Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 58
58 www.virk.is UPPLÝSINGAR ST A RF SE N D U RH Æ FI N G Í A LÞ JÓ Ð LE G U S A M H EN G I niðurstaða eftir veikindafjarvist, en oft er ekki spurt nægilega vel um það eða reiknað með því við greiningu og birtingu niðurstaða. Þar eð framkvæmd og lög um hlutagreiðslur almannatrygginga og framkvæmd þeirra er breytileg milli landa er samanburður erfiður og því gæti reynst nauðsynlegt að bæta eða samræma gögn um veikindafjarvistir, allavega á Norðurlöndum (Kausto o.fl. 2008). Til að öðlast betri skilning á ETV-ferlinu þarf greining á nokkrum langtímarannsóknum og endurteknum atburðum að fara fram (Pransky o.fl. 2005; Alexanderson & Hensing 2004). Til að tryggja að gagnasöfn séu fullnægjandi og til að lýsa því hvernig ETV-ferli þróast er mikilvægt að hafa aðgang að áreiðanlegum gögnum. Hægt er að afla þeirra úr skrám atvinnurekenda (t.d. í Hollandi og á Englandi) eða frá opinberum aðilum (t.d. á Norðurlöndunum). Vinnumálastofnunin í Noregi heldur tæmandi skrá yfir greiðslur til einstaklinga sem fá greitt samkvæmt ólíkum bótaflokkum fyrir veikindafjarvistir og örorku. Við vinnslu doktorsverkefnisins höfðum við aðgang að opinberum þjóðskrárgögnum varðandi eftirfylgd einstaklinga í langtímaveikindaleyfi sem höfðu tekið þátt í heildstæðu, atvinnu- tengdu endurhæfingarprógrammi. Gögn voru greind með notkun fjölstöðulíkana (multistate models) til að reikna út líkur á endurkomu til vinnu út frá hinum breytilegu bótaflokkum sem einstaklingar voru í yfir fjögurra ára tímabil. Aðferð Til rannsóknar voru 584 einstaklingar (383 konur (66%) og 201 karl (34%), meðalaldur 44 ár (staðalfrávik 9,3), á aldursbilinu 22–66 ára) sem höfðu tekið þátt í fjögurra vikna starfsendurhæfingu í innlögn árið 2001. Allir þátttakendur fengu ólíkar bótagreiðslur (meðaltími 9,3 mánuðir (staðalfrávik 3,4 mánuðir), tímabil 0–61 mánuður) áður en þeir komu á endurhæfingarstöðina og höfðu geðræna (47%) eða stoðkerfistengda (46%) sjúkdómsgreiningu. 7% höfðu aðrar greiningar. 25% höfðu verið á bótum lengur en 12 mánuði. Flestir þátttakendur (71%) voru í fullu veikindaleyfi þegar rannsóknin hófst. Þverfagleg starfsendurhæfing Einstaklingar tóku þátt í fjögurra vikna þverfaglegu prógrammi í starfsendur- hæfingu. Það samanstóð af íhlutun fyrir bæði einstaklinga og hópa sem inni- hélt líkamsrækt, fræðslu og hugræna atferlismeðferð. Tilgangur prógrammsins var að auka virkni og getu einstaklinganna, bæði andlega og líkamlega, auka starfsgetu þeirra og auka líkur á að einstaklingar í langtímaveikindaleyfi færu aftur út á vinnumarkað. Áður en endur- hæfingunni lauk var þróuð ítarleg ETV- áætlun í samvinnu einstaklinganna og þverfaglega teymisins. Í áætluninni var gert ráð fyrir hugsanlegri þátttöku margra hagsmunaaðila utan endurhæfingar- stöðvarinnar, svo sem ýmiskonar heil- brigðisstarfsmanna, starfsfólks vinnu- staðarins og vinnumálastofnunarinnar á staðnum. Mælingar Lýðfræðilegar upplýsingar, svo sem um kyn, aldur og sjúkdómsgreiningu auk upplýsinga um lengd veikindafjarveru og mismunandi bótagreiðslur á tilteknum tímabilum áður en einstaklingurinn tók þátt í endurhæfingunni, voru fengnar