Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 63
63www.virk.is AÐSEND GREIN Meðferðin byggir á rökhyggju, skipu- lagi og afmörkun í tíma þar sem flestir meðferðarvísar við algengum geðrösk- unum, eins og þunglyndi og kvíða, gera ráð fyrir 10 til 20 viðtölum (Beck, 2006). Meðferðin stendur á góðum fræðilegum grunni í dag og byggir á fleiri og vandaðri árangursrannsóknum en önnur form sál- fræðimeðferðar við geðröskunum fullorð- inna (Butler o.fl., 2006; Hofmann og Smits, 2008; Prochaska og Norcross, 2009). Sem dæmi um þann sterka rann- sóknargrunn sem HAM byggir á hefur The National Institute for Health and Clinical Excellence (NICE), sem er breskur óháður matsaðili á gagnsemi meðferða við ýmsum sjúkdómum, gefið út klínískar leiðbeiningar um meðferð lyndis- og kvíðaraskana (NICE, 2004; 2005a; 2005b; 2009a; 2011) sem og meðferð alvarlegri geðraskana eins og geðklofa (NICE, 2009b). Niðurstöður þeirra byggja m.a. á þeim rannsóknum sem nefndar voru að framan en samkvæmt leiðbeiningum NICE skal bjóða einstaklingum sem þjást af kvíða og þunglyndi HAM áður en lyfjameðferð er reynd. Aðrar klínískar leiðbeiningar, til dæmis frá samtökum bandarískra sálfræðinga og samtökum geðlækna í Kanada, Ástralíu og Nýja- Sjálandi, ráðleggja það sama (Chambless og Ollendick, 2001; Myhr og Payne, 2006; RANZCPD, 2003; RANZCPP, 2004). Einstaklingsmeðferð vs. hópmeðferð? Í árangursrannsóknum á HAM er oftast nær verið að meta árangur einstaklingsmeðferðar. Í meðferð geð- raskana er þó mikilvægt að horfa ekki aðeins til árangurs heldur einnig til hagkvæmnissjónarmiða og skerts að- gengis að meðferð. Með þá þætti í huga getur hópmeðferð reynst góður kostur. Töluvert er síðan farið var að kanna árangur, kostnað og gagnsemi HAM í hópi við hinum ýmsu vandamálum (Bieling, McGabe og Antony, 2006) en niðurstöður samantektarrannsókna, þar sem árangur einstaklingsmiðaðrar HAM við þunglyndis- og kvíðaröskunum var borinn saman við árangur af HAM fyrir hópa, benda til að lítill ef nokkur munur sé á árangri (McDermut, Miller og Brown, 2001). HAM í hópi er til í mismunandi útgáfum en í nær öllum tilfellum er grunnatriðum HAM fylgt, þ.e. með fræðslu um vandann og vinnu með hugsanir og atferli (Bieling o.fl., 2006). Dæmigerð hópmeðferð varir í 10-15 skipti með sex til átta þátttakendum. Allir þátttakendur taka virkan þátt í meðferðartímum, vandi hvers og eins er kortlagður og reynt að vinna með hann í tíma sem og að fara yfir heimaverkefni allra. Einnig er algengt að boðið sé upp á hópfræðslumeðferð (group psychoeducation) með 15-25 þátttakendum þar sem töluvert fleiri taka þátt, lítil áhersla er á sértækan vanda hvers og eins, en þeim mun meiri áhersla á fræðslu (t.d. Hafrún Kristjánsdóttir, 2007). Afar athyglisvert er að rannsóknir gefa til kynna að hópfræðslumeðferð sé jafnvel betri kostur en hópmeðferð þegar tekið er bæði tillit til árangurs og kostnaðar við meðferð (Morrison, 2001). Hugræn atferlismeðferð: Sértæk eða ósértæk? Mismunandi árangur eftir röskunum Þróun HAM hefur einkennst af miklum fjölda árangursrannsókna fyrir hverja og eina röskun, sem má nefna sértæka HAM (SHAM) (Butler