Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25
Fagið03/08 Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda og eitt af því er hætta á sýkingum. Sjúklingar geta fengið sýkingar á ýmsum stigum heilbrigð- isþjónustunnar, til dæmis á sjúkrahúsum, endurhæfingar- eða lang- legustofnunum, á göngudeildum eða einkareknum stofum heilbrigðis- starfsmanna. Sýkingar tengdar heilbrigðisþjónustu geta leitt til aukins kostnaðar, innlagna sjúklinga sem annars þyrftu ekki innlagnar við, lengri legutíma og jafnvel til dauða sjúklingsins. Mikilvægt er að fyrirbyggja sýkingar innan heilbrigðisþjónustunnar til að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna. Leiðbeiningar um grundvallarsmitgát og viðbótarsmitgát (einangrun) hafa það að markmiði að rjúfa smitleiðir og ber heilbrigðisstarfsmönnum að fylgja þeim. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl Sýkingar sem koma í kjölfar innlagna og meðferða á sjúkrahúsum eru oft kallaðar spítalasýkingar. Þetta eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og voru ekki á meðgöngutíma við innlögn. Almennt er miðað við að 48 klukkustundir hið minnsta hafi liðið frá innlögn þar til einkenni sýkinga koma fram nema ef um endurinnlögn er að ræða og sýkingar tengjast fyrri legu (Centers for Disease Control and Prevention, 2016a). Fylgst er með tíðni spítalasýkinga á flestum sjúkrahúsum á einhvern hátt. Til að hægt sé að bera saman tíðni spít- alasýkinga milli sjúkrahúsa þurfa þau að nota samræmdar skráningar aðferðir og sömu skilgreiningar á spítalasýkingum. Mörg sjúkrahús nota algengisskráningu og nýgengisskráningu til að afla upplýsinga um tíðni spítalasýkingar og skilgreiningar frá Centers for Disease Control and Prevention (CDC) en þær eru uppfærðar reglulega (Centers for Disease Control and Prevention, 2016b). Algengisskráning segir til um hve stórt hlutfall einstaklinga er með ákveðin einkenni (spítalasýkingar) á einum tímapunkti (Rothmann, 2002). Algengisskráning fer þannig fram að á ákveðnum Á sjúkrahúsum eru algengustu spítalasýk- ingarnar þvagfæra- sýkingar, skurðsára- sýkingar, neðri öndunarvegasýkingar og blóðsýkingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.