Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 68

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 68
68 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð SE N D G RE IN Göngudeild 6 vikum fyrir meðferð Þverfagleg meðferð í 6 vikur, 3 hópar Lok meðferðar Eftirfylgd eftir 1 ár Eftirfylgd eftir 3 ár Mynd 1 Á verkjasviði Reykjalundar fer fram þverfagleg teymisvinna fyrir einstaklinga með þráláta verki og hefur þessi nálgun verið notuð frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Strax var lögð áhersla á hugræna nálgun í meðferðinni út frá aðferðafræði sem hefur verið kennd við W.E. Fordyce frá Seattle. Þessi meðferð þróaðist á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum í það meðferðarform sem víða er stundað í dag (Morley o.fl.,1999; McCracken og Turk, 2002). Auk hugrænn- ar atferlismeðferðar (HAM) hefur sérstaða verkjasviðsins einkennst af viðhorfi til sterkra verkjalyfja. Sjúklingum sem eru að taka slík lyf (ópíoíð) er hjálpað að losa sig við þau, enda er langtímanotkun þeirra ekki gagnleg við þrálátum stoðkerfisverkjum, að ekki sé minnst á aukaverkanir sem sumar geta verið alvarlegar (Ballantyne og Shin, 2008; Nelson og Perrone, 2012; Darnall o.fl., 2012). Þá er einnig lögð áhersla á lífsstílsbreytingar, sjúklingar virkjaðir til sjálfsmeðferðar, meðal annars aukinnar hreyfingar, auk þess sem áhersla er lögð á aukna félagslega virkni. Árangur meðferðar var skoðaður árin 1997–1999 og komu í ljós marktæk jákvæð áhrif á verki, kvíða og þunglyndi, auk þess sem vinnufærni jókst verulega (Ólason, 2004). Magnús Ólason læknir á Reykjalundi Hugræn atferlismeðferð við þrálátum verkjum Í lok ársins 2003 hófst rannsókn á verkjasviði Reykjalundar þar sem sérstaklega var skoðaður árangur af hugrænni atferlismeðferð. Var HAM borin saman við hefðbundna, þverfaglega nálgun með hugrænu „ívafi“. Áður en farið var af stað með rannsóknina höfðu starfsmenn verkjateymis fengið leyfi til að þýða og nota mælitækin SF-36, útgáfu 2.0 (Whare,1993), spurningalista um ótta og hliðrun (Fear-Avoidance Beliefs Questionnaire, FABQ, Waddell o.fl., 1993) auk þess sem þýddur var mælikvarði um hörmungarhyggju (Pain Catastrophizing Scale, PCS, Sullivan o.fl.,1995). Verkir voru metnir á tölukvarða 0 til 10 (Numeric Rating Scale, NRS). Til viðbótar þessum mælitækjum var spurningalisti um félagsleg atriði og verki lagður fyrir þátttakendur, auk spurningalista Becks um kvíða og þunglyndi (BAI og BDI II). Þá lögðu iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar fyrir nokkur mælitæki (m.a. COPM og 6 mínútna göngupróf). Aðferð Um svokallað kerfisbundið slembiúrtak var að ræða (Systematic Random Sampling) þar sem fimmta hver beiðni um meðferð á verkjasviði var valin til þátttöku. Meðal þátttökuskilmerkja var að sjúklingar væru á aldrinum 18-65 ára, hefðu ekki aðra alvarlega sjúkdóma og töluðu íslensku. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd og á árinu 2005 fékk hún verkefnastyrk frá RANNÍS. Þeir einstaklingar sem völdust inn í rannsóknina komu fyrst í viðtal og skoðun á göngudeild 6 vikum áður en meðferð hófst. Voru þá öll fyrrgreind mælitæki lögð fyrir og gerð klínísk skoðun af meðferðaraðilum teymisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.