Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 4

Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN Sendum Vestmannaeyingum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár með þökk fyrir samskiptin Veiðarfœragerð Vestmannaeyja Sendum Vestmannaeyingum öllum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDIÁR með þökk fyrir samskiptin Karl Kristmanns UMBOÐS- & HEÍLDVERSIAJN SÍMI 98-1971 — P.O. BOX 14 902 VESTMANNAKYJAR Sendum Vestmcinnaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Bókabúðin Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Glófaxi Lítil ferðasaga frá Snœfellsnesi Hafsteinn bílstjóri og Kristjana fararstjóri í Arnarbæ Það var eftirvænting í svip þeirra félaga í Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum einn sumarbjartan morgun s.l. sumar, þegar lagt var af stað í fyrsta ferðalag félagsins mánu- daginn 11. júlí í einstakri veðurblíðu Haldið var til Þorlákshafnar með Herjólfi, en þar beið okkar bílstjórinn okkar, Hafsteinn Sigurðsson frá Guðmundi Tyrfingssyni Selfossi, en hann átti eftir að reynast okkur ein- staklega ijúfur og hugsunar- samur félagi alla fimm dagana, sem ferðin tók. Margra vikna undirbúningsstarf var að baki. 50 ferðalangar höfðu skráð sig, elstur var kempan Hermann Jónsson 89 ára gamall, en hann hafði frétt að farið yrði í Flatey á Breiðafirði, þar sem hann hafði ungur búið. Fyrst var áð í Eden í Hvera- gerði og þaðan haldið sem leið lá um Þrastarlund og Ljósafoss og komið til Þingvalla síðdegis. Fegurð Þingvalla verður seint oflofuð. Fjallahringurinn blasti við okkur sem best var á kosið og Sandey speglaðist í vatninu og Þingvallabærinn, kirkjan og grundirnar kölluðu fram minn- ingar um liðna tíma. Óvænt og ánægjulegt var að hitta bæjar- stjórahjónin okkar Arnald Bjarnason og konu hans Jón- ínu, sem höfðu viðdvöl þarna á ferðalagi sínu, eins og þúsundir annarra íslendinga. Frá Þingvöllum var haldið áleiðis til Borgarness, þar sem áð var stundarkorn til verslunarskoðunar og kaffi- drykkju, en síðan var haldið sem leið lá til Búða á Snæfells- nesi og Langaholts, þar sem gista átti næstu tvær nætur, en svo stór var hópurinn, að segja mátti, að við legðum undir okkur Snæfellsnes þessa fimm daga, því hvergi gat hópurinn verið í einu lagi um nætur og óspart gert grín að því meðal okkar. Aðalhópurinn, 40 manns, var að Búðum, en að Langa- holti ein hjón og 8 einhleypir karlar og var mikið hugsað til þeirra af kvenfólkinu á Búðum og jafnvel öfund út í húsfreyju að Langaholti, sem dekraði karlana upp úr skónum. Eru þeir síðan kallaðir Langaholts- greifarnir. Farið var í skoðunarferð um sunnanvert Snæfellsnes, komið að Hellnum og skoðað ótrúlega fjölbreýtt fuglalíf og hrífandi landslag. Þar lét Bogi í Sand- prýði sig ekki muna um að klifra í klettunum. Farið var í sund að Lýsuhóli, þar sem undirrituð, sem var fararstjóri, hafði mestar áhyggjur af því hvar næsta lækni væri að finna, þegar Laugi á Lyngfelli stakk sér á bólakaf í grunna laugina, þrátt fyrir aðvaranir og sagði að- spurður, hvort hann hefði ekki komið við botninn. „Jú, að- eins” og brosti sínu blíðasta. Alltaf jákvæður. Eitt kvöldið var snætt að Arnarbæ, sem er nýbyggður burstabær. Þar var líka kvöid- vaka, þar sem Lilja Guð- mundsdóttir og Anna Þor- steinsdóttir skemmtu okkur með ljóðum og sögum og síðan var sungið. Að morgni þriðja dags var haldið frá Búðum sem leið lá út fyrir Jökul í fylgd leiðsögu- manns, Sigurðar Brandssonar frá Ólafsvík, sem var heldur betur öllum hnútum kunnugur. Sýndi hann okkur marga mark- verða staði og fræddi okkur um ólíkustu hluti af einstakri alúð. Allsstaðar voru kirkjur skoðaðar í ferðinni og sunginn sálmur og fengnir kunnugir til þess að lýsa merkum stöðum. Þegar við komum til Ólafs- víkur og höfðum skoðað kirkju og safnaðarheimili í fylgd sóknarprests, séra Friðriks Hjartar, var kaffi drukkið á veitingastað við höfnina, með fagurt útsýni út yfir víkina. Farið var í verslunarleiðangur og höfðu margir hug á að skoða verslunina Þóru, en þar er sem kunnugt er bæði barnafata- og áfengisútsala. Höfðu nú ólík- legustu menn og konur mikinn hug á að skoða barnafatnað o.fl. og ekki meira um það. Frá Ólafsvík var haldið síð- degis til Grundarfjarðar þar Bogga, Rut og Sigrún að Hellnum

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.