Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 7

Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 7
BRAUTIN 7 Viö eigum enn að knýja fram samþykkt HSÍ um að einn riðill á HM í handknattleik, sem leikinn verður á íslandi árið 1995, verði leikinn í Vest- mannaeyjum og á nýr íþrótta- salur að vera meðal annars ein af okkar ástæðum fyrir því að Vestmannaeyingar geti staðið að keppninni með myndar- legum hætti. Við höfum sýnt það að með þeim mannvirkjum sem íþróttafólki hafa staðið til boða, hefur vel tekist til með útfærslur og má nefna það hér, að íþróttamiðstöðin hér í Eyjum er sú eina sem hægt er að halda mót í fyrir fatlaða, og er þegar ákveðið að Norður- landamót fatlaðra í sundi mun fara fram hér á sumri komandi. Þessar staðreyndir segja allt sem segja þarf um með hvaða hætti er staðið hér að málum. Þessu skulum við fylgja eftir. Einu tekjur stjórnar hafa komið af kennslu- og út- breiðslustyrkjum frá ISI, sem áður hefur verið samþykkt sem skattur aðildarfélaga til ÍBV. Það er alveg ljóst að þessar tekjur fara minnkandi, með minni framlögum frá ríki, í kjölfar Lottó tekna. Lottó- tekjurnar fara til útskiptingar til deilda og félaga, þannig að fyrrnefnd minnkun á greiðslum til stjórnar þurfa trúlega að skoðast. Sérstaklega þar sem til stendur að gera styrki þessa upp með sama hætti og Lottó tekjur. Mikið starf hefur hvílt á herðum gjaldkera stjórnar við alla skýrslugerð, þar sem greiðslur kennslu- og út- breiðslustyrkja hafa grund- vallast af kennsluskýrslum til ÍSÍ. Það eru tilmæli til allra aðila, sem leitað er til vegna skýrsluskila, að vanda vel alla gerð þeirra og skila til gjaldkera tímanlega. Það er áríðandi. Á þessu ári voru skýrslu- skilin íþróttahreyfingunni hér í Eyjum til háborinnar skammar, þar sem nánast öll félög og deildir voru dæmd í keppnis- bann vegna vanskila á skýrsl- um. Slíkt má ekki endurtaka sig. Mjög ánægjuleg og vel- heppnuð breyting var gerð á aðstöðunni í ÍBV herberginu, þar sem aðsetur ÍBV stækkaði um helming, þegar opnað var inní gamla Týs herbergið. Tómstundaráð Vestmannaeyja samþykkti afnot ÍBV af þessu aukna húsrými í Félagsheimilinu og er öll aðstaða til fundarhalda, svo og aðstaða fyrir deildirnar og starf þeirra, með ágætasta móti. Hver deild hefur hirslur undir sín gögn. Þetta er mikil breyt- ing. Breytingin var unnin í sjálfboðavinnu, þar sem ein- stakir stjórnarmenn í deildum ÍBV fóru í fararbroddi. Mikil hátíðahöld voru á árinu þar sem íþróttafélagið Þór varð 75 ára og Golfklúbbur Vestmannaeyja varð 50 ára. íþróttabandalag Vestmanna- eyja færði afmælisbörnunum gjafir, í tilefni tímamótanna. Formaður var forfallaður í báðum þessum tilfellum og gat því ekki mætt og þótti ákaflega leitt, en við því var ekkert að gera. Aðrir stjórnarmenn hlupu í skarðið og leiddist ekki. í tilefni af þessum tíma- mótum sem og öðrum voru fjölmargir Vestmannaeyingar sæmdir viðurkenningum hinna ýmsu sérsambanda og ÍSÍ og er þeirra sérstaklega getið í skýrslum félaga og deilda. Stjórn ÍBV vill á þessum tíma- mótum færa öllum þessum aðilum bestu þakkir og ham- inguóskir og vonast til að íþróttahreyfingin fái starfs- krafta þeirra notið héðan í frá sem hingað til. íþróttafélögum í Vest- mannaeyjum fjölgaði á árinu og var stofnað Fimleikafélagið Rán þann 29. nóvember s.l. Jafnframt er verið að ganga frá stofnun íþróttafélags fyrir fatlaða. Eflaust er margt sem minnast má í skýrslu sem þessari, til viðbótar. Eflaust gleymist eitt- hvað, sem hér þyrfti að birtast og er það verra. En eins og áður sagði er starfseminnar nánar getið í skýrslum ráða og nefnda. Að endingu vil ég nota tæki- færið og þakka meðstjórnar- mönnum mínum fyrir gott sam- starf, á þeim þrem árum sem við höfum setið saman í stjórn IBV, svo og öllum þeim sem lagt hafa okkur lið, með það að leiðarljósi, að gera veg ÍBV og Vestmannaeyja sem mestan. Hafið þökk fyrir. Guðmundur Þ. B. Ólafsson formaður ÍBV Fráfarandi stjórn IBV sem setið hefur í þrjú ár. Oft er fjör í íþróttahúsinu. Hér má sjá kempurnar sem allir þekkja og hafa haft mikil afskipti af íþróttalífinu hér í Eyjum sem annarsstaðar. Frá fyrsta Evrópuleik ÍBV í Búlgaríu 1969. Viktor fyrirliði í kunnuglegri stellingu, hið sama er ekki hægt að segja um Bóa. En skyldi Einar vera orðlaus? Gilli segir að það geti ekki verið. Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDIÁR. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Miðbær Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Tanginn Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Jón Hauksson hdl.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.