Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 36
Fólkið14/16 ÍRIS ÞÓRÐARDÓTTIR „Verð alltaf fyrst og fremst hjúkrunar- fræðingur í hjarta mér“ Þegar Íris Þórðardóttir hóf hjúkrunarnámið haustið 1986 átti hún níu mánaða gamla dóttur. Þegar hún lauk því fjórum árum síðar var hún orðin tveggja barna móðir. „Þetta voru fjögur ár í frábærum félags- skap og hópur samnemenda sem studdi mig og styrkti,“ segir Íris. Eftir útskrift flutti hún til Vestmannaeyja á heimaslóðir og vann á sjúkra- húsi Vestmannaeyja milli barneigna en árið 1994 voru tveir drengir enn búnir að bætast í hópinn. „Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum var frábær vinnustaður þar sem ég bar ábyrgð á tveim deildum, öldrunardeild og hand- og lyflæknisdeild.“ Í byrjun árs 1995 tók Íris að sér að koma á fót, skipuleggja og kenna við sjúkraliðabrautina við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. „Þá var ég með fjögur ung börn og eiginmann á sjó og vaktavinna var ekki í boði fyrir mig.“ Hún stýrði því námi í fimm ár og í millitíðinni tók hún uppeldis- og kennslufræði í fjarnámi. Íris og fjölskylda flutti búferlum á Suðurlandið og hóf kennslu við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU). „Á þessum tíma vantaði kennara við sjúkraliðabrautina og tók ég við henni. Ég er þar enn 17 árum síðar og líkar alltaf jafn vel. Hún var forvarnarfulltrúi hjá FSU í tíu ár en núna er hún með fulla kennslu á brautinni og með viðtalstíma hjúkrunarfræðings einu sinni í viku. „Mér líkar vel að kenna og það er gott að vinna við FSU. En ég er og verð alltaf fyrst og fremst hjúkrun- arfræðingur í hjarta mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.