úr sjúkraskrá viðkomandi. Þessar upp- lýsingar voru sameinaðar gögnum frá norsku vinnumálastofnuninni (NAV, Nye arbeids- og velferdsetaten). Greiðslur til einstaklinga úr mismunandi bótaflokkum byggja á þessari skrá og eru upplýsingar- nar því taldar tæmandi. Skrárnar inni- héldu gögn um allar bætur sérhvers einstaklings, ásamt dagsetningum upphafs og loka bótagreiðslna. Þar eð í skráninguna vantar gögn um hvort einstaklingur er raunverulega í vinnu eða ekki, var „vinna“ skilgreind sem sá tími sem viðkomandi fékk engar bætur. Norska sjúkrabótakerfið Í Noregi á fólk á vinnumarkaðsaldri, þ.e. 16–67 ára, rétt á sjúkrabótum frá NAV, hafi það verið í launuðu starfi síðustu fjórar vikurnar fyrir veikindi. Sjúkrabæturnar taka til 100% tekjutaps frá fyrsta degi skráðra veikinda í allt að eitt ár. Atvinnurekandinn greiðir fyrstu 16 dagana en svo tekur NAV við. Ekki var reiknað með veikindabótagreiðslum frá atvinnurekanda í þessum greiningum. Sé veikindaskráður starfsmaður ekki kominn aftur í vinnu að einu ári liðnu getur hann fengið endurhæfingarlífeyri sem nemur um það bil 66% af launum. Starfsendurhæfingarlífeyri geta þeir fengið sem gætu haft gagn af starfs- endurhæfingu til að komast aftur út á vinnumarkað, svo sem vinnuþjálfun eða endurmenntun á nýjum vettvangi. Til að endurhæfingarbætur séu veittar þurfa að vera til staðar nokkrar líkur á bata eftir læknismeðferð. Ekki er hægt að segja starfsmanni upp vegna veikindafjarvistar og eru lög þar að lútandi sérstaklega ströng á fyrstu tólf mánuðum veikindatímabils. Í norska velferðarkerfinu er hægt að sinna hlutastarfi og fá á sama tíma sjúkrabætur. Algengast er að bótaþegar í hlutastörfum séu að hluta í veikindaleyfi og að hluta á sjúkrabótum. Veikindaleyfi að hluta getur falið í sér 20–90% bætur, en hvað varðar hlutfallslegan endurhæfingarlífeyri og sjúkrabætur eru 50% lágmarkið. Lögum um sjúkrabætur hefur verið breytt lítillega í Noregi eftir það tímabil sem miðað var við í þessari rannsókn (2001–2005), en þær breytingar snúa fyrst og fremst að framkvæmd, mælingum og stjórnun og helst bótaréttur einstaklinga því óbreyttur að mestu. Tölfræðileg úrvinnsla Opinberu gögnin innihéldu aðskildar gagnaskrár vegna veikindafjarvista, læknisfræðilegrar endurhæfingar, starfs- endurhæfingar, tímabundinna örorku- greiðslna og varanlegra örorkugreiðslna. Þessar skrár voru sameinaðar í eina, heildræna skrá. Ítarleg, tölfræðileg greining fyrir líkan af mismunandi bótagreiðslum var notuð til að reikna út líkindi á umskiptum milli mismunandi aðstæðna, þ.e. milli mismunandi bótaflokka og/eða starfshlutfalls. Líkindareikningurinn var byggður á misleitum Markov-keðjum, sem reiknaðar voru út frá stikalausum stigum umskipta samkvæmt Aalen og Johansen (1978). Skilyrtar líkur umskipta sýna líkurnar á því að lenda í einhverjum af átta mismunandi flokkum aðstæðna við eftirfylgni, háð því hvaða flokki einstaklingurinn var í við upphaf. Óskilyrtu líkurnar sýna líkur á að lenda í einhverjum flokkanna við eftirfylgd, án tillits til þess hvar einstaklingurinn var í upphafi, en þó með tilliti til allra mögulegra leiða og breytinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.