Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 10
10 www.virk.is VI RK öllum starfsgreinum og með mismunandi menntunarstig. Virkur vinnustaður og endurkoma til vinnu Það er mikilvægt að einstaklingar eigi greiða leið til baka í vinnu aftur í kjölfar veikinda og slysa. Til að auðvelda endur- komu til vinnu getur verið mikilvægt að vinnustaðurinn sé reiðubúinn til að mæta einstaklingi með sveigjanleika og skilningi svo endurkoman verði árangursrík. Þróunarverkefnið „Virkur vinnustaður“ er í gangi hjá VIRK með þátttöku um 30 vinnustaða um allt land. Markmið verkefnisins eru m.a. að stuðla að því að brugðist sé við veikindum á vinnustöðum með fyrirsjáanlegum hætti og að á vinnustöðum sé til yfirlýst stefna og markvissar leiðir sem stuðla að forvörnum og skapa aðstæður til árangursríkrar endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. Verkefnið hefur einnig það markmið að auka þekkingu bæði starfsmanna og stjórnenda um ýmsa þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á heilsu og geta dregið úr fjarvistum. Verkefnið hefur núna verið í gangi í um eitt og hálft ár og upplifun þátttakenda í verkefninu er mjög jákvæð. Áætlað er að verkefninu ljúki á árinu 2014 og verða niðurstöður þess þá kynntar. Við komu til VIRK eru einstaklingar spurðir ýmissa spurninga er varða endurkomu til vinnu, hvort hún hafi verið reynd og hvort eitthvað hafi verið gert til að auðvelda þeim endurkomu til vinnu í kjölfar veikinda eða slysa. Af þeim sem svöruðu spurningunni „Var eitthvað gert til að auðvelda endurkomu til vinnu?“ taldi um helmingur að hægt hefði verið að gera betur í þeim efnum. Mynd 12 sýnir hlutfallslega skiptingu svara hjá um 700 einstaklingum sem nefna tiltekna þætti í þessu samhengi. Flestir nefna að breyting á vinnuskyldum og tilfærsla í starfi hefði getað auðveldað endurkomu til vinnu og áhugavert er að sjá að um 13% telja að símtal frá atvinnurekenda hefði skipt máli í þessu sambandi. Mikilvægt er að atvinnurekendur og stjórnendur á vinnustöðum séu meðvitaðir um hlutverk sitt og ábyrgð hvað þetta varðar og eigi góð samskipti við veika starfsmenn til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. „Það er mikilvægt að einstaklingar eigi greiða leið til baka í vinnu aftur í kjölfar veikinda og slysa. Til að auðvelda endurkomu til vinnu getur verið mikilvægt að vinnu- staðurinn sé reiðubúinn til að mæta einstaklingi með sveigjanleika og skilningi svo endurkoman verði árangursrík.“ Aðstæður og líðan einstaklinga sem leituðu til VIRK á árinu 2012 Í reglubundnu sambandi við lækni Starfið var líkamlega erfitt Veikindi hafa áhrif á fjárhaginn Starfið var andlega erfitt Andleg streita hefur áhrif á starfsgetu Depurð og kvíði hafa áhrif á starfsgetu Kvíði því að veikindi versni við að fara aftur að vinna 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 89% 68%68% 67%64% 82% 56% Mynd 9 Mynd 8 Mat einstaklinga á ástæðum fjarvista frá vinnumarkaði Stoðkerfisvandamál Smitsjúkdómar Meltingarfærasjúkdómar Geðræn vandamál Hjarta- og/eða æðasjúkdómar Lungna og öndunarfærasjúkdómar Æxli Innkirtla, næringar- og/eða efnaskiptasjúkdómar Taugasjúkdómar 42% 34% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 2% 37 4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.