Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55
Fólkið11/11 vantar hjúkrunarfræðinga og verið er að leita leiða til úrbóta til að takast á við þennan skort. Stytting vinnuvikunnar ein og sér myndi ekki leysa allan vanda að mati Ólafs en „það myndi tvímælalaust gera vinnuumhverfið og starfið meira heillandi fyrir alla og skila sér vonandi í enn fleiri hjúkrunarfræðingum til framtíðar.“ Hann segir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa sett styttingu vinnuvikunnar á oddinn í kjaraviðræðum undanfarna áratugi en ekki haft erindi sem erfiði. „Við erum að skoða leiðir til að fjölga hjúkrunarfræðingum. Við erum nú að kalla eftir tölum frá heilbrigðisstofnunum um væntanlega þörf þeirra fyrir hjúkrunarfræðinga auk þess sem við erum að skoða fjölda þeirra sem mega hefja töku lífeyris. Við höfum leitað samstarfs við breiðan hóp hjúkrun- arstjórnenda, háskólana og velferðar- ráðuneytið. Það er áhersla félagsins að hér verði fjölgað hjúkrunarfræðingum til að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir Ólafur. Helga Jónsdóttir hjá BSRB fagnar því að umræðan um styttingu vinnuvikunnar sé hafin og skoða þurfi sérstaklega hvern- ig stytting vinnuvikunnar yrði útfærð hjá stofnunum þar sem unnin er vaktavinna. Hún segir raunverulega umræðu vera innan aðildarfélaga BSRB um styttingu vinnuvikunnar og viljayfirlýsing frá stjórnvöldum liggur fyrir um verkefnið. Þetta er fyrsta tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar en BSRB, sem tekur þátt í þessu verkefni, hefur lengi haft þetta á stefnuskrá sinni. Tæpt ár er frá því verkefninu var hrundið af stað og gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal starfsfólks bæði fyrir og meðan á verkefninu hefur staðið. Niðurstöður þessa verkefnis hafa ekki verið kynntar enn, en að sögn Helgu er rætt um að framlengja verkefnið og bæta við vinnustöðum. Helga segist fagna þessari vakningu en það er margt sem samfélagið þarf að ræða, til að mynda hvort stytting vinnuvik- unnar verði lögfest eða samið um hana í kjarasamningum. Þetta er fyrsta tilraunaverkefni um styttingu vinnu- vikunnar en BSrB, sem tekur þátt í þessu verkefni, hefur lengi haft þetta á stefnuskrá sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.