Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 3

Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 Jólahugleiðing Halda vörð í haga hirðar yfir nótt. Ljós um bláinn braga blærinn andar rótt. Fjarri feigð og voða friðsæl blundar hjörð. Englar bjartir boða blessun yfir jörð. Frelsarinn er fæddur fagnar Davíðs-borg. Kóngur reifum klæddur kvaddi burtu sorg. Værð hinn unga vefur vaggan þótt sé hörð. Friðarfurstinn sefur. Friður Guðs á jörð. Brátt líður að jólum og við fáum að heyra frá kirkjum landsins, að sungið er: Fœddur er frelsari vor. Já, þá kemur í hugann hin hugljúfa frásögn um hirðana á Betlehems- völlum. Um hvað skyldu þessir fátæku fjárhirðar hafa verið að hugsa þessa kyrrlátu nótt? Ef til vill um spádóma Biblíunnar um komu Messíasar, sem þeir höfðu lesið um í hinum helgu ritum og sem Gyðingaþjóðin var að vonast eftir samkvæmt spádómum. Þá skeður undrið. Engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá og þeir urðu mjög hræddir. Var það furða, að þeir yrðu hræddir? Nei. Hvað var að gerast? Engill Drottins var kominn til þeirra. Pá segir engillinn: Verið óhræddir! Sjá ég boða ykkur mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýð. Yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur drottinn í borg Davíðs. Farið og þér munið finna ungbarn reifað og lagt í jötu. Þegar engillinn hafði sagt þetta, þá var eins og himininn ljómaði allur. Komnar voru himneskar hersveitir, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphœðum ogfriður á jörð með mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Já, þvílíkt undur, sem hirðarnir urðu vitni að. Himneskar verur syngja Guði dýrð. Þegar þessi mikla dýrð hvarf, sögðu hirðarnir hver við annan: Förum beint til Betlehem. Sjáum hvað gerst hefur og Drottinn hefur kunngert oss. Jú, þeir fundu allt eins og englarnir höfðu sagt og þegar þeir fóru aftur til vinnu sinnar, þá lofuðu þeir Guð fyrir það, sem þeir höfðu séð og heyrt. I þessu er mikill leyndardómur. Guðs sonur fæddur meðal manna. Því- líkur kærleikur, sem Guð sýnir okkur, vinir. Nú, þegar komið er að jólum, ættum við þá ekki að reyna að taka okkur tíma og hugsa um þennan stór- kostlega atburð? Við ættum líka að hugsa um það, sem Jesús sagði, þegar hann var hér: Ég mun koma aftur til þessarar jarðar, ekki sem barn heldur sem konungur konunganna og drottinn drottnanna, já, í skýjum himins með mœtti og mikilli dýrð. I Jóh. 3,f 6 lesum við: Þvísvo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Hugsum um þetta, vinir, og gerum Krist að frelsara okkar. Því að hann segir: Ég kem aftur og launin hef ég með mér. Ósk mín er sú, að laun okkar allra, sem lesa þessar línur mættu vera þau að heyra af vörum frelsara okkar: Þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varst þú trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns. Eg óska öllum Eyjabúum gleðilegra jóla og Guðs blessunar á komandi ári. Arnmundur Þorbjömsson. Bœjarstjórn Vestmannaeyja sendir öllum Vestmannaeyingum bestu jóla- og nýársóskir Jólakveðja frá IOWA Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson og fjölskylda senda Vestmanneyingum öllum nœr og fjœr, bestu jóla- og nýárskveðjur! Biðjum ykkur Guðsblessunar. Sjáumst heil á næsta ári í Eyjum. KATRÍN, KJARTAN ÖRN, GUÐRÚN BIRNA OG ÞÓRLINDUR. Helgihald í Landakirkju yfir jól og áramót 1988/1988 AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER: Aftansöngur kl. 18:00. Náttsöngur kl. 23:30. JÓLADAGUR 25. DESEMBER: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 ANNAR ÍJÓLUM 26. DESEMBER: Jólasöngur á Sjúkrahúsinu k. 13:15. Skírnarguðsþjónusta kl. 14:00. Helgistund á Hraunbúðum kl. 15:15. GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER: Aftansöngur kl. 18:00. NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR 1989: Guðsþjónsta kl. 14:00. — SR. BRAGI SKÚLASON. — Jóladagskrá Betelsafnaðar 19 8 8 AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER: Aftansöngur kl 18. Stjórnandi Snorri Óskarsson. JÓLADAGUR 25. DESEMBER: Hátíðarsamkoma kl. 16:30. Stjórnandi Hjálmar Guðnason. ANNAR JÓEADAGUR 26. DESEMBER: Samkoma fyrir ungt fólk. Stjórnandi Sigurmundur Einarsson. 29. DESEMBER: Jólahátíð Sunnudagaskólans kl. 16. GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER: Samkoma kl. 18. Stjórnandi Geir Jón Þórisson. NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR 1989: Hátíðarsamkoma kl. 16:30. Stjórnandi Óskar Guðjónsson. ALLIR ÁVALLT VELKOMNIR Á SAMKOMURNAR í BETEL!

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.