Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 22

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 22
22 www.virk.is UPPLÝSINGAR VI Ð TA L Raunhæf endurhæfing Kemur fólk til ykkar með miklar væntingar? „Mikilvægt er að upplýsa fólk vel um það út á hvað starfsendurhæfingin gengur. Það skiptir máli að kerfið okkar sé sem skilvirkast, svari því sem það þarf að svara og leiði okkur að raunhæfri starfsendurhæfingu.“ Hvert er fyrirmyndin að starfi ykkar sótt? „VIRK sækir fyrirmyndir víða, til dæmis til Norðurlandanna. Við vinnum eftir ákveðnum verkferlum og er stýrt eftir þeim í formi kennsludaga, fræðslu, námskeiða og viðtala við sérfræðingana okkar. Auk þess hefur grunnur minn og þekking á heilbrigðiskerfinu nýst mér mjög vel í starfinu. Allir sem koma til okkar fara í gegnum ákveðið grunnmat sem tekur kannski 4 til 5 skipti. Þar er farið yfir ákveðnar upplýsingar og síðan tekur við ýtarlegri gagnaöflun, sem á í senn að vera hvetjandi og afla upplýsinga. Með þessu er verið að kortleggja styrkleika og hindranir viðkomandi, þau markmið sem fólk vill setja sér og hvaða leiðir það vill og getur farið. Allt þetta fer fram í samtölum með opnum spurningum. Leitast er við að beita sem bestri viðtalstækni. Eftir grunnvinnuna leggjum við niður plan með einstaklingnum, hvar þurfi stuðning og hvert eigi að halda. Fyrir suma kaupum við úrræði, svo sem sálfræðiviðtöl, sjúkraþjálfun eða sjálfsstyrkingarnámskeið; fyrir aðra nægir að eiga samtöl við ráðgjafa, sem hvetur og styður viðkomandi og hjálpar honum að setja sér markmið til að glíma við milli viðtala. Stór hluti af ferlinu er að setja sér raunhæf markmið.“ Geti fólk ekki sinnt sínu fyrra starfi, fær það þá hjálp til að finna önnur úrræði? „Já, við bendum fólki á færar leiðir og í samstarfi við VIRK eru ýmsir aðilar sem bjóða upp á úrræði. Stundum verður nám fyrir valinu. Ég get nefnt aðila sem fékk að glíma við fyrsta áfanga í rafmagnsfræði og var kostnaður greiddur fyrir hann. Þegar hann náði prófunum ákvað hann að taka skrefið — láta skrá sig í fullt nám. Þetta var það sem þurfti til að koma honum á beinu brautina.“ Hve lengi hefur fólk möguleika á að hafa samband við ráðgjafa? „Við fylgjum fólki eftir í um það bil tvo mánuði eftir að það er komið af stað í nám eða vinnu. Auk þess er ekkert sem mælir gegn því að viðkomandi hafi samband við okkur, jafnvel þótt talsvert sé um liðið, ef babb kemur í bátinn. Þá er metið í hverju tilviki fyrir sig hvað hægt er að gera.“ Telur þú þessa starfsemi skila miklum árangri fyrir atvinnulífið? „Já, ég veit að til dæmis hér á Stórhöfða hefur árangurinn verið góður og líka annars staðar þar sem ég þekki til. Þó er misjafnt milli stéttarfélaga hvernig gengur að koma fólki út í atvinnulífið.“ Góð fyrirmynd Finnst þér munur á að vinna með karlmönnum eða konum? „Já, það er munur, kynin eru ólík en hafa sína styrkleika og veikleika. Karlar eru oft lokaðri en auðvitað eru þeir misjafnir, það er erfitt að alhæfa í þessu efni. Mikilvægt er að ráðgjafi sé góður hlustandi, gefi einstaklingnum tækifæri til að láta skoðun sína í ljós og geti tekið gagnrýni. Maður þarf að hafa breitt bak. Miklu skiptir að vera góð fyrirmynd og heill í því sem maður ráðleggur öðrum. Ég hef haft að leiðarljósi að vera góð fyrirmynd og ástunda það sem ég ráðlegg öðrum að gera. Hafa góð grunngildi, svo sem góðar svefnvenjur, borða hollan mat reglulega, stunda hreyfingu og útivist, eiga fjölbreytt áhugamál, stjórna streitu og geta brugðist við álagi. Stundum hefur fólk unnið mikið og á sér því fábreytt áhugamál en í öðrum tilvikum liggja styrkleikar í áhugamálum sem hægt er að nýta sér í vinnu. Því þarf að taka það til umræðu hvað gert er í frítíma. Ég get nefnt sem dæmi mann sem hefur áhuga á húsbílum og datt í hug að hann gæti hugsanlega orðið sölumaður húsbíla eða starfað við þjónustu á verkstæði fyrir húsbíla. Sá sem spilar á hljóðfæri gæti til dæmis unnið í hljóðfæraverslun og þannig mætti lengi telja. Til okkar leitar oft svokallað „verkfólk“, fólk sem er handlagið eða hefur áhuga á tækni, en glímir til dæmis við lesblindu. Þá getur þurft að takast á við lesblinduna. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og maður hittir margt áhugavert fólk, sem gerir starfið skemmtilegt. Stundum hefur fólk orðið fyrir einelti einhvern tíma á lífsleiðinni og það er þá kannski rótin að vandanum; slíkt má bæta með því að styrkja sjálfsmynd viðkomandi. Mín reynsla er sú að hæfilegt sé að taka viðtöl við 4-5 einstaklinga á dag. Það þarf líka tíma til að vinna úr upplýsingum og skrá inn í kerfið, vera í samstarfi við meðferðaraðila, heilbrigðiskerfið og heimilislækna, svo dæmi séu nefnd. Ég vil geta þess að ég hef átt ánægjulegt samstarf við marga heimilislækna. Ráðgjafinn sér um að hafa samband við hina ýmsu aðila og fylgist síðan með hvernig málum vindur fram. Segja má að við ráðgjafar séum eins og köngulær í miðjum vef; við höldum þráðunum saman. Ef starfsendurhæfingaráætlunin gengur ekki sem skyldi getum við leitað til sérfræðinga VIRK og þá er fólki oft vísað í þverfaglegt mat. Allt stuðlar þetta að því að koma því sem fyrst út á vinnumarkaðinn. Stundum fara mál þannig að starfsendur- hæfing þykir fullreynd, en viðkomandi er ekki tilbúinn til að fara út á vinnumarkað. Oftast hefur þjónustan þó alltént skilað viðkomandi einstaklingi aukinni vellíðan þannig að hann er betur settur og verður virkari þátttakandi í lífinu.“ Myndast náin tengsl milli ráðgjafa og einstaklings? „Já, það getur gerst, en nauðsynlegt er að gefa skýr skilaboð um hvað starf okkar felur í sér. Eftir að grunnupplýsingar liggja fyrir fer í gang mikið ferli og samstarf. Eðlilega koma sumir einstaklingar meira „við hjartað í manni“ en aðrir, annað væri ekki mannlegt. En jafnframt er báðum aðilum ljóst að samstarfið byggist á því að einstaklingurinn muni á endanum ekki þurfa lengur á ráðgjafanum að halda. Okkar hlutverki á að ljúka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.