Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 28
28 www.virk.is UPPLÝSINGAR VI Ð TA L Starfið er mikil lífsfylling Sigurbaldur Kristinsson „Ég lenti í bílslysi árið 2004 og hef verið slæmur í baki síðan,“ segir Sigurbaldur Kristinsson sem bú- settur er að Gröf í Hvalfjarðarsveit. Sigurbaldur er fæddur 13. febrúar 1958 og starfaði sem vörubílstjóri fyrir slysið. „Ég komst aftur út í hið daglega líf eftir að hafa verið fluttur með þyrlu á Borgarspítalann í Reykjavík og þaðan í eftirmeðferð á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Að árs veikindaleyfi loknu reyndi ég að fara að aka vörubílnum aftur þrátt fyrir bakmeiðslin, en varð fljótlega ljóst að ég gæti það ekki vegna verkja. Það brotnuðu fimm rifbein í slysinu auk fleiri beina, svo þetta var alvarlegt,“ segir Sigurbaldur. En hvað tókstu þér fyrir hendur þegar vörubíllinn var út úr myndinni? „Ég reyndi að vinna í vélsmiðju í eitt ár en varð að hætta vegna verkja og vann ekki fasta vinnu fyrr en ég fór í hlutastarf hjá N1 á Akranesi fyrir nokkru. Það starf hefur verið gagnlegt, ekki síst fyrir sjálfsmyndina – mér finnst ég ekki einskis nýtur, en slíkar hugsanir leita á þegar fólk getur ekki unnið á almennum vinnumarkaði. Það er í raun það sem maður vill gera,“ svarar Sigurbaldur. En hvernig komstu í samband við VIRK? „Í framhaldi af því að mér var bent á Starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK leitaði ég til ráðgjafa. Mér var tekið mjög vel af Elínu Reynisdóttur, ráðgjafa VIRK á Akranesi.“ Hvaða áætlun lögðuð þið upp með? „Ég hafði verið á Reykjalundi í þrjá mánuði nokkru eftir slysið og fengið þar þjálfun sem reyndist vel. Þórir Þórhallsson læknir og Elín sáu um að ég kæmist í sjúkraþjálfun á Akranesi. Einnig hef ég verið í vatnsleikfimi hjá Hver, sem starfrækt er á vegum Vinnumálastofnunnar og Akraness. Mér fannst nú hálfhlægilegt að vera settur í vatnsleikfimina á Reykjalundi með fjölda kvenna, en sú leikfimi hefur reynst mér betur en ég hefði haldið.“ Þægileg vinna Hvað kom til að þú fórst að vinna hjá N1 á Akranesi? „Elín ráðgjafi vissi til þess að starfsmann vantaði í þessa varahlutaverslun og datt í hug að starfið gæti hentað mér. Hún talaði við Ingþór verslunarstjóra og um þetta tókust samningar.“ Hvernig hefur þér líkað? „Mjög vel. Þetta er þægileg vinna, ég vinn á mínum hraða og vinnufélagarnir sjá til þess að ég þurfi ekki að lyfta neinu þungu. Starfsfólkið sem ég vinn með er mjög fínt, góður starfsandi ríkjandi. Ég er aðallega að taka á móti pöntunum, raða í hillur og verðmerkja. Það er nú svo með bakmeiðsl að fólk í umhverfinu sér gjarnan ekki að neitt sé að. Maður verður því sjálfur að gæta þess að ofreyna sig ekki. Geri ég það kemur það bara niður á mér á eftir.“ Hefur þú lengi haft áhuga á bílum? „Já, mamma segir að ég hafi verið kominn með bílaáhugann strax í æsku, þegar hún var að halda á mér á göngu um miðbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.