Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 75

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 75
75www.virk.is AÐSEND GREIN Mynd 1 - Samspil þriggja meginþátta sem einkenna þjónandi leiðtoga. Einlægur áhugi á hag annarra Sjálfsþekking Innri syrkur Næmi Hugsjón Samfélagsleg ábyrgð einnig velferð starfsfólksins. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar á Landspítala sýna til dæmis að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem starfa á bráðalegudeildum fara að jafnaði í um 16 mismunandi ferðir vegna vinnu sinnar innan deildarinnar á hverri klukkustund. Þannig sýna niður- stöður að í tengslum við hvert verk á sjúkrastofu fer starfsfólk í margar ferðir innan deildarinnar til að ná í birgðir, sækja upplýsingar eða leita að samstarfsfólki til aðstoðar. Í þessum ferðum verður starfs- maðurinn fyrir margvíslegum truflunum og byrjar oft á nýju verki áður en hinu fyrra er lokið. Að meðaltali skiptu starfsmenn um athygli frá einu verki til annars alls 18 til 21 sinni á hverri klukkustund og gengu að meðaltali um 4 km á hverri vakt. Niðurstöðurnar sýna að hver hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði sinnir að jafnaði mörgum verkum samtímis, á í samskiptum við marga aðila samtímis og hefur þræði margra viðfangsefna í höndum sér samtímis (Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir, 2012). Niðurstöðurnar á Landspítala samrýmast niðurstöðum erlendra rannsókna um starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu (Cornell o.fl., 2010) og undirstrika mikilvægi þess að starfsfólk og stjórnendur leiti allra leiða til að efla góða starfshætti og vinnuvernd og þar með öryggi sjúklinga og starfsfólks. Verndandi þættir í starfsumhverfi Margt bendir til þess að daglegt líf í starfsumhverfi á sjúkrahúsi eigi ýmislegt sameiginlegt með daglegu lífi á öðrum vinnustöðum. Fjölbreytileg og tíð tjáskipti við marga aðila einkenna störf víða. Þessar aðstæður gera kröfu um markviss vinnubrögð og einbeitt samskipti sem vernd gegn neikvæðum áhrifum flókinna verkefna og mikils áreitis í starfi. Niðurstöður rannsókna hérlendis og erlendis sýna að uppbyggileg samskipti og stuðningur stjórnenda geta dregið úr neikvæðum áhrifum álags og áreitis í starfi og virkað sem vinnuvernd (De Jonge, van Vegchel, Shimazu, Schaufeli og Dormann, 2010; Nyberg, Westerlund, Magnusson Hanson og Theorell, 2008). Samkvæmt niðurstöðum innlendra og erlendra rannsókna eru eftirtaldir þættir í starfsumhverfi mikilvægir til að vernda og efla velferð starfsfólks: Starfið sjálft og innri starfshvöt• Hæfilegt álag og áhrif á eigin • verkefni Góð samskipti við samstarfsfólk• Uppbyggileg samskipti við næsta • yfirmann Hugrekki og hæfni stjórnenda• Umbun í samræmi við framlag• Vellíðan starfsfólks og starfsgeta er háð samspili margra þátta, utan og innan vinnustaðarins. Hlutverk og ábyrgð starfsmanna og stjórnenda eru samofin og mikilvægt að báðir aðilar hafi þekkingu og innsýn í leiðir til að styrkja og efla hið góða á vinnustöðum. Þjónandi forysta er hugmyndafræði uppbyggilegra og ábyrgra samskipta sem varpar nýju ljósi á tækifæri til að virkja krafta og hugmyndir til að efla lífsgæði í vinnu. Þjónandi forysta er leið til að tryggja árangur starfa, bæði með hliðsjón af fjárhagslegum ábata og ekki síður með hliðsjón af vinnuvernd og ánægju í starfi. Þjónandi forysta Undanfarna áratugi hafa fjölmörg fyrirtæki tileinkað sér hugmyndir þjónandi forystu og eru þetta fyrirtæki og stofnanir sem starfa bæði á markaði og í opinberri þjónustu. Fyrstu fyrirtækin sem nýttu hugtakið þjónandi forystu (servant leadership) í skipulagi sínu og starfi eru bandarísk. Má hér til dæmis nefna fyrirtækið TD í Texas, sem framleiðir loftræstikerfi og hóf að þróa starf sitt samkvæmt hug- myndafræðinni á sjöunda áratug síðustu aldar í samstarfi við frumkvöðulinn að baki henni, Robert Greenleaf. Síðan hefur þessum fyrirtækjum fjölgað mjög og eiga þau flest sameiginlegt að ná afburðaárangri hvað varðar starfsánægju og árangur. Í fyrirtækjum sem hafa innleitt þjónandi forystu er sérstök áhersla á að allt starfsfólk temji sér hugmyndafræðina og rík krafa gerð um þekkingu og þjálfun til að nýta hana í daglegum störfum (McGee- Cooper, Looper og Trammel, 2007). Grunnstoðir þjónandi forystu eru siðfræði og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildar sem standa framar þrengri hagsmunum. Einkennum þjónandi leiðtoga má lýsa sem samspili þriggja þátta (sjá mynd 1). Í fyrsta lagi hefur þjónandi leiðtogi einlægan áhuga á hag annarra og líðan, viðhorfum og hagsmunum, en með því er átt við að viðkomandi setji hag annarra framar sínum eigin. Í öðru lagi hefur þjónandi leiðtogi góða sjálfsþekkingu, þekkir eigin styrkleika og veikleika, er meðvitaður um eigin viðhorf, markmið og drauma. Þessir tveir þættir tvinnast saman og eru um leið nátengdir þriðja þættinum, sem er vitund um sameiginlega hugsjón, samfélagslega ábyrgð og sameiginlega hagsmuni. Þessir þrír þættir þjónandi forystu fléttast saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.