Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 50

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 50
50 www.virk.is UPPLÝSINGAR ST A RF SE N D U RH Æ FI N G Í A LÞ JÓ Ð LE G U S A M H EN G I 4.5 Samþætting og samvinna ólíkra aðila Það þarf að breyta viðhorfum og styrkja væntingar einstaklinga, stofnana, stuðningsaðila og fyrirtækja varðandi þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði þrátt fyrir skerta starfsgetu. Mikilvægt er að fræða og virkja heilbrigðisstarfsfólk hvað þetta varðar. Hér gegna heimilislæknar lykilhlutverki, þar sem þeir hafa það hlutverk að greina og votta heilsubrest gagnvart bæði atvinnulífi og opinberum stuðningskerfum. Mikilvægt er að bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk fari varlega í að meta og dæma einstaklinga af vinnumarkaði vegna heilsubrests, þar sem hæfileg vinna getur flýtt verulega fyrir bata og verið forsenda þess að einstaklingar nái að hámarka starfsgetu sína og möguleika á vinnumarkaði. Auka þarf skilning heimilislækna á því að það þjónar ekki endilega hagsmunum viðkomandi einstaklings að veikindaskrifa hann til lengri tíma – oft er vænlegra að athuga hvað einstaklingurinn getur gert á vinnumarkaði þrátt fyrir tiltekinn heilsubrest. Vinnan getur jafnvel verið hluti af bataferli einstaklingsins. Hér þarf því að koma til aukin samvinna milli einstak- linga, atvinnurekenda, heimilislækna og sérfræðinga í starfsendurhæfingu. Í sumum löndum hefur hlutverk lækna í ferli veikindafjarvista og örorkumats verið endurskilgreint og gefnar hafa verið út skýrar leiðbeiningar til lækna hvað varðar vottorðaskrif, innihald vottorða, tímalengdir og fleira. Í Svíþjóð hafa menn náð árangri við að draga úr lengd fjarvista á vinnumarkaði, t.d. með því að gefa læknum skýrar leiðbeiningar um þann hámarkstíma fjarvista sem þeir geta sett í vottorð eftir eðli og tegundum sjúkdóma. Í Noregi, Danmörku, Hollandi og fleiri löndum hefur verið skilgreint sérstakt samstarfsferli sem þarf að eiga sér stað milli einstaklings, læknis og vinnustaðar ef fjarvistir fara yfir tiltekinn fjölda vikna. 5. Hvað þarf til að ná árangri? OECD bendir á mikinn skort á rannsókn- um og þekkingu á áhrifum mismunandi úrræðum í starfsendurhæfingu sem og áhrifum ólíkrar kerfisuppbyggingar og breytinga í hinum ýmsu löndum. Sem dæmi um þetta er oft lítil þekking til staðar á mismunandi áhrifaþáttum og flæði innan velferðarkerfisins þar sem margir þættir hafa áhrif og breyting á einum þeirra getur haft ófyrirséð áhrif á aðra. Því er mikilvægt að miðla upplýsingum og niðurstöðum athugana og rannsókna milli landa og safna þannig saman þekkingu um þá þætti sem skila árangri. Öll lönd innan OECD standa frammi fyrir svipuðum úrlausnarefnum á þessu sviði og þrátt fyrir að nálgun þeirra sé oft á tíðum ólík geta þau dregið mikilvægan lærdóm af þekkingu og reynslu hvers annars. Á undanförnum árum hafa margar þjóðir unnið að talsverðum breytingum á bæði bótakerfi og stuðningi við einstaklinga með skerta starfsgetu. Árangurinn er mismunandi og í skýrslu OECD frá 2010 er bent á að flestar þessara breytinga hafi verið til góðs en yfirleitt hafi þær ekki gengið nógu langt eða nálgun á verkefnið ekki verið nægilega heildstæð. Bent hefur verið á að þær þjóðir sem hafa náð mælanlegum og varanlegum árangri við að draga úr nýgengi einstaklinga á örorku hafa yfirleitt nálgast verkefnið á heildstæðan máta, þar sem gerðar hafa verið breytingar sem snúa að bæði uppbyggingu á framfærslukerfi, þjónustu í starfsendurhæfingu, aukinni þátttöku atvinnurekenda og almennri breytingu á viðhorfi og vinnubrögðum. Þá hefur í raun verið tekið á einn eða annan hátt á öllum þeim þáttum sem farið var yfir hér að framan. Á mynd 2 er yfirlit yfir áhrifaþætti sem vinna þarf með ef nást á árangur til framtíðar á þessu sviði. 6. Til framtíðar Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil upp- bygging á sviði starfsendurhæfingar hér á landi og eru starfsendurhæfingarstöðvar starfandi víða um land. Aðilar vinnu- markaðarins sömdu árið 2008 um stofnun VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs og hafa tryggt sjóðnum verulega fjár- muni til uppbyggingar á starfsendur- hæfingarþjónustu um allt land. Innan VIRK er unnið mikið uppbyggingarstarf og má fullyrða að aldrei áður hafi starfs- endurhæfingu hér á landi verið tryggðir eins miklir fjármunir og möguleikar á ýmiss konar þjónustu og nú er. Mikilvægt er að nýta þessa uppbyggingu vel til að unnt sé að snúa við þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár, þar sem þeim fjölgar stöðugt sem ekki taka þátt á vinnumarkaði vegna heilsubrests. Þetta er mikilvægt bæði út frá hagsmunum einstaklinganna sjálfra og samfélagsins í heild, sem mun hafa þörf fyrir fleiri vinnandi hendur til framtíðar við uppbyggingu á góðu velferðarkerfi fyrir alla. Mynd 2 Aukin atvinnuþátttaka einstaklinga með skerta starfsgetu Uppbygging bótakerfisins Aukin þátttaka og ábyrgð atvinnurekenda Áhersla á getu en ekki vangetu til starfa Auknar kröfur um þátttöku Einstaklings- bundin nálgun í þjónustu Breytt viðhorf og nálgun í þjónustu innan velferðar- kerfisins Góð þverfagleg starfsendur- hæfing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.