Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 38
38 www.virk.is SA M ST A RF ATVINNULÍF vinnumarkaði auki lífsgæði fólks og dragi frekar úr neikvæðum viðhorfum þess en vinna á vernduðum vinnustað. Fyrir marga er einn mikilvægasti þátturinn í bata að komast aftur til vinnu. Þverfaglegt teymi veitir IPS-þjónustuna. Í því eru annars vegar fagaðilar sem veita ein- staklingi geðheilbrigðisþjónustu og hins vegar atvinnusérfræðingar. Dæmi um slíkt teymi getur verið: einstaklingurinn sjálfur, atvinnusérfræðingur, ráðgjafi í starfs- endurhæfingu, málsstjóri, geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, aðrir starfsmenn sem koma að máli einstaklings og fjölskyldumeðlimur ef einstaklingur kýs það. Atvinnusérfræðingurinn í teyminu er sá sem ver mestum tíma í að leita að starfi með einstaklingnum og hefur einnig það hlutverk að fræða klíníska teymið um vinnutenginguna. Allir í teyminu bera hins vegar ábyrgð á að hafa augun opin fyrir starfsmöguleikum einstaklingsins og taka því allir einhvern þátt í atvinnuleitinni. Þegar starfið er fundið koma allir að því að undirbúa einstaklinginn og styðja hann. Til dæmis getur geðlæknir þurft að breyta lyfjum vegna einhverra þátta í starfinu, málsstjórinn hvetur einstaklinginn til dáða o.s.frv. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingar í teyminu tali reglulega saman svo að allir fylgist með þeirri þróun sem á sér stað í ferlinu (Swanson, S.J. og Becker, D.R., 2011). Nálgunin í IPS er alltaf einstaklingsbundin og því verður áætlunin ekki eins fyrir neina tvo einstaklinga. Mikil áhersla er lögð á að atvinnuleit fari fljótt af stað og langt ferli mats og þjálfunar er aldrei hluti af IPS. Sjónum er beint að því að nýta upplýsingar sem fyrir liggja, til dæmis varðandi fyrri störf og heilsufar. Klíníska teymið hefur yfirleitt veitt einstaklingi geðheilbrigðisþjónustu áður en hann fer inn í IPS-verkefni og býr því yfir mikilvægum upplýsingum, sem verða undirstaða áætlunar um hvernig hægt sé að aðstoða einstaklinginn við að komast aftur á vinnumarkað eins fljótt og verða má. Það sem skilar bestum árangri á vinnumarkaðinum er að komast í samkeppnishæft starf. Litið er svo á að hvert starf sem reynt er við gefi mikilvægar upplýsingar um getu viðkomandi og sé verðmæt reynsla. Aldrei er litið á neitt starf sem mistök. Sem dæmi má nefna einstakling sem fær vinnu í verslun en áttar sig á því að í margmenni þrói hann með sér vænisýki og er að lokum sagt upp. Það er þá reynsla sem af má draga lærdóm og næst leitar viðkomandi að vinnu í hæglátara umhverfi. Í IPS-þjónustunni er stuðningur veittur eins lengi og einstaklingur vill og hefur þörf fyrir. Í upphafi er mikill stuðningur og eftirfylgd, sem smám saman er dregið úr. Það sem einkennir fagfólk sem nær árangri í IPS-starfsendurhæfingu er sú trú að einstaklingurinn sem unnið er með hafi styrkleika, reynslu og hæfni sem nýta megi á vinnumarkaði og að rétt umhverfi og réttur stuðningur skipti miklu máli. IPS-ráðgjafar eru hugmyndaríkir og staðráðnir í að leysa vandamál, þeir trúa á val einstaklingsins og dæma ekki val hans heldur finna leiðir til þess að styðja einstaklinginn í þá átt sem hann stefnir. Þeir þora að taka áhættu og vita að þótt enginn sé öruggur um að ná árangri megi það ekki hindra fólk í að prófa (Swanson, S.J. og Becker, D.R., 2011). IPS aðferðin byggir á átta grundvallaratriðum: 1. Enginn er útilokaður, þ.e. allir sem vilja vinna fá aðstoð 2. Atvinnutengdur stuðningur og geðheilbrigðisþjónusta eru samtvinnuð 3. Stefnan er sett á samkeppnis- hæfa vinnu 4. Skipulag og fræðsla varðandi framfærslu, laun og bætur eru hluti af ferlinu 5. Hraðvirk atvinnuleit 6. Stuðningi er fylgt eftir 7. Borin er virðing fyrir vilja og vali einstaklings 8. Atvinnuráðgjafi byggir upp samband og á góða samvinnu við einstaklinginn (Dartmouth Psychiatric Research Center, 2012) Auk þessara átta grundvallaratriða hefur verið þróaður 25 atriða kvarði til að meta hve nákvæmlega er unnið eftir þeim. Rannsóknir á IPS hafa sýnt að þar sem aðferðinni er fylgt nákvæmlega og enginn afsláttur gefinn af verklagi er árangur betri en þar sem aðeins er stuðst við hluta þeirra grundvallaratriða sem IPS byggir á (Bond G.R, Drake R.E og Becker, D.R, 2012). Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir því hvað felst í þessum átta grundvallaratriðum. Áhugahvöt hefur einna best forspárgildi um hver árangur verður af starfsendur- hæfingu og því er öllum sem hafa áhuga á því að vinna boðinn stuðningur í IPS. Víða í starfsendurhæfingarþjónustu er fólk sem er í neyslu eða hefur mikil einkenni geðsjúkdóma útilokað frá þjónustu en svo er ekki í IPS. Í IPS-þjónustu er ekki dregið úr væntingum varðandi atvinnuþátttöku vegna: geðgreininga, einkenna, vinnu- sögu, neyslu, vitrænnar skerðingar, lélegrar umhirðu, sakaskrár, minnis- vanda eða þess að ekki hafi verið mætt í viðtal. Svo lengi sem fólk lýsir yfir áhuga á atvinnuþátttöku býðst því stuðningur eftir hugmyndafræði IPS og ferlið sjálft leiðir í ljós hvort starfsendurhæfing beri árangur (Swanson, S.J. og Becker, D.R., 2011). Margir fagaðilar sem hafa reynslu af IPS hafa nefnt að þeirra trú á því hverjir muni ekki komast í vinnu hafi reynst hafa lítið forspárgildi, þ.e. að margir sem þeir telji að muni ekki komast í vinnu nái árangri og fari aftur á vinnumarkað með réttum stuðningi. Samþætting geðheilbrigðisþjónustu og atvinnutengds stuðnings. Mikil áhersla er lögð á að samtvinna geðheilbrigðisþjónustu og atvinnutengdan stuðning. Allir sem koma að málum einstaklings verða að vinna sem eitt teymi. Atvinnusérfræðingar eru hluti af klíníska teyminu og samskipti á milli teymisaðila eru regluleg. Því vita atvinnusérfræðingar og ráðgjafar í starfsendurhæfingu af breytingum á meðferð einstaklingsins og eins veit klíníska teymið af þeim skrefum sem verið er að taka í átt að atvinnu. Ákvarðanir teymisins t.d. varðandi meðferð, stuðning við upphaf vinnu o.s.frv. eru lagðar fyrir einstaklinginn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.