Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 74
74 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð SE N D G RE IN möguleikanna sem það býður. Jafnframt lýstu þátttakendur því hvernig framkoma og orð verkstjórans höfðu jákvæð áhrif á líðan þeirra í starfi (Gunnarsdóttir og Björnsdóttir, 2003). Sambærilegar niðurstöður fengust úr rannsóknum á starfsumhverfi hjúkrunar á Landspítala, sem sýndu augljós tengsl stjórnunar við starfsánægju og starfsgetu, og verður þessum rannsóknum lýst hér á eftir. Hvatning deildarstjóra og innri starfshvöt Viðamikil rannsókn á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem gerð var árin 2002 og 2003 meðal 695 hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra leiddi í ljós að þrátt fyrir álag í starfi mátu þátttakendur líðan sína góða og starfsánægju meiri en hafði komið fram í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tölfræðileg úrvinnsla spurningalistans sem þátttakendur í rannsókninni svöruðu leiddi jafnframt í ljós að þeir þættir sem höfðu sterkust áhrif á líðan þátttakenda og starfsgetu voru að nægur fjöldi starfsmanna ynni verkin og sömuleiðis uppbyggileg samskipti, einkum við deildarstjóra. Það sem fólst í uppbyggilegum samskiptum við deildarstjóra var meðal annars hvatning til að þróast í starfi og að taka sjálfstæðar ákvarðanir í starfinu (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Þegar nánar var rýnt í viðhorf þátttakenda með viðtölum kom í ljós að inntak starfsins og tækifæri til að vinna náið með skjólstæðingunum efldu innri starfshvöt, sem hafði jákvæð áhrif á líðan í starfi og starfsánægju. Niðurstöðurnar voru m.a. athyglisverðar í ljósi þess að á þessum tíma var samruni stóru sjúkrahúsanna nýafstaðinn og almennt mat að breytingunum hefði fylgt umtalsvert álag á starfsfólk. Í ljósi niðurstaðnanna var ályktað að innri starfshvöt væri mikilvæg til að efla ánægju starfsfólks, hefði jákvæð áhrif á líðan í starfi og væri nátengd því að hafa skýra sýn á tilgang starfsins. Jafnframt var ályktað að hvatning deildarstjóra hefði jákvæð áhrif á innri starfshvöt starfsfólksins og þar með líðan þess í starfi. Þetta gerist meðal annars með því að stjórnandi hvetur starfsmann til að nýta eigin þekkingu og hæfileika í starfinu og hvetur jafnframt til sjálfstæðis í starfi. Í ljósi þessa fer ekki á milli mála að stuðningur stjórnenda er meðal mikilvægra, verndandi þátta í starfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á sjúkrahúsi. Árangursríkar stjórnunar- aðferðir og fjarvistir frá vinnu Niðurstöður nýlegrar viðtalsrannsóknar á Landspítala varpa enn frekara ljósi á gildi góðra stjórnunaraðferða deildarstjóra, en um var að ræða rannsókn á þáttum tengdum fjarvistum hjúkrunarfræðinga. Rannsóknin leiddi í ljós að fjarvistir, t.d. vegna veikinda, tengjast mati hjúkrunarfræðinga á inntaki starfsins og endurgjöf en einnig sérstaklega stjórnunarháttum hjúkrunardeildarstjóra. Hugrekki og hæfni deildarstjórans til aðgerða er þýðingarmikill þáttur til að skapa öryggi í starfi, stuðla að ánægju og góðri frammistöðu og til að lágmarka fjarvistir. Með hugrekki deildarstjóra er til dæmis átt við djörfung til að tala á hreinskilinn og uppbyggilegan hátt um starfsmannamál og um mikilvæga þætti sem móta starfsanda og viðmið á hverjum stað (Bryndís Þorvaldsdóttir, 2008). Þátttökurannsókn með deildarstjórum á Landspítala árin 2005–2007 undirstrikar á sama hátt gildi stuðnings í starfi og sýnir að með skipulögðum jafningjastuðningi og ígrundun eflast deildarstjórar í starfi. Niðurstöður rannsóknarviðtala sýndu að með jafningjastuðningi tókst deildarstjórum að njóta sín betur sem stjórnendur og skynja samstöðu í hópi deildarstjóra, sem hafði góð áhrif á líðan þeirra í starfi (Sigrún Gunnarsdóttir, 2008). Tvær nýjar rannsóknir sem gerðar voru hér á landi, önnur meðal sjúkraliða (Þóra Ákadóttir, 2012) og hin á hjúkrunarsviði FSA (Hulda Rafnsdóttir, 2012) staðfesta þessi tengsl og sýna að meðal mikilvægra þátta í starfsumhverfi með hliðsjón af vinnuverndarmálum er styðjandi og áreiðanleg framkoma næsta yfirmanns, sem til dæmis birtist í stefnufestu og vilja stjórnandans til að gefa starfsfólki tækifæri til að hafa áhrif á eigin störf. Einstakt jafnvægi stefnufestu og mildra stjórnunaraðferða er, samkvæmt þessum niðurstöðum, grunnur árangursríkrar stjórnunar sem tengist starfsánægju og vellíðan í starfi og jafnframt betri getu til að veita góða þjónustu. Að takast á við eril og álag Víða á vinnustöðum hefur hraði aukist undanfarin ár, til dæmis vegna kröfu um hagræðingu og vegna nýrrar tækni sem gefur æ fleiri möguleika til aukinna afkasta. Merki þessarar þróunar má meðal annars sjá í starfsumhverfi heil- brigðisþjónustunnar, þar sem verkefnum fjölgar um leið og gerð er krafa um að ljúka hverju verki á sem stystum tíma. Í þessu samhengi má benda á nýja rannsókn á Landspítala sem sýnir hversu erilsöm störf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru. Störf á sjúkrahúsi geta falið í sér truflanir sem geta ógnað öryggi sjúklinga og jafnvel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.