morgun og Kiwanis að eilífu. Kiwanisfélagi okkar Ævar Breiðfjörð var í framboði til setu í KI Trustees fyrir svæði 3 en það er Evrópa og þar er skipt um einn á ári og voru þrír í framboði. Því miður náði Ævar ekki kjöri en sá sem sigraði er frá Sviss. Gaman var að fylgjast með þessu framboði á þinginu og stóð Ævar sig með sóma. Evrópubúar kvarta mikið undan samskiptaleysi á milli Kiwanis í Evrópu og Ameríku og var haldinn fundur vegna þess í janúar s.l. og er stefnt að því að bæta þessi samskipti. Undirritaður ásamt Um- dæmisstjóra sóttu þing í Montreal í Kanada í byrjun júlí og sátu þar þriggja daga funda-og fræðsluráðstefnu. Mjög gaman var að koma til Montreal, sem er falleg borg, en ferðalagið þangað er heldur langt en ferðin tók um 20 klukkustundir Kosið var um kjör-kjör heimsforseta og voru fjórir í framboði. Sigurvegarinn heitir Donald Canaday en til gamans má geta þess að hann heimsótti okkur á þingið sem haldið var í Garðabæ sem fulltrúi KI. Með Kiwaniskveðju Andrés K. Hjaltason Kjörumdæmisstjóri Evrópuþing: Sitjandi Jóhanna og Andrés og fyrir aftan þau eru Catherine og Giampaolo Ravasi verðandi Evrópuforseti. 23

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.