Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 17

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 17
17www.virk.is VIRK Mynd 3 Hvatning ráðgjafa styrkti þá fyrirætlun mína að komast aftur í vinnu 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Mjög sammála Sammála Ósammála Mjög ósammálaHvorki sammála né ósammála 43% 34% 19% 1%3% Sjálfsmynd 4,4 7,4 Starfsgeta 2,9 6,4 Mat einstaklinga á stöðu sinni, á kvarðanum 0-10 Meðaltal í upphafi þjónustu Meðaltal í lok þjónustu Tafla 1 Mynd 4 Hversu lengi þurftir þú að bíða eftir fyrsta tíma hjá ráðgjafa 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Fékk tíma strax Minna en viku 7–10 daga 11–17 daga 18–24 daga 25–28 daga Meira en 4 vikur 21% 36% 24% 11% Aðgengi miðað við tíma og staðsetningu hefur mikil áhrif á mat einstaklinga á gæðum þjónustu. Aðgengi að ráðgjöfum út um allt land og í heimabyggð er einn þeirra þátta sem fólk var beðið að meta. Um 90% notenda telja að aðgengi að ráðgjöfum VIRK sé gott. Eitt af markmiðum VIRK er að auðvelda einstaklingum að fara aftur á vinnumarkað. Hlutverk ráðgjafa er meðal annars að hvetja þá og virkja til að huga að endurkomu til vinnu. Á mynd 3 kemur í ljós að 77% útskrifaðra telja að ráðgjafinn hafi náð þessu markmiði. Viðbragðsflýtir þjónustuaðila endurspeglar vilja til að aðstoða einstaklinginn og veita skjóta þjónustu. Þessi þáttur dregur fram mikilvægi þess að vera fljótur að bregðast við þörfum einstaklingsins, spurningum og vandamálum. Einstaklingur metur viðbragðsflýti út frá því hve lengi hann þarf að bíða til að fá þjónustu, svör við spurningum eða lausn á vandamálum. Til að skara fram úr í viðbragðsflýti hefur VIRK leitast við að fjölga ráðgjöfum ef biðtími eftir fyrsta viðtali hjá ráðgjafa þykir of langur, ásamt því að rýna í vinnuferla ráðgjafa og huga að umbótum þar. Á mynd 4 kemur fram að 57% þátttakenda höfðu ýmist fengið tíma hjá ráðgjafa strax eða innan viku frá því að þeir óskuðu eftir honum. Önnur 24% höfðu fengið tíma innan 10 daga, sem var enn ásættanlegur tími. Hinsvegar töldu 8% sig hafa beðið lengur en 18 daga eftir fyrsta tíma hjá ráðgjafa, sem að mati VIRK er allt of langur biðtími. Þátttakendur eru beðnir um að gefa sjálfsmynd sinni og starfsgetu einkunn á bilinu 0–10 við upphaf og lok þjónustu. Eins og sést á töflu 1 er sjálfsmynd þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu hjá VIRK talsvert löskuð við komu. Ráðgjafar VIRK vinna með þeim svo þeir átti sig betur á styrkleikum sínum og vísa að auki á úrræði sem auðvelda fólki að byggja upp sterkari sjálfsmynd, sem oft er forsenda þess að það treysti sér til að fara út á vinnumarkaðinn aftur. Við lok þjónustu hefur sjálfsmynd að meðaltali styrkst verulega, eins og tafla 1 ber með sér. Að sama skapi er það markmið VIRK að auðvelda einstaklingum að efla starfsgetu sína meðan á starfsendurhæfingunni stendur. Á töflu 1 sést hvernig notendur þjónustunnar meta stöðu sína á því sviði á kvarðanum 0–10, annarsvegar við upphaf þjónustu og hinsvegar við lok hennar. Auk ofangreindra spurninga svöruðu þátttakendur spurningum um gagnsemi ólíkra úrræða, fleiri spurningum sem snéru að þjónustu ráðgjafanna, spurningum um gagnsemi fræðslu og upplýsingaefnis auk annars sem tengist þjónustu VIRK. Almennt má segja að niðurstöður þjónustukönnunarinnar bendi til þess að þátttakendur séu í 85-95% tilvika ýmist ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustu VIRK. Þessar niðurstöður eru mikilvægar en þær gefa jafnframt tilefni til að rýna þá hluti sem betur mega fara til að hægt sé að bæta þjónustuna enn frekar. 3%2%3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.