Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 49

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 49
49www.virk.is GREIN Þátttaka fyrirtækja í samfélaginu vísar til þeirrar starfsemi sem fyrirtæki geta tekið þátt í eða þeirrar þekkingar og auðlinda sem þau geta látið í té til að styðja við almenna vellíðan í samfélaginu. Þetta á sérstaklega við þætti sem geta haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu, öryggi og vellíðan starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Allir þessir þættir tengjast saman í gegnum siðfræði og sameiginleg gildi þar sem þátttaka bæði stjórnenda og starfsmanna er mikilvæg til að tryggja árangursríka uppbyggingu á heilbrigðum vinnustað. Öllum fyrirtækjum á Íslandi ber að vera með bæði vinnuverndar- og öryggisstefnu til að stuðla að hættulausu vinnuumhverfi (lög nr. 46/1980) og innleiðing sérstakrar heilsustefnu sem stuðlar að heilbrigðum vinnustað styður fullkomlega við þær stefnur. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki móti eigin áætlanir um heilsueflingu á vinnustöðum í þeim tilgangi að hafa jákvæð áhrif á heilsu starfsmanna sinna. Þetta geta verið aðgerðir sem beinast að einstaklingnum sjálfum, til dæmis fræðsla og æfingatímar eða aðgerðir tengdar fyrirtækinu sjálfu, til dæmis endurskipulagning á umhverfi þess til að styðja við heilbrigðan lífsstíl. Þær áætlanir og aðgerðir sem fyrirtæki standa fyrir geta verið mismunandi en flest bjóða þau upp á einhver (eða öll) eftirfarandi atriða (Loeppke, 2013): Greining á heilsutengdum 1. áhættuþáttum til dæmis mæling á blóðþrýstingi, blóðfitu (kólesteróli), sykurmagni í blóði og líkamsþyngdarstuðli (Body Mass Index). Fræðsluáætlanir sem vinna að 2. því að breyta hegðun til dæmis fræðsla um heilbrigðan lífsstíl, aðstoð við að hætta að reykja, fræðsla um stjórnun á líkamsþyngd, næringu og mataræði og/eða æfingar og stjórnun á álagi. Upplýsingamiðlun3. til dæmis heilsuráðstefnur og málstofur, aðgengi að ýmsum upplýsingum um málefni sem tengjast heilsu og heilsusamlegu líferni. Þessi upplýsingamiðlun getur verið staðbundin og/eða á netinu. Breytingar á umhverfi og 4. menningu vinnustaðarins til dæmis bann við reykingum á vinnustaðnum eða fyrir utan byggingar hans, breytingar á byggingum og umhverfi til að hvetja starfsfólk til að ganga meira, heilsusamlegri matur í mötuneyti og sjálfsölum á vinnu- staðnum, þjálfun í að stjórna vellíðan á vinnustaðnum og setja sér árangurstengd markmið. Mikilvægt er að bjóða upp á fjölbreytt úrval úrræða sem stuðla að bættri heilsu. Þannig geta fyrirtæki komið til móts við ólíkar þarfir og óskir starfsmanna. Í dag er vakning á meðal fyrirtækja hvað varðar mikilvægi þess að styðja við og bæta heilsu og líðan starfsmanna sinna. Rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem fjárfesta í heilsueflingu á vinnustaðnum fá þá fjárfestingu til baka og gott betur, meðal annars í formi minnkaðrar starfs- mannaveltu, færri veikindadaga og auk- innar framleiðni (Baicker, Cutler & Song, 2010). Sá árangur sem næst með innleiðingu heilsueflingar á vinnustað ræðst af þeim Mynd 1. Líkan WHO af heilbrigðum vinnustað (WHO 2007). Vinnuumhverfi Aðgengi einstaklinga að heilsuúrræðum Þátttaka fyrirtækja í samfélaginu Sálfélagslegt vinnuumhverfi Þátttaka stjórnenda Siðferði og gildi Þátttaka starfsmanna Virkja Koma saman Úttekt Forgangsraða Áætla Framkvæma Meta Bæta

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.