Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 13

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 13
13www.virk.is VIRK Vinnuferlar og starfsgetumat Vinnuferlar hjá VIRK eru í stöðugri þróun og er það nauðsynlegt til að mæta breyttum aðstæðum og nýta aukna þekkingu og reynslu innan VIRK. Ráðgjafar VIRK og sérfræðingar í þverfaglegum matsteymum taka virkan þátt í þessari þróun. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarið að stytta ferilinn í grunnmati og nýta betur ýmis starfsendurhæfingarúrræði sem eru í boði um allt land. Einnig hefur verið lögð áhersla á meiri ögun og skýrari verkferla bæði hjá ráðgjöfum og í þverfaglegum matsteymum. Mikil uppbygging átti sér stað í þverfag- legu mati hjá VIRK á árinu 2012. Sérfræðingum í þverfaglegum matsteym- um fjölgaði mikið og ríkari áhersla var lögð á að koma með þverfaglega sýn fyrr í starfsendurhæfingarferlið og að það eigi sér stað í byrjun ferlis þegar einstaklingar búa við flóknar og erfiðar aðstæður. Mikilvægt er að hver og einn einstaklingur fái ítarlegt faglegt mat á stöðu sinni þannig að starfsendurhæfingaráætlun sé raunhæf, markviss og árangursrík. Aukið samstarf hefur einnig átt sér stað við erlenda aðila varðandi þróun á starfsgetumati. Formlegt samstarf er við endurhæfingarstöðina Rauland í Noregi og verið er að útvíkka það samstarf þannig að það nái til um 6 NAV skrifstofa í Noregi. NAV er stofnun sem sér um allar bóta- greiðslur og mat á vinnugetu einstaklinga í Noregi. Það er einnig í undirbúningi að byggja upp aukið samstarf við bæði Dani og Svía um gagnkvæma þekkingarmiðlun ásamt frekari þróun og nýtingu á matinu. Á síðasta ári hófst innleiðing hjá VIRK á gæðahandbók. Þar er lögð áhersla á að ráð- gjafar, sérfræðingar og starfsmenn, vinni eftir samræmdum og skilgreindum gæða- og öryggiskröfum í starfsendurhæfingu á landsvísu. Einnig er verið að auka eftirlit með innri verkferlum og þeim úrræðum sem VIRK notar til að styðja einstaklinga við að komast út á vinnumarkaðinn 17% 9% 17% Mynd 14 Hlutfall einstaklinga á vinnumarkaði eða í námi við lok þjónustu hjá VIRK Í launaðri vinnu Annað Í atvinnuleit Í námi57% Um 540 einstaklingar sem hafa útskrifast og farið í gegnum fyrsta stöðumat eftir útskrift: Laun á vinnumarkaði 91% 83% Atvinnuleysisbætur 92% 73% Sjúkrasjóður stéttarfélaga 76% 69% Endurhæfingarlífeyrir 48% 44% Örorkulífeyrir 35% 33% Laun í veikindum 79% 8% 2% 89% Atvinnuleysisbætur 49% 35% 3% 87% Sjúkrasjóður stéttarfélaga 50% 18% 4% 72% Engar tekjur 51% 17% 4% 72% Endurhæfingarlífeyrir 32% 11% 3% 46% Fjárhagsaðstoð 24% 14% 0% 38% Örorkulífeyrir 34% 2% 1% 37% Staða við komu til ráðgjafa Tafla 3 Tafla4 Hlutfall með vinnugetu: Við útskrift 6-9 mánuðum eftir útskrift Framfærslustaða við komu til ráðgjafa Hlutfall stöðugilda við lok ráðgjafar: Í launaðri vinnu Í atvinnuleit Á námslánum Samt. með vinnugetu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.