o.fl., 2006; Magnús Blöndahl Sighvatsson o.fl., 2011). Í SHAM er litið svo á að tilfinningaraskanir séu aðgreinanlegar, viðhaldsþættir þeirra ólíkir og því þörf á sértækum inngripum í meðferð á hverri og einni röskun (Clark 2004; Mansell, Harvey, Watkins og Shafran, 2009). Þessi aðferðafræði er þó ekki gallalaus því að samkvæmt rannsóknum er árangur SHAM mismunandi eftir því hvaða röskun er til meðferðar (Butler o.fl., 2006; Hofmann og Smits, 2008). T.d. er árangur SHAM ekki jafngóður fyrir sértæka fælni og þráhyggju- og árátturöskun eða þunglyndi. Ekki er vitað enn sem komið er hvort þessi mismunandi árangur kemur til vegna eðlis sérhverrar röskunar, vegna aðferðafræði hverrar rannsóknar fyrir sig, eða hvort meðferðinni er ekki rétt beitt í þeim tilvikum þar sem hún er ekki árangursrík, því lítið er vitað um virka þætti meðferðarinnar (mechanisms of change), þ.e. hvaða inngrip meðferðar hafa mest áhrif á líðan sjúklinga (Hofmann og Smits, 2008; Kazdin, 2007). Hvað er líkt og ólíkt með mismunandi meðferðarvísum? Þrátt fyrir mikinn fjölda ólíkra SHAM er einnig ljóst að margt er líkt með þeim. Það veigamesta er að nær allar útgáfur SHAM ganga út frá svipuðum orsakaskýringum á tilfinningavandamálum og tilgátum um viðhaldsþætti, sem eru: 1) Óskynsamlegar, óhjálplegar, einhliða og neikvæðar hugsanir eru einkennandi fyrir allar tilfinningaraskanir líkt og nefnt var hér að framan (Beck 2005; Harvey, Watkins, Mansell og Shafran, 2004). 2) Flestir ef ekki allir sem þjást af tilfinningavanda reyna að ráða við vanda sinn á eigin spýtur og/eða reyna að breyta líðan sinni með óhjálplegri hegðun (t.d. vanvirkni í þunglyndi eða öryggishegðun í kvíðavænlegum aðstæðum) (Harvey o.fl., 2004; Salkovskis, 1991). 3) Aðalinngrip HAM, óháð röskunum, felst í því að kenna sjúklingi að öðlast fjarlægð frá neikvæðum og óhjálplegum hugsunum sínum, líta á þær sem eina tilgátu af mörgum sem má prófa, athuga gildi þeirra með atferlistilraunum og endurmeta aðstæður og áreiti á skynsamlegri og hjálplegri máta (Beck 1976; 2005; Salkovskis, 1996; Westbrook, Kennerley og Kirk, 2011). Ósértæk HAM (ÓHAM) Á undanförnum árum hefur því verið í þróun meðferð sem nýtir það sem sameiginlegt er í ólíkum útgáfum af SHAM. Hún er skilgreind sem HAM sem meðhöndlar ólík tilfinningavandamál út frá svipuðum orsakalíkönum og/eða tilgátum um svipaða viðhaldsþætti (Harvey o.fl., 2004; Mansell o.fl., 2009; McEvoy, Nathan og Norton, 2009) og hefur því verið nefnd ósértæk HAM (ÓHAM) (e. Transdiagnostic Cognitive Behavioural Therapy (TCBT)). Rannsóknir á ÓHAM eru lengst á veg komnar í meðferð átraskana, þar sem ólíkar átraskanir eru meðhöndlaðar með sama meðferðarvísi með góðum árangri (Fairburn 2008; Fairburn o.fl., 2009). Rannsóknir á ÓHAM fyrir kvíða og þunglyndi eru þó ekki jafn langt komnar og fyrir átraskanir. Fyrstu niðurstöður slíkra árangursrannsókna eru greinilega jákvæðar og meðaláhrifsstærð (hjá þátttakendum fyrir og eftir meðferð) er afar há eða d = 1,29 (Norton og Philipp, 2008). Taka verður fram að þessar niðurstöður eru eingöngu forniðurstöður en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.