Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 23
23www.virk.is VIÐTAL „Þetta er spennandi starf og að mörgu leyti skemmtilegt, en krefjandi. Engin tvö mál eru eins og tilvikin oft mjög ólík. Ég er ráðgjafi hjá VIRK fyrir þrjú stéttarfélög; Eflingu, Hlíf og Sjómannafélagið og hef verið starfandi hér frá 1. október síðastliðnum,“ segir Pétur Gauti þegar hann er inntur eftir starfsvettvangi sínum. „Það sem ég fæst við hér hjá VIRK er á margan hátt svipað verkefnum mínum hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem ég starfaði áður. Þangað kom fólk sumpart inn vegna veikinda en ég sinnti þar talsvert málum þeirra sem áttu við neysluvanda að stríða. Það verkefni heitir Grettistak. Markmiðið er að hjálpa fólki, sem á undir högg að sækja sökum heilsubrests, til að takast á við lífið að nýju með stuðningi þar sem unnið er í samstarfi við teymi fagaðila við að koma einstaklingum til vinnu. Helsta breytingin er sú að hér tekur maður á móti fólki á breiðari grundvelli. Hingað leitar fólk sem oft á tíðum hefur verið frá vinnu í langan tíma „Allt er mjög vel skipulagt hjá VIRK“ Pétur Gauti Jónsson ráðgjafar hjá VIRK Að Guðrúnartúni 1 er reisulegt hús ASÍ sem hýsir m.a. VIRK – Starfsendurhæfingarsjóð. Á þriðju hæð þessa húss, sem áður var Sætún 1, hittum við fyrir Pétur Gauta Jónsson ráðgjafa hjá VIRK. vegna veikinda, átt við stoðkerfisvanda að stríða eða glímt við þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Þá getur langtímaatvinnuleysi eitt og sér haft mikil áhrif á heilsufar einstaklinga og oft aukið á vandann. Aukning hefur orðið á tilvísunum hingað frá Vinnumálastofnun og þá helst þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta, en það kemur einnig til vegna sérstaks átaksverkefnis hjá Vinnumálastofnun sem miðar að því að virkja atvinnuleitendur. Verkefnið felur í sér að þeim sem glíma við heilsubrest og geta ekki tekið atvinnutilboði er vísað í starfsendurhæfingu. Einnig hefur orðið aukin samvinna við lífeyrissjóði um að aðstoða fólk út á vinnumarkað,“ segir Pétur Gauti. Efling er næststærsta stéttarfélagið á landinu en félagsmenn þess eru um 20.000. Samanlagt með hinum stéttarfélögunum eru þetta um 25-27.000 manns. Kynjahlutfall félagsmanna Eflingar er tiltölulega jafnt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.