Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 36
36 www.virk.is SA M ST A RF ATVINNULÍF hreyfingu í sjúkraþjálfuninni Átaki. Við fengum fjármálanámskeið sem kom reglu á fjármálin. Ég fékk heilmikla sjálfsstyrkingu sem á ótrúlega stuttum tíma fyllti mig sjálfstrausti, bjartsýni og gleði,“ segir Jón Gunnar. Hjá Samvinnu hafi hann lent í frábærum hópi fólks sem hafi sýnt mikla samstöðu og rútína hafi komist á lífið. „Það hafði lengi blundað í mér sá draumur að vinna við matvælaframleiðslu en ég hafði aldrei treyst mér til að sækja þangað, eða ekki fyrr en snillingarnir hjá Samvinnu redduðu mér starfsþjálfunarplássi í gróðrarstöðinni Glitbrá í Sandgerði. Hún Gunnhildur Ása í Glitbrá og hennar starfsfólk og fjölskylda tóku mér fagnandi og voru frábær í alla staði. Þar var rekið á eftir mér að slappa af og taka því rólega. Ása sagði mér að finna mín takmörk og vinna með meiðslunum. Ég byrjaði nú ekki vel, entist í þetta 2 til 3 tíma á dag og þá var deginum lokið hjá mér vegna verkja,“ segir Jón Gunnar. „Ég fékk að vera allt sumarið hjá Ásu, í lok sumars var ég farinn að standa í allt að 6 tíma á dag og var þetta einmitt það sem ég þurfti með minni sjúkraþjálfun til að styrkja mig enn meira. Þó að það hafi verið erfitt og ég farið heim með verki í baki eftir hvern vinnudag, þá höfðu áhuginn og ánægjan sigur og ég hélt þetta út. Í kjölfarið á þessari reynslu hef ég í dag skýra framtíðarsýn. Stefnan var tekin á nám og hóf ég það núna í haust hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, þar sem ég fór í Grunnmenntaskólann á vegum VIRK og Samvinnu.“ Jón Gunnar segir að eftir útskrift þar sé stefnan tekin á Garðyrkjuskólann. Þar langar hann að leggja fyrir sig ylrækt og á endanum að opna sína eigin gróðrarstöð, þar sem hann geti varið tímanum á sínum hraða við eitthvað sem hann hafi gaman af. „Í mínum huga er engin spurning að ég hefði ekki komist á þann stað sem ég er á í dag án þeirrar aðstoðar og styrks sem Samvinna hefur veitt mér. Starfsfólkið og kennararnir hérna leggja sig öll fram við að gera þetta að góðri upplifun og þau leggja ótrúlega mikið á sig til að finna eitthvað sem hentar þeim sem leita til þeirra. Ég ætla að halda ótrauður áfram og mun ávallt muna þá góðmennsku sem hérna býr. Ekkert annað en þakklæti kemst að þegar að ég hugsa til baka þetta ár sem liðið er síðan ég datt hingað inn,“ segir Jón Gunnar Kristinsson um veru sína hjá Samvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.