Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 6

Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 6
6 BRAUTIN Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Eyjakaup Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Netagerðin Ingólfur Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. TÍ-J'-SSfti Veitingaskálinn Friðarhöfn Ársþing ÍBV1988 Skýrsla aðalstjómar ÍBV stjórn ÍBV fram veigamiklar breytingartillögur á lögum ÍBV. Með samþykkt til- lagnanna verður hinum ýmsu deildum gefinn kostur á auknu vægi á ársþingum, þar sem þeim eru tryggðir fulltrúar á þingin með atkvæðisrétt. Jafn- framt er þar gert ráð fyrir öðru fyrirkomulagi við stjórnarkjör en hingað til hefur tíðkast, þannig að öll stjórnin verði kosin á þinginu, beinni kosn- ingu, eins og gilt hefur formann ÍBV. Verulegum vonbrigðum hafa Lottótekjur íþróttahreyfingar- innar hér í Eyjum valdið okkur, en þar er mikill samdráttur. Eað er meðal annars til komið með breyttri skiptingareglu, frá því sem var í upphafi. íþrótta- bandalögin hafa farið halloka við þessar breyttu reglur og var það því vonbrigði okkar að ekki skildi takast að útkljá málin á ÍSÍ þingi sem haldið var á Egilsstöðum 21. til 23. okt. s.l. en þar stóð til að ræða og ákveða með hvaða hætti Lottó- fé yrði útdeilt. Það er skoðun stjórnar að héraðssamböndin eigi að krefjast aukaþings ÍSÍ þar sem Lottó málið verður aðalmálið, þannig að ekki verði búið við óbreytt ástand í tvö ár, eða fram að næsta ÍSÍ þingi, sem haldið er annað hvert ár. í þessu máli þarf að vinna og það fljótlega. Enn og aftur er minnst á að bygging á nýjum íþróttasal sé næsta og stærsta forgangs- verkefni í áframhaldandi upp- byggingu íþróttamannvirkja og þolir það verkefni ekki langa bið. Bæjaryfirvöld hafa sýnt íþróttahreyfingunni mikinn skilning og kunnað að meta það mikla starf sem unnið er á hennar vegum. íþróttahreyf- ingin þarf að taka upp viðræður við bæjaryfirvöld um þetta for- gangsmál og bjóða sig fram til sameiginlegs átaks við bygg- ingu á íþróttasal og það sem fyrst. Nú er rétt að ljúka einu af sérstæðum starfsárum aðal- stjórnar ÍBV. Stjórnin var ekki formlega kjörin fyrr en á miðju starfsári, þar sem engin ^tjórn var kjörin á seinni þingdegi seinasta ársþings sem haldið var 20. desember 1987 og 17. janúar 1988. Þingi var frestað án þess að stjórn væri kjörin og því frestað fram á þriðja og aukaþingdag. Til stóð að ljúka þinghaldi innan skamms tíma, sem því miður tókst ekki og lauk þingi ekki fyrr en 14. júní s.l. þar sem fráfarandi stjórn féllst á að starfa út árið því erfiðlega gekk að skipa stjórn og þá sérstak- lega að finna formann. Stjórnin hafði fram að þeim tíma engu að síður starfað sem starfs- stjórn, þannig að þau mál voru leyst sem brýn voru. Af þessu sést og það er orðið áhyggju- efni, hversu erfiðlega gengur að finna fólk til starfa og með ólík- indum að enginn skuli vera til- búinn til þess að taka við formannsstarfi ÍBV, sem var helsti höfuðverkur seinustu uppstillingarnefndar. Stjórnin skipti með sér verkum og var stjórnin skipuð að sama hætti og fyrr. Aðal- steinn Sigurjónsson vara- formaður, Ólafur Friðriksson gjaldkeri, Tómas Jóhannesson ritari, Almar Hjarðar og Guð- mundur Þórarinsson með- stjórnendur. Guðmundur Þ. B. Ólafsson hafði áður verið kjör- inn formaður á ársþinginu. Stjórnin hélt, þrátt fyrir skamman starfstíma, 10 stjórnarfundi bókaða og fjöl- marga óformlega fundi og þá sérstaklega á meðan hún starfaði sem starfsstjórn. Starfið gekk með venju- bundnum hætti og fátt sem kom á óvart. Venjubundnar kærur útaf Vestmannaeyjamótum og þvarg er orðið svo reglulegt að stjórnin kippti sér ekki upp þó að þau mál hafi enn einu sinni komið til kasta stjórnar. Reyndar hefðu menn orðið undrandi ef allt hefði gengið snurðulaust fyrir sig. Starf stjórnar hefur þetta starfsár sem og oft áður verið að ein- hverju leyti bundið við sátta- semjarastarf á milli félaga og deilda, og þykir mönnum miklu fargi af stjórninni létt ef þeim málum færi fækkandi. íþróttastarfið á árinu hefur verið með miklum blóma í hinum ýmsu íþróttagreinum, eins og skýrslur hinna ýmsu ráða og félaga bera með sér. Vert er að þakka öllu því fólki sem lagt hefur á sig mikla vinnu í keppni, stjórnunar- og leið- beinendastörfum fyrir íþrótta- hreyfinguna hér í Eyjum. Nú á þessu þingi leggur Eftir sögulegan ieik. Siggi og Hreiðar ánægðir með að Islands- meistarar Vals skuli lagðir að veili í fyrsta leik ÍBV í 1. deild. Arsþingi ÍBV er nýlokið. Hér má sjá mynd af þinghaldi ÍBV fyrr á árum.